Fjögur skemmtiferðaskip koma vegna sólmyrkva og norðurljósa Stefán Árni Pálsson skrifar 20. febrúar 2015 11:31 Alls munu á fjórða þúsund farþegar koma með skemmtiferðaskipunum fjórum til Íslands í mars. Magellan er stærst skipanna fjögurra, alls 46 þúsund tonn að stærð og tekur 1250 farþega. Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. „Þetta er skemmtileg nýbreytni varðandi skemmtiferðasiglingar til Íslands. Það hefur ekki gerst áður að skemmtiferðaskip komi hingað um vetur. Um er að ræða ellefu daga siglingu skipanna á norðurslóðir til að sjá sólmyrkvann og norðurljósin. Öll skipin munu koma til hafnar í Reykjavík. Ef þetta gengur vel gæti þetta orðið upphafið af vetrarsiglingum skemmtiferðaskipa til Íslands,” segir Jóhann Bogason, verkefnisstjóri hjá TVG-Zimsen, en fyrirtækið þjónustar flest skemmtiferðaskip sem hingað til lands koma. Skipin Magellan, Marco Polo, Azores og Voyager eru semsagt á leiðinni til landsins og er ætlunin að þau verði hér við land þegar næsti sólmyrkvi verður þann 20. mars. Sólmyrkvinn er almyrkvi og ferill hans liggur aðeins um 70-100 km austan við Ísland samkvæmt stjörnufræðingum. Öll skemmtiferðaskipin eru mjög glæsileg en Magellan er þeirra stærst, alls 46 þúsund tonn að stærð og tekur alls 1250 farþega. Uppselt er í siglingarnar með skipunum fjórum samkvæmt upplýsingum frá útgerðum þeirra. ,,Við finnum það hjá erlendum skipaútgerðum að áhugi ferðamanna á siglingum hingað eykst ár frá ári og þar horfa menn á að Ísland sé í lykilhlutverki á Norðurslóðum. Sólmyrkvinn í mars er spennandi og norðurljósin hafa gríðarlegt aðdráttarafl. Þetta býður augljóslega upp á ný og mikilvæg tækifæri fyrir okkur Íslendinga. Það eru klárlega mjög spennandi tímar framundan í þessum geira. Skemmtiferðaskipin eru mjög mikilvægur þáttur í ört stækkandi ferðaþjónustugeiranum sem var stærsta útflutningsafurð Íslendinga undanfarin tvö ár," segir Jóhann ennfremur. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. „Þetta er skemmtileg nýbreytni varðandi skemmtiferðasiglingar til Íslands. Það hefur ekki gerst áður að skemmtiferðaskip komi hingað um vetur. Um er að ræða ellefu daga siglingu skipanna á norðurslóðir til að sjá sólmyrkvann og norðurljósin. Öll skipin munu koma til hafnar í Reykjavík. Ef þetta gengur vel gæti þetta orðið upphafið af vetrarsiglingum skemmtiferðaskipa til Íslands,” segir Jóhann Bogason, verkefnisstjóri hjá TVG-Zimsen, en fyrirtækið þjónustar flest skemmtiferðaskip sem hingað til lands koma. Skipin Magellan, Marco Polo, Azores og Voyager eru semsagt á leiðinni til landsins og er ætlunin að þau verði hér við land þegar næsti sólmyrkvi verður þann 20. mars. Sólmyrkvinn er almyrkvi og ferill hans liggur aðeins um 70-100 km austan við Ísland samkvæmt stjörnufræðingum. Öll skemmtiferðaskipin eru mjög glæsileg en Magellan er þeirra stærst, alls 46 þúsund tonn að stærð og tekur alls 1250 farþega. Uppselt er í siglingarnar með skipunum fjórum samkvæmt upplýsingum frá útgerðum þeirra. ,,Við finnum það hjá erlendum skipaútgerðum að áhugi ferðamanna á siglingum hingað eykst ár frá ári og þar horfa menn á að Ísland sé í lykilhlutverki á Norðurslóðum. Sólmyrkvinn í mars er spennandi og norðurljósin hafa gríðarlegt aðdráttarafl. Þetta býður augljóslega upp á ný og mikilvæg tækifæri fyrir okkur Íslendinga. Það eru klárlega mjög spennandi tímar framundan í þessum geira. Skemmtiferðaskipin eru mjög mikilvægur þáttur í ört stækkandi ferðaþjónustugeiranum sem var stærsta útflutningsafurð Íslendinga undanfarin tvö ár," segir Jóhann ennfremur.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira