Telja að olían endist í 150 ár hið minnsta Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2015 14:06 Borskipið Bucentaur siglir frá Reykjavík sumarið 2013. Skipið var að koma úr oliuleit í Barentshafi á leið í næsta verkefni við strendur Nýfundnalands og kom við á Íslandi til töku vista og áhafnaskipta. Stöð 2/KMU. Bandaríska olíufélagið ExxonMobil telur að olía haldi áfram að vera mikilvægasti orkugjafi mannkyns næsta aldarfjórðung, að minnsta kosti. Félagið spáir því að olíunotkun aukist um 30 prósent fram til ársins 2040. Aukningin verði mest í samgöngum og efnaiðnaði, og þá einkum í ríkjum sem eru að stíga upp úr fátækt. Þetta kemur fram í framtíðarskýrslu ExxonMobil en samkvæmt henni telur félagið að næg vinnanleg olía sé til á jörðinni til að mæta eftirspurn næstu 150 árin hið minnsta. Félagið kynnti skýrsluna í Noregi í síðasta mánuði og ræddu norskir fjölmiðlar þá við talsmann félagsins. „Við sjáum að það eru stöðugt fleiri auðlindir sem við getum nálgast,“ segir Todd Onderdonk, aðalráðgjafi ExxonMobil, í viðtali við norska Aftenbladet. Hann tekur fram að skýrslan lýsi ekki þróun sem ExxonMobil sé að óska eftir heldur sé þetta spá um hvernig félagið telji að framvindan verði. „Í eitthundrað ár hafa menn haft áhyggjur af því að olíuöldin væri búin að ná hámarki. En við sjáum að mannkynið kemur með nýjar lausnir og við þróum stöðugt nýja tækni. Við teljum einnig að þetta sé spurning um hver sé besti valkosturinn. Við getum ekki bara af sjálfsdáðum hætt einhverju sem færir fólki bestu lausnina. Í samgöngum, til dæmis, er olía besti orkugjafinn til að mæta óskum almennings,“ segir Onderdonk. Gas verður stærsti sigurvegari næstu áratuga, að mati ExxonMobil. Þar muni eftirspurn aukast um 65 prósent fram til ársins 2040. Gaslindir muni auk þess endast mannkyni í minnst 200 ár til viðbótar. Olíufélagið telur að sífellt fleiri skipti út kolum fyrir gas og hlutur kola í heildarorkunotkun jarðarbúa minnki úr 25 prósentum niður í 20 prósent. Kolanotkun muni þó haldast óbreytt í magni. „Allir sem skoða þetta komast að sömu niðurstöðu; að olía, gas og kol verði mikilvægustu orkugjafarnir næstu áratugina,“ segir Onderdonk. ExxonMobil hefur minni trú á endurnýjanlegum orkugjöfum. Félagið spáir því að árið 2040 nái sól- og vindorka tæplega sex prósentum af heildarorkumarkaði heims. Jafnvel þótt þessar greinar hafi vaxið meira á síðustu árum, en búist var við, telur olíufélagið að sú þróun haldi ekki áfram. „Við höfum séð kostnað lækka við vind- og sólarorku en við sjáum jafnframt að hún er ekki arðbær án ríkisstyrkja. Við reiknum frekar með að það dragi úr slíkum niðurgreiðslum,“ segir Onderdonk. Rætist þessi framtíðarspá ExxonMobil er erfitt að sjá hvernig mannkyni á að takast að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þannig að það markmið náist að meðalhiti á jörðinni hækki ekki um meira en tvær gráður. Samkvæmt spá olíufélagsins mun orkutengd losun aukast um 25 prósent milli áranna 2010 og 2030 en síðan minnka um fimm prósent fram til ársins 2040. Heildarlosun koltvísýrings verði sex milljónum tonna meiri árið 2040 en árið 2010. „Þeir hvatar sem eru til staðar til að draga úr losun virka ekki. Evrópa til dæmis er með kvótakerfi þar sem verð á koltvísýringi er svo lágt að það hefur gert það arðbært að nota kol,“ segir Onderdonk. „Við teljum að besta aðferðin til að draga úr losun sé skattur á koltvísýring sem virkar. Það gæti gefið bæði fjárfestum og neytendum skýr skilaboð, - og þá finnur markaðurinn bestu lausnirnar,“ segir aðalráðgjafi ExxonMobil í viðtalinu við Aftenbladet. Tengdar fréttir Vaktaskipti í Reykjavíkurhöfn Rannsóknarskipið Bucentaur vakti athygli margra vegfarenda við hafnarbakkann í Reykjavík í gær. 18. júlí 2013 07:00 Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Bandaríska olíufélagið ExxonMobil telur að olía haldi áfram að vera mikilvægasti orkugjafi mannkyns næsta aldarfjórðung, að minnsta kosti. Félagið spáir því að olíunotkun aukist um 30 prósent fram til ársins 2040. Aukningin verði mest í samgöngum og efnaiðnaði, og þá einkum í ríkjum sem eru að stíga upp úr fátækt. Þetta kemur fram í framtíðarskýrslu ExxonMobil en samkvæmt henni telur félagið að næg vinnanleg olía sé til á jörðinni til að mæta eftirspurn næstu 150 árin hið minnsta. Félagið kynnti skýrsluna í Noregi í síðasta mánuði og ræddu norskir fjölmiðlar þá við talsmann félagsins. „Við sjáum að það eru stöðugt fleiri auðlindir sem við getum nálgast,“ segir Todd Onderdonk, aðalráðgjafi ExxonMobil, í viðtali við norska Aftenbladet. Hann tekur fram að skýrslan lýsi ekki þróun sem ExxonMobil sé að óska eftir heldur sé þetta spá um hvernig félagið telji að framvindan verði. „Í eitthundrað ár hafa menn haft áhyggjur af því að olíuöldin væri búin að ná hámarki. En við sjáum að mannkynið kemur með nýjar lausnir og við þróum stöðugt nýja tækni. Við teljum einnig að þetta sé spurning um hver sé besti valkosturinn. Við getum ekki bara af sjálfsdáðum hætt einhverju sem færir fólki bestu lausnina. Í samgöngum, til dæmis, er olía besti orkugjafinn til að mæta óskum almennings,“ segir Onderdonk. Gas verður stærsti sigurvegari næstu áratuga, að mati ExxonMobil. Þar muni eftirspurn aukast um 65 prósent fram til ársins 2040. Gaslindir muni auk þess endast mannkyni í minnst 200 ár til viðbótar. Olíufélagið telur að sífellt fleiri skipti út kolum fyrir gas og hlutur kola í heildarorkunotkun jarðarbúa minnki úr 25 prósentum niður í 20 prósent. Kolanotkun muni þó haldast óbreytt í magni. „Allir sem skoða þetta komast að sömu niðurstöðu; að olía, gas og kol verði mikilvægustu orkugjafarnir næstu áratugina,“ segir Onderdonk. ExxonMobil hefur minni trú á endurnýjanlegum orkugjöfum. Félagið spáir því að árið 2040 nái sól- og vindorka tæplega sex prósentum af heildarorkumarkaði heims. Jafnvel þótt þessar greinar hafi vaxið meira á síðustu árum, en búist var við, telur olíufélagið að sú þróun haldi ekki áfram. „Við höfum séð kostnað lækka við vind- og sólarorku en við sjáum jafnframt að hún er ekki arðbær án ríkisstyrkja. Við reiknum frekar með að það dragi úr slíkum niðurgreiðslum,“ segir Onderdonk. Rætist þessi framtíðarspá ExxonMobil er erfitt að sjá hvernig mannkyni á að takast að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þannig að það markmið náist að meðalhiti á jörðinni hækki ekki um meira en tvær gráður. Samkvæmt spá olíufélagsins mun orkutengd losun aukast um 25 prósent milli áranna 2010 og 2030 en síðan minnka um fimm prósent fram til ársins 2040. Heildarlosun koltvísýrings verði sex milljónum tonna meiri árið 2040 en árið 2010. „Þeir hvatar sem eru til staðar til að draga úr losun virka ekki. Evrópa til dæmis er með kvótakerfi þar sem verð á koltvísýringi er svo lágt að það hefur gert það arðbært að nota kol,“ segir Onderdonk. „Við teljum að besta aðferðin til að draga úr losun sé skattur á koltvísýring sem virkar. Það gæti gefið bæði fjárfestum og neytendum skýr skilaboð, - og þá finnur markaðurinn bestu lausnirnar,“ segir aðalráðgjafi ExxonMobil í viðtalinu við Aftenbladet.
Tengdar fréttir Vaktaskipti í Reykjavíkurhöfn Rannsóknarskipið Bucentaur vakti athygli margra vegfarenda við hafnarbakkann í Reykjavík í gær. 18. júlí 2013 07:00 Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Vaktaskipti í Reykjavíkurhöfn Rannsóknarskipið Bucentaur vakti athygli margra vegfarenda við hafnarbakkann í Reykjavík í gær. 18. júlí 2013 07:00