„Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 20:48 Karl Garðarsson spyr hvers vegna hagnaður bankanna skili sér ekki í lagi vöxtum til almennings. Vísir/Valli/Pjetur Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. Hann benti meðal annars á hagnað Arion-banka og Íslandsbanka á seinasta ári sem nam samtals rúmum 50 milljörðum. „Á sama tíma er Arion-banki að bjóða íbúðakaupendum upp á óverðtryggð lán með allt að 8 prósenta ársvöxtum. Hins vegar ef þú ætlar að leggja inn pening, til dæmis á sparisjóðsbók, þá er stór hluti vaxtanna neikvæður, það er fólk tapar á því að leggja pening inn í bankann. Af hverju skilar þessi mikli hagnaður bankanna sér ekki í lægri vöxtum til almennings?“ sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að almenningur og stjórnmálamenn þyrftu að þrýsta á um að bankarnir breyttu um kúrs. Þá benti Karl jafnframt á að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað en það hafi hins vegar ekki skilað sér inn í vaxtatöflu bankanna. „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið sem síðan endurspeglast í þessum miklu hagnaðartölum og það bara gengur ekki til lengdar.“Dæmi um að vaxtahækkanir éti upp leiðréttingu húsnæðislána fólks Þá sagði Karl að á sparistundum sé talað um samfélagslega ábyrgð bankanna en það virðist þá aðallega felast í því að veita styrki til góðgerðarsamtaka. Það sé í sjálfu sér gott en góð staða bankanna skil sér hins vegar ekki til þorra almennings. „Þetta er risavaxið mál fyrir almenning þar sem stórhluti tekna flestra fer í afborganir af lánum til þessara stóru stofnana. Þess vegna skipta vaxtakjörin gríðarlega miklu máli og smá breyting á lánskjörum upp á við þýðir það að það sem lán lækka út af leiðréttingunni, það gengur allt til baka og bankarnir hirða það bara. Ég er bara með dæmi hérna fyrir framan mig, reyndar ekki frá einum þessara þriggja banka, en þar sem viðkomandi lánastofnun ákveður að hækka vexti núna fyrir nokkrum dögum sem þýddi það að fjölmargir sem voru með húsnæðislán hjá viðkomandi aðila þurfa að borga meira heldur en fyrir leiðréttingu í afborganir,“ sagði Karl en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir MP banki hagnast um hálfan milljarð Hagnaður MP banka á síðari árshelmingi 2014 nam 494 milljónum króna samanborið við 159 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi. 25. febrúar 2015 09:56 Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. 24. febrúar 2015 08:58 Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra „Afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. 24. febrúar 2015 19:29 Hagnaðurinn mun dragast saman Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. 25. febrúar 2015 10:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. Hann benti meðal annars á hagnað Arion-banka og Íslandsbanka á seinasta ári sem nam samtals rúmum 50 milljörðum. „Á sama tíma er Arion-banki að bjóða íbúðakaupendum upp á óverðtryggð lán með allt að 8 prósenta ársvöxtum. Hins vegar ef þú ætlar að leggja inn pening, til dæmis á sparisjóðsbók, þá er stór hluti vaxtanna neikvæður, það er fólk tapar á því að leggja pening inn í bankann. Af hverju skilar þessi mikli hagnaður bankanna sér ekki í lægri vöxtum til almennings?“ sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að almenningur og stjórnmálamenn þyrftu að þrýsta á um að bankarnir breyttu um kúrs. Þá benti Karl jafnframt á að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað en það hafi hins vegar ekki skilað sér inn í vaxtatöflu bankanna. „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið sem síðan endurspeglast í þessum miklu hagnaðartölum og það bara gengur ekki til lengdar.“Dæmi um að vaxtahækkanir éti upp leiðréttingu húsnæðislána fólks Þá sagði Karl að á sparistundum sé talað um samfélagslega ábyrgð bankanna en það virðist þá aðallega felast í því að veita styrki til góðgerðarsamtaka. Það sé í sjálfu sér gott en góð staða bankanna skil sér hins vegar ekki til þorra almennings. „Þetta er risavaxið mál fyrir almenning þar sem stórhluti tekna flestra fer í afborganir af lánum til þessara stóru stofnana. Þess vegna skipta vaxtakjörin gríðarlega miklu máli og smá breyting á lánskjörum upp á við þýðir það að það sem lán lækka út af leiðréttingunni, það gengur allt til baka og bankarnir hirða það bara. Ég er bara með dæmi hérna fyrir framan mig, reyndar ekki frá einum þessara þriggja banka, en þar sem viðkomandi lánastofnun ákveður að hækka vexti núna fyrir nokkrum dögum sem þýddi það að fjölmargir sem voru með húsnæðislán hjá viðkomandi aðila þurfa að borga meira heldur en fyrir leiðréttingu í afborganir,“ sagði Karl en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir MP banki hagnast um hálfan milljarð Hagnaður MP banka á síðari árshelmingi 2014 nam 494 milljónum króna samanborið við 159 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi. 25. febrúar 2015 09:56 Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. 24. febrúar 2015 08:58 Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra „Afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. 24. febrúar 2015 19:29 Hagnaðurinn mun dragast saman Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. 25. febrúar 2015 10:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
MP banki hagnast um hálfan milljarð Hagnaður MP banka á síðari árshelmingi 2014 nam 494 milljónum króna samanborið við 159 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi. 25. febrúar 2015 09:56
Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. 24. febrúar 2015 08:58
Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra „Afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. 24. febrúar 2015 19:29
Hagnaðurinn mun dragast saman Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. 25. febrúar 2015 10:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent