Dagur óánægður: Taflan lýgur ekki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2015 14:00 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, er kominn aftur til Berlínar þar sem hann mun stýra Füchse Berlin til loka tímabilsins. Dagur hefur verið þjálfari þýska félagsins síðan 2009 en í sumar, þegar hann var ráðinn landsliðsþjálfari, varð ljóst að núverandi tímabil yrði hans síðasta í þýsku höfuðborginni. Füchse Berlin, sem vann sinn stærsta sigur í sögu félagsins er það varð þýskur bikarmeistari í fyrra, hefur átt erfitt uppdráttar í ár. Leikmannahópurinn hefur orðið fyrir skakkaföllum vegna tíðra meiðsla auk ýmissa mannabreytinga. „Taflan lýgur ekki,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í tilefni þess að liðið spilar sinn fyrsta leik í deildinni í kvöld eftir vetrarfrí. „Við getum ekki verið ánægðir með að vera í tíunda sæti deildarinnar.“ Hann segir að markmiðið sé að komast upp í sæti sem veiti liðinu möguleika á sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili - fimmta eða sjötta sæti - auk þess að komast langt í öðrum keppnum. „Markmið okkar er að komast í tvær „Final Four“-keppnir,“ sagði hann og átti við úrslitahelgarnar í bæði þýsku bikarkeppninni og EHF-bikarkeppninni. Dagur fær tækifæri í kvöld til að byrja síðari hluta keppnistímabilsins á sigri er liðið tekur á móti Minden, sem er í sextánda sæti deildarinnar, á heimavelli sínum í Berlín. Füchse Berlin er enn án hornamannsins Colja Löffler og varnarmannsins Dennis Spoljaric en liðið samdi á dögunum við línumanninn Evgeni Pevnov sem spilaði síðast með liðinu árið 2013. Alls voru átta leikmenn í Füchse Berlin með landsliðum sínum á HM í Katar, þar af tveir í þýska landsliðinu. Annar þeirra, Paul Drux, segir að þó svo að menn séu þreyttir eftir mótið stendur vilji allra til að gera betur. „Hver einasti leikmaður mun gefa 120 prósent,“ sagði Drux. „Við fengum ekki mikinn tíma til að undirbúa okkur en við viljum gera ýmislegt gott gegn Minden.“ Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Maður fær bara kjánahroll Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. 15. desember 2014 07:00 Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49 Refirnir auðveld bráð ljónanna Rhein-Neckar Löwen og Kiel unnu örugga sigra í þýsku úrvalsdeildinni. 14. desember 2014 17:55 Füchse Berlin staðfestir ráðningu Erlings Þýska handknattleiksfélagið Füchse Berlin staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Erlingur Richardsson taki við liðinu næsta sumar. 8. desember 2014 09:14 Bjarki Már samdi við Berlínarrefina Hornamaðurinn öflugi spilar undir stjórn síns gamla læriföður í Berlín næsta vetur. 12. janúar 2015 13:30 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, er kominn aftur til Berlínar þar sem hann mun stýra Füchse Berlin til loka tímabilsins. Dagur hefur verið þjálfari þýska félagsins síðan 2009 en í sumar, þegar hann var ráðinn landsliðsþjálfari, varð ljóst að núverandi tímabil yrði hans síðasta í þýsku höfuðborginni. Füchse Berlin, sem vann sinn stærsta sigur í sögu félagsins er það varð þýskur bikarmeistari í fyrra, hefur átt erfitt uppdráttar í ár. Leikmannahópurinn hefur orðið fyrir skakkaföllum vegna tíðra meiðsla auk ýmissa mannabreytinga. „Taflan lýgur ekki,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í tilefni þess að liðið spilar sinn fyrsta leik í deildinni í kvöld eftir vetrarfrí. „Við getum ekki verið ánægðir með að vera í tíunda sæti deildarinnar.“ Hann segir að markmiðið sé að komast upp í sæti sem veiti liðinu möguleika á sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili - fimmta eða sjötta sæti - auk þess að komast langt í öðrum keppnum. „Markmið okkar er að komast í tvær „Final Four“-keppnir,“ sagði hann og átti við úrslitahelgarnar í bæði þýsku bikarkeppninni og EHF-bikarkeppninni. Dagur fær tækifæri í kvöld til að byrja síðari hluta keppnistímabilsins á sigri er liðið tekur á móti Minden, sem er í sextánda sæti deildarinnar, á heimavelli sínum í Berlín. Füchse Berlin er enn án hornamannsins Colja Löffler og varnarmannsins Dennis Spoljaric en liðið samdi á dögunum við línumanninn Evgeni Pevnov sem spilaði síðast með liðinu árið 2013. Alls voru átta leikmenn í Füchse Berlin með landsliðum sínum á HM í Katar, þar af tveir í þýska landsliðinu. Annar þeirra, Paul Drux, segir að þó svo að menn séu þreyttir eftir mótið stendur vilji allra til að gera betur. „Hver einasti leikmaður mun gefa 120 prósent,“ sagði Drux. „Við fengum ekki mikinn tíma til að undirbúa okkur en við viljum gera ýmislegt gott gegn Minden.“
Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Maður fær bara kjánahroll Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. 15. desember 2014 07:00 Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49 Refirnir auðveld bráð ljónanna Rhein-Neckar Löwen og Kiel unnu örugga sigra í þýsku úrvalsdeildinni. 14. desember 2014 17:55 Füchse Berlin staðfestir ráðningu Erlings Þýska handknattleiksfélagið Füchse Berlin staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Erlingur Richardsson taki við liðinu næsta sumar. 8. desember 2014 09:14 Bjarki Már samdi við Berlínarrefina Hornamaðurinn öflugi spilar undir stjórn síns gamla læriföður í Berlín næsta vetur. 12. janúar 2015 13:30 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Dagur: Maður fær bara kjánahroll Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. 15. desember 2014 07:00
Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49
Refirnir auðveld bráð ljónanna Rhein-Neckar Löwen og Kiel unnu örugga sigra í þýsku úrvalsdeildinni. 14. desember 2014 17:55
Füchse Berlin staðfestir ráðningu Erlings Þýska handknattleiksfélagið Füchse Berlin staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Erlingur Richardsson taki við liðinu næsta sumar. 8. desember 2014 09:14
Bjarki Már samdi við Berlínarrefina Hornamaðurinn öflugi spilar undir stjórn síns gamla læriföður í Berlín næsta vetur. 12. janúar 2015 13:30