Strimillinn er sigurvegari Gulleggsins Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2015 15:23 Forsvarsmenn Strimilsins tóku við verðlaunum sínum. Úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu voru kynnt við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í gær. Í fyrsta sæti var Strimillinn, sem er verkefni sem snýr að því að safna upplýsingum um matvöruverð á Íslandi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti þeim sem að verkefninu koma verðlaunin. Í verðlaun voru ein milljón króna frá Landsbankanum, Gulleggið, leiðtogaþjálfun frá Dale Carnige og aukaverðlaun frá Nova. Í öðru sæti var Mekano ehf., sem er nýstofnað sprotafyrirtæki. Starfsmenn þess vinna að þróun nýrrar tækni á fjöltengjum, með sérstaka áherslu á aðgengilega, einfalda og stílhreina hönnun. Verðlaun voru: 500.000 krónur frá Landsbankanum, sérstök aukaverðlaun frá eftirtöldum aðilum: Advel lögmenn í formi lögfræðiaðstoðar, útflutningsþjónusta að verðmæti 250.000 krónur frá Íslandsstofu og ráðgjöf frá KPMG. Sprotafyrirtækið Crowbar Protein var í þriðja sæti. Það hefur unnið að því að klára vöruþróun á sinni fyrstu vöru, orkustykkinu Jungle Bar. Eftir um tvo mánuði verður Jungle Bar fyrsta evrópska orkustykkið, sem inniheldur sjálfbært prótein úr skordýrum. Verðlaun: 300.000 kr. frá Landsbankanum. Í tilkynningu frá Námsefnisbankinn hafi hlotið Hvatningarverðlaun Samtaka Atvinnulífsins og Future Habits hafi hlotið verðlaunin Val fólksins. Það er samstarfsverkefni Kjarnans og Gulleggsins. Alls bárust 250 hugmyndir í keppnina í ár og við þær stóðu um 500 einstaklingar. Keppnin hefur staðið yfir í tæpa tvo mánuði þar sem þátttakendur hafa sótt námskeið og fengið þjálfun í mótun viðskiptahugmynda. Tíu stigahæstu hugmyndirnar sem kepptu til úrslita voru: Appsláttur - Appsláttur sem minnir þig á afsláttinn. e1 - Deilihagkerfi hleðslustöðva fyrir rafbíla. Future Habits – Smáforrit sem kennir krökkum á aldrinum þriggja til sjö ára næringarfræði með myndrænum hætti. Jungle Bar - Orkustykki sem nýtir prótein úr skordýrum. Mekano ehf. - Samsett fjöltengi fyrir allar gerðir raftækja og USB lágspennutækja. Námsefnisbankinn - Safnar saman verkefnum útbúin af kennurum sem einfalt er að sækja og leggja fyrir. Rofar Technology ehf. - Endurhannar staðalinn fyrir stýringu ljósa og heimilistækja eins og Apple endurhannaði snjallsímann. Sparta - Veflausn sem aðstoðar fólk að finna, halda utan um og skrá tölfræði tengda íþróttaviðburðum. Strimillinn - Miðlægt hugbúnaðarkerfi sem ætlað er að bæta aðgengi að upplýsingum um verðlag á dagvöru á Íslandi. Verðgreinir - Einfalt kostnaðarbókhaldskerfi, hannað fyrir snjalltæki, ætlað fyrir sjálfstætt starfandi verktaka. Gulleggið er haldið af Klak Innovit nýsköpunar og frumkvöðlasetri en verkefnisstjórn keppninnar skipa 14 sjálfboðaliðar frá samstarfsháskólunum HR, HÍ, LHÍ og Bifröst. Bakhjarlar Gulleggsins eru Landsbankinn, Advel lögmenn, Alcoa Fjarðaál, KPMG, Samtök Atvinnulífsins og Nova auk fjölda annarra samstarfsaðila.Tíu stigahæstu hugmyndirnir kepptu til úrslita. Tækni Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu voru kynnt við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í gær. Í fyrsta sæti var Strimillinn, sem er verkefni sem snýr að því að safna upplýsingum um matvöruverð á Íslandi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti þeim sem að verkefninu koma verðlaunin. Í verðlaun voru ein milljón króna frá Landsbankanum, Gulleggið, leiðtogaþjálfun frá Dale Carnige og aukaverðlaun frá Nova. Í öðru sæti var Mekano ehf., sem er nýstofnað sprotafyrirtæki. Starfsmenn þess vinna að þróun nýrrar tækni á fjöltengjum, með sérstaka áherslu á aðgengilega, einfalda og stílhreina hönnun. Verðlaun voru: 500.000 krónur frá Landsbankanum, sérstök aukaverðlaun frá eftirtöldum aðilum: Advel lögmenn í formi lögfræðiaðstoðar, útflutningsþjónusta að verðmæti 250.000 krónur frá Íslandsstofu og ráðgjöf frá KPMG. Sprotafyrirtækið Crowbar Protein var í þriðja sæti. Það hefur unnið að því að klára vöruþróun á sinni fyrstu vöru, orkustykkinu Jungle Bar. Eftir um tvo mánuði verður Jungle Bar fyrsta evrópska orkustykkið, sem inniheldur sjálfbært prótein úr skordýrum. Verðlaun: 300.000 kr. frá Landsbankanum. Í tilkynningu frá Námsefnisbankinn hafi hlotið Hvatningarverðlaun Samtaka Atvinnulífsins og Future Habits hafi hlotið verðlaunin Val fólksins. Það er samstarfsverkefni Kjarnans og Gulleggsins. Alls bárust 250 hugmyndir í keppnina í ár og við þær stóðu um 500 einstaklingar. Keppnin hefur staðið yfir í tæpa tvo mánuði þar sem þátttakendur hafa sótt námskeið og fengið þjálfun í mótun viðskiptahugmynda. Tíu stigahæstu hugmyndirnar sem kepptu til úrslita voru: Appsláttur - Appsláttur sem minnir þig á afsláttinn. e1 - Deilihagkerfi hleðslustöðva fyrir rafbíla. Future Habits – Smáforrit sem kennir krökkum á aldrinum þriggja til sjö ára næringarfræði með myndrænum hætti. Jungle Bar - Orkustykki sem nýtir prótein úr skordýrum. Mekano ehf. - Samsett fjöltengi fyrir allar gerðir raftækja og USB lágspennutækja. Námsefnisbankinn - Safnar saman verkefnum útbúin af kennurum sem einfalt er að sækja og leggja fyrir. Rofar Technology ehf. - Endurhannar staðalinn fyrir stýringu ljósa og heimilistækja eins og Apple endurhannaði snjallsímann. Sparta - Veflausn sem aðstoðar fólk að finna, halda utan um og skrá tölfræði tengda íþróttaviðburðum. Strimillinn - Miðlægt hugbúnaðarkerfi sem ætlað er að bæta aðgengi að upplýsingum um verðlag á dagvöru á Íslandi. Verðgreinir - Einfalt kostnaðarbókhaldskerfi, hannað fyrir snjalltæki, ætlað fyrir sjálfstætt starfandi verktaka. Gulleggið er haldið af Klak Innovit nýsköpunar og frumkvöðlasetri en verkefnisstjórn keppninnar skipa 14 sjálfboðaliðar frá samstarfsháskólunum HR, HÍ, LHÍ og Bifröst. Bakhjarlar Gulleggsins eru Landsbankinn, Advel lögmenn, Alcoa Fjarðaál, KPMG, Samtök Atvinnulífsins og Nova auk fjölda annarra samstarfsaðila.Tíu stigahæstu hugmyndirnir kepptu til úrslita.
Tækni Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira