Dagur óánægður: Taflan lýgur ekki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2015 14:00 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, er kominn aftur til Berlínar þar sem hann mun stýra Füchse Berlin til loka tímabilsins. Dagur hefur verið þjálfari þýska félagsins síðan 2009 en í sumar, þegar hann var ráðinn landsliðsþjálfari, varð ljóst að núverandi tímabil yrði hans síðasta í þýsku höfuðborginni. Füchse Berlin, sem vann sinn stærsta sigur í sögu félagsins er það varð þýskur bikarmeistari í fyrra, hefur átt erfitt uppdráttar í ár. Leikmannahópurinn hefur orðið fyrir skakkaföllum vegna tíðra meiðsla auk ýmissa mannabreytinga. „Taflan lýgur ekki,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í tilefni þess að liðið spilar sinn fyrsta leik í deildinni í kvöld eftir vetrarfrí. „Við getum ekki verið ánægðir með að vera í tíunda sæti deildarinnar.“ Hann segir að markmiðið sé að komast upp í sæti sem veiti liðinu möguleika á sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili - fimmta eða sjötta sæti - auk þess að komast langt í öðrum keppnum. „Markmið okkar er að komast í tvær „Final Four“-keppnir,“ sagði hann og átti við úrslitahelgarnar í bæði þýsku bikarkeppninni og EHF-bikarkeppninni. Dagur fær tækifæri í kvöld til að byrja síðari hluta keppnistímabilsins á sigri er liðið tekur á móti Minden, sem er í sextánda sæti deildarinnar, á heimavelli sínum í Berlín. Füchse Berlin er enn án hornamannsins Colja Löffler og varnarmannsins Dennis Spoljaric en liðið samdi á dögunum við línumanninn Evgeni Pevnov sem spilaði síðast með liðinu árið 2013. Alls voru átta leikmenn í Füchse Berlin með landsliðum sínum á HM í Katar, þar af tveir í þýska landsliðinu. Annar þeirra, Paul Drux, segir að þó svo að menn séu þreyttir eftir mótið stendur vilji allra til að gera betur. „Hver einasti leikmaður mun gefa 120 prósent,“ sagði Drux. „Við fengum ekki mikinn tíma til að undirbúa okkur en við viljum gera ýmislegt gott gegn Minden.“ Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Maður fær bara kjánahroll Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. 15. desember 2014 07:00 Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49 Refirnir auðveld bráð ljónanna Rhein-Neckar Löwen og Kiel unnu örugga sigra í þýsku úrvalsdeildinni. 14. desember 2014 17:55 Füchse Berlin staðfestir ráðningu Erlings Þýska handknattleiksfélagið Füchse Berlin staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Erlingur Richardsson taki við liðinu næsta sumar. 8. desember 2014 09:14 Bjarki Már samdi við Berlínarrefina Hornamaðurinn öflugi spilar undir stjórn síns gamla læriföður í Berlín næsta vetur. 12. janúar 2015 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, er kominn aftur til Berlínar þar sem hann mun stýra Füchse Berlin til loka tímabilsins. Dagur hefur verið þjálfari þýska félagsins síðan 2009 en í sumar, þegar hann var ráðinn landsliðsþjálfari, varð ljóst að núverandi tímabil yrði hans síðasta í þýsku höfuðborginni. Füchse Berlin, sem vann sinn stærsta sigur í sögu félagsins er það varð þýskur bikarmeistari í fyrra, hefur átt erfitt uppdráttar í ár. Leikmannahópurinn hefur orðið fyrir skakkaföllum vegna tíðra meiðsla auk ýmissa mannabreytinga. „Taflan lýgur ekki,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í tilefni þess að liðið spilar sinn fyrsta leik í deildinni í kvöld eftir vetrarfrí. „Við getum ekki verið ánægðir með að vera í tíunda sæti deildarinnar.“ Hann segir að markmiðið sé að komast upp í sæti sem veiti liðinu möguleika á sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili - fimmta eða sjötta sæti - auk þess að komast langt í öðrum keppnum. „Markmið okkar er að komast í tvær „Final Four“-keppnir,“ sagði hann og átti við úrslitahelgarnar í bæði þýsku bikarkeppninni og EHF-bikarkeppninni. Dagur fær tækifæri í kvöld til að byrja síðari hluta keppnistímabilsins á sigri er liðið tekur á móti Minden, sem er í sextánda sæti deildarinnar, á heimavelli sínum í Berlín. Füchse Berlin er enn án hornamannsins Colja Löffler og varnarmannsins Dennis Spoljaric en liðið samdi á dögunum við línumanninn Evgeni Pevnov sem spilaði síðast með liðinu árið 2013. Alls voru átta leikmenn í Füchse Berlin með landsliðum sínum á HM í Katar, þar af tveir í þýska landsliðinu. Annar þeirra, Paul Drux, segir að þó svo að menn séu þreyttir eftir mótið stendur vilji allra til að gera betur. „Hver einasti leikmaður mun gefa 120 prósent,“ sagði Drux. „Við fengum ekki mikinn tíma til að undirbúa okkur en við viljum gera ýmislegt gott gegn Minden.“
Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Maður fær bara kjánahroll Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. 15. desember 2014 07:00 Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49 Refirnir auðveld bráð ljónanna Rhein-Neckar Löwen og Kiel unnu örugga sigra í þýsku úrvalsdeildinni. 14. desember 2014 17:55 Füchse Berlin staðfestir ráðningu Erlings Þýska handknattleiksfélagið Füchse Berlin staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Erlingur Richardsson taki við liðinu næsta sumar. 8. desember 2014 09:14 Bjarki Már samdi við Berlínarrefina Hornamaðurinn öflugi spilar undir stjórn síns gamla læriföður í Berlín næsta vetur. 12. janúar 2015 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Dagur: Maður fær bara kjánahroll Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. 15. desember 2014 07:00
Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49
Refirnir auðveld bráð ljónanna Rhein-Neckar Löwen og Kiel unnu örugga sigra í þýsku úrvalsdeildinni. 14. desember 2014 17:55
Füchse Berlin staðfestir ráðningu Erlings Þýska handknattleiksfélagið Füchse Berlin staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Erlingur Richardsson taki við liðinu næsta sumar. 8. desember 2014 09:14
Bjarki Már samdi við Berlínarrefina Hornamaðurinn öflugi spilar undir stjórn síns gamla læriföður í Berlín næsta vetur. 12. janúar 2015 13:30