Dagur óánægður: Taflan lýgur ekki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2015 14:00 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, er kominn aftur til Berlínar þar sem hann mun stýra Füchse Berlin til loka tímabilsins. Dagur hefur verið þjálfari þýska félagsins síðan 2009 en í sumar, þegar hann var ráðinn landsliðsþjálfari, varð ljóst að núverandi tímabil yrði hans síðasta í þýsku höfuðborginni. Füchse Berlin, sem vann sinn stærsta sigur í sögu félagsins er það varð þýskur bikarmeistari í fyrra, hefur átt erfitt uppdráttar í ár. Leikmannahópurinn hefur orðið fyrir skakkaföllum vegna tíðra meiðsla auk ýmissa mannabreytinga. „Taflan lýgur ekki,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í tilefni þess að liðið spilar sinn fyrsta leik í deildinni í kvöld eftir vetrarfrí. „Við getum ekki verið ánægðir með að vera í tíunda sæti deildarinnar.“ Hann segir að markmiðið sé að komast upp í sæti sem veiti liðinu möguleika á sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili - fimmta eða sjötta sæti - auk þess að komast langt í öðrum keppnum. „Markmið okkar er að komast í tvær „Final Four“-keppnir,“ sagði hann og átti við úrslitahelgarnar í bæði þýsku bikarkeppninni og EHF-bikarkeppninni. Dagur fær tækifæri í kvöld til að byrja síðari hluta keppnistímabilsins á sigri er liðið tekur á móti Minden, sem er í sextánda sæti deildarinnar, á heimavelli sínum í Berlín. Füchse Berlin er enn án hornamannsins Colja Löffler og varnarmannsins Dennis Spoljaric en liðið samdi á dögunum við línumanninn Evgeni Pevnov sem spilaði síðast með liðinu árið 2013. Alls voru átta leikmenn í Füchse Berlin með landsliðum sínum á HM í Katar, þar af tveir í þýska landsliðinu. Annar þeirra, Paul Drux, segir að þó svo að menn séu þreyttir eftir mótið stendur vilji allra til að gera betur. „Hver einasti leikmaður mun gefa 120 prósent,“ sagði Drux. „Við fengum ekki mikinn tíma til að undirbúa okkur en við viljum gera ýmislegt gott gegn Minden.“ Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Maður fær bara kjánahroll Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. 15. desember 2014 07:00 Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49 Refirnir auðveld bráð ljónanna Rhein-Neckar Löwen og Kiel unnu örugga sigra í þýsku úrvalsdeildinni. 14. desember 2014 17:55 Füchse Berlin staðfestir ráðningu Erlings Þýska handknattleiksfélagið Füchse Berlin staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Erlingur Richardsson taki við liðinu næsta sumar. 8. desember 2014 09:14 Bjarki Már samdi við Berlínarrefina Hornamaðurinn öflugi spilar undir stjórn síns gamla læriföður í Berlín næsta vetur. 12. janúar 2015 13:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, er kominn aftur til Berlínar þar sem hann mun stýra Füchse Berlin til loka tímabilsins. Dagur hefur verið þjálfari þýska félagsins síðan 2009 en í sumar, þegar hann var ráðinn landsliðsþjálfari, varð ljóst að núverandi tímabil yrði hans síðasta í þýsku höfuðborginni. Füchse Berlin, sem vann sinn stærsta sigur í sögu félagsins er það varð þýskur bikarmeistari í fyrra, hefur átt erfitt uppdráttar í ár. Leikmannahópurinn hefur orðið fyrir skakkaföllum vegna tíðra meiðsla auk ýmissa mannabreytinga. „Taflan lýgur ekki,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í tilefni þess að liðið spilar sinn fyrsta leik í deildinni í kvöld eftir vetrarfrí. „Við getum ekki verið ánægðir með að vera í tíunda sæti deildarinnar.“ Hann segir að markmiðið sé að komast upp í sæti sem veiti liðinu möguleika á sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili - fimmta eða sjötta sæti - auk þess að komast langt í öðrum keppnum. „Markmið okkar er að komast í tvær „Final Four“-keppnir,“ sagði hann og átti við úrslitahelgarnar í bæði þýsku bikarkeppninni og EHF-bikarkeppninni. Dagur fær tækifæri í kvöld til að byrja síðari hluta keppnistímabilsins á sigri er liðið tekur á móti Minden, sem er í sextánda sæti deildarinnar, á heimavelli sínum í Berlín. Füchse Berlin er enn án hornamannsins Colja Löffler og varnarmannsins Dennis Spoljaric en liðið samdi á dögunum við línumanninn Evgeni Pevnov sem spilaði síðast með liðinu árið 2013. Alls voru átta leikmenn í Füchse Berlin með landsliðum sínum á HM í Katar, þar af tveir í þýska landsliðinu. Annar þeirra, Paul Drux, segir að þó svo að menn séu þreyttir eftir mótið stendur vilji allra til að gera betur. „Hver einasti leikmaður mun gefa 120 prósent,“ sagði Drux. „Við fengum ekki mikinn tíma til að undirbúa okkur en við viljum gera ýmislegt gott gegn Minden.“
Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Maður fær bara kjánahroll Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. 15. desember 2014 07:00 Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49 Refirnir auðveld bráð ljónanna Rhein-Neckar Löwen og Kiel unnu örugga sigra í þýsku úrvalsdeildinni. 14. desember 2014 17:55 Füchse Berlin staðfestir ráðningu Erlings Þýska handknattleiksfélagið Füchse Berlin staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Erlingur Richardsson taki við liðinu næsta sumar. 8. desember 2014 09:14 Bjarki Már samdi við Berlínarrefina Hornamaðurinn öflugi spilar undir stjórn síns gamla læriföður í Berlín næsta vetur. 12. janúar 2015 13:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Dagur: Maður fær bara kjánahroll Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. 15. desember 2014 07:00
Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49
Refirnir auðveld bráð ljónanna Rhein-Neckar Löwen og Kiel unnu örugga sigra í þýsku úrvalsdeildinni. 14. desember 2014 17:55
Füchse Berlin staðfestir ráðningu Erlings Þýska handknattleiksfélagið Füchse Berlin staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Erlingur Richardsson taki við liðinu næsta sumar. 8. desember 2014 09:14
Bjarki Már samdi við Berlínarrefina Hornamaðurinn öflugi spilar undir stjórn síns gamla læriföður í Berlín næsta vetur. 12. janúar 2015 13:30