Fótbolti

Annað tap Lokeren í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir Ingi og félagar lutu í lægra haldi fyrir Anderlecht.
Sverrir Ingi og félagar lutu í lægra haldi fyrir Anderlecht. vísir/anton
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn Lokeren sem tapaði 1-2 fyrir Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Þetta var annað tap Lokeren í röð en liðið fékk sjö stig úr þremur fyrstu leikjunum sem Sverrir spilaði með liðinu. Lokeren er í 8. sæti deildarinnar með 41 stig.

Lærisveinar Arnars Þórs Viðarssonar í Cercle Brugge töpuðu enn einum leiknum, nú fyrir Kortrijk á útivelli, 1-0.

Cerlce hefur ekki unnið leik síðan 17. janúar og liðinu hefur mistekist að skora í 14 af 29 deildarleikjum sínum. Cercle er þó enn einu stigi frá fallsæti.

Þá vann Genk 3-2 sigur á Zulte Waregem. Ólafur Ingi Skúlason lék ekki með Zulte í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×