Skattsvikarar fái ár til að borga Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. mars 2015 16:07 Starfshópur hefur skilað tillögum til fjármála- og efnahagsráðherra um tækifæri fólks til að gefa ríkisskattstjóra upp eignir sínar erlendis sem ekki hafa verið taldar fram hingað til. Vísir/Anton Í tillögum starfshóps á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins er gert ráð fyrir því að hver sá sem óskar að eigin frumkvæði eftir því að greiða skatt af áður óframtöldum tekjum eða eignum erlendis skuli ekki sæta refsingum. Reglurnar eiga að gilda frá 1. júlí næstkomandi til 30. júní á næsta ári og hafa því þeir sem svikið hafa undan skatti með því að fela eignir erlendis, sem og aðrir sem eiga vantaldar eignir utan landsteinanna, ár til að greiða.Reglurnar voru unnar af starfshóp um gerð griðareglna sem átti að vinna drög að frumvarpi um griðarreglur og greinargerð um lagaheimildir yfirvalda til að sporna gegn skattsvikum. Samkvæmt tillögunum á ríkisskattstjóri að leggja álag á vantalda skattstofna sem koma í ljós eftir þessari leið. Ekki verður heimilt að semja um greiðslurnar og eiga þær að vera greiddar að fullu 10 dögum eftir dagsetningar endurákvörðunar skattstjóra um álagningu. Í tilkynningu um málið frá fjármála- og efnahagsráðherra segir að ákveðið hafi verið að frumvarpið um málið verði fullunnið og kynnt í ríkisstjórn við fyrsta tækifæri. Í starfshópnum áttu sæti Ása Ögmundsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti, sem jafnframt var formaður, Guðni Ólafsson, fjármálastjóri embættis tollstjóra, Guðrún Jenný Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasamskipta ríkisskattstjóra og Lísa K. Yoder, lögfræðingur hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins. Alþingi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Í tillögum starfshóps á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins er gert ráð fyrir því að hver sá sem óskar að eigin frumkvæði eftir því að greiða skatt af áður óframtöldum tekjum eða eignum erlendis skuli ekki sæta refsingum. Reglurnar eiga að gilda frá 1. júlí næstkomandi til 30. júní á næsta ári og hafa því þeir sem svikið hafa undan skatti með því að fela eignir erlendis, sem og aðrir sem eiga vantaldar eignir utan landsteinanna, ár til að greiða.Reglurnar voru unnar af starfshóp um gerð griðareglna sem átti að vinna drög að frumvarpi um griðarreglur og greinargerð um lagaheimildir yfirvalda til að sporna gegn skattsvikum. Samkvæmt tillögunum á ríkisskattstjóri að leggja álag á vantalda skattstofna sem koma í ljós eftir þessari leið. Ekki verður heimilt að semja um greiðslurnar og eiga þær að vera greiddar að fullu 10 dögum eftir dagsetningar endurákvörðunar skattstjóra um álagningu. Í tilkynningu um málið frá fjármála- og efnahagsráðherra segir að ákveðið hafi verið að frumvarpið um málið verði fullunnið og kynnt í ríkisstjórn við fyrsta tækifæri. Í starfshópnum áttu sæti Ása Ögmundsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti, sem jafnframt var formaður, Guðni Ólafsson, fjármálastjóri embættis tollstjóra, Guðrún Jenný Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasamskipta ríkisskattstjóra og Lísa K. Yoder, lögfræðingur hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins.
Alþingi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira