Fjögur skemmtiferðaskip koma vegna sólmyrkva og norðurljósa Stefán Árni Pálsson skrifar 20. febrúar 2015 11:31 Alls munu á fjórða þúsund farþegar koma með skemmtiferðaskipunum fjórum til Íslands í mars. Magellan er stærst skipanna fjögurra, alls 46 þúsund tonn að stærð og tekur 1250 farþega. Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. „Þetta er skemmtileg nýbreytni varðandi skemmtiferðasiglingar til Íslands. Það hefur ekki gerst áður að skemmtiferðaskip komi hingað um vetur. Um er að ræða ellefu daga siglingu skipanna á norðurslóðir til að sjá sólmyrkvann og norðurljósin. Öll skipin munu koma til hafnar í Reykjavík. Ef þetta gengur vel gæti þetta orðið upphafið af vetrarsiglingum skemmtiferðaskipa til Íslands,” segir Jóhann Bogason, verkefnisstjóri hjá TVG-Zimsen, en fyrirtækið þjónustar flest skemmtiferðaskip sem hingað til lands koma. Skipin Magellan, Marco Polo, Azores og Voyager eru semsagt á leiðinni til landsins og er ætlunin að þau verði hér við land þegar næsti sólmyrkvi verður þann 20. mars. Sólmyrkvinn er almyrkvi og ferill hans liggur aðeins um 70-100 km austan við Ísland samkvæmt stjörnufræðingum. Öll skemmtiferðaskipin eru mjög glæsileg en Magellan er þeirra stærst, alls 46 þúsund tonn að stærð og tekur alls 1250 farþega. Uppselt er í siglingarnar með skipunum fjórum samkvæmt upplýsingum frá útgerðum þeirra. ,,Við finnum það hjá erlendum skipaútgerðum að áhugi ferðamanna á siglingum hingað eykst ár frá ári og þar horfa menn á að Ísland sé í lykilhlutverki á Norðurslóðum. Sólmyrkvinn í mars er spennandi og norðurljósin hafa gríðarlegt aðdráttarafl. Þetta býður augljóslega upp á ný og mikilvæg tækifæri fyrir okkur Íslendinga. Það eru klárlega mjög spennandi tímar framundan í þessum geira. Skemmtiferðaskipin eru mjög mikilvægur þáttur í ört stækkandi ferðaþjónustugeiranum sem var stærsta útflutningsafurð Íslendinga undanfarin tvö ár," segir Jóhann ennfremur. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. „Þetta er skemmtileg nýbreytni varðandi skemmtiferðasiglingar til Íslands. Það hefur ekki gerst áður að skemmtiferðaskip komi hingað um vetur. Um er að ræða ellefu daga siglingu skipanna á norðurslóðir til að sjá sólmyrkvann og norðurljósin. Öll skipin munu koma til hafnar í Reykjavík. Ef þetta gengur vel gæti þetta orðið upphafið af vetrarsiglingum skemmtiferðaskipa til Íslands,” segir Jóhann Bogason, verkefnisstjóri hjá TVG-Zimsen, en fyrirtækið þjónustar flest skemmtiferðaskip sem hingað til lands koma. Skipin Magellan, Marco Polo, Azores og Voyager eru semsagt á leiðinni til landsins og er ætlunin að þau verði hér við land þegar næsti sólmyrkvi verður þann 20. mars. Sólmyrkvinn er almyrkvi og ferill hans liggur aðeins um 70-100 km austan við Ísland samkvæmt stjörnufræðingum. Öll skemmtiferðaskipin eru mjög glæsileg en Magellan er þeirra stærst, alls 46 þúsund tonn að stærð og tekur alls 1250 farþega. Uppselt er í siglingarnar með skipunum fjórum samkvæmt upplýsingum frá útgerðum þeirra. ,,Við finnum það hjá erlendum skipaútgerðum að áhugi ferðamanna á siglingum hingað eykst ár frá ári og þar horfa menn á að Ísland sé í lykilhlutverki á Norðurslóðum. Sólmyrkvinn í mars er spennandi og norðurljósin hafa gríðarlegt aðdráttarafl. Þetta býður augljóslega upp á ný og mikilvæg tækifæri fyrir okkur Íslendinga. Það eru klárlega mjög spennandi tímar framundan í þessum geira. Skemmtiferðaskipin eru mjög mikilvægur þáttur í ört stækkandi ferðaþjónustugeiranum sem var stærsta útflutningsafurð Íslendinga undanfarin tvö ár," segir Jóhann ennfremur.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira