Viðskipti innlent

Segir dómara í Al-Thani málinu hafi komist að niðurstöðu fyrir fram

ingvar haraldsson skrifar
Ólafur Ólafsson var næst stærsti  hluthafi Kaupþings þegar bankinn féll árið 2008.
Ólafur Ólafsson var næst stærsti hluthafi Kaupþings þegar bankinn féll árið 2008. vísir/vilhelm
Ólafur Ólafsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir að dómarar í Hæstarétti Íslands hafi verið búnir að ákveða niðurstöðu málsins fyrir fram í samtali við Reuters. Ólafur fékk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í málinu.

Ólafur var einnig harðorður í garð íslenskra stjórnmálamanna. Hann sakaði þá um að leggja áherslu á að rannsaka bankamenn til þess að draga athygli frá mistökum þeirra sjálfra.

„Ísland er mjög lítið land... Veggirnir milli stjórnmálamanna og embættismanna eru oft mjög þunnir,“ sagði Ólafur og bætti við:

„Stjórnmálamennirnir ákváðu að leggja áherslu á bankakerfið, í stað þess að skoða hvað fór úrskeiðis í hagkerfinu, sem var á þeirra ábyrgð.“

Ólafur sem er búsettur í Sviss, segir að hann muni koma til Íslands þegar afplánun dómsins hefst. „Það er aldrei gott að stinga höfðinu í sandinn,“ sagði hann.



Sjá einnig: „Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka“

Ólafur hefur þegar gefið út að hann muni skjóta málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu.


Tengdar fréttir

„Það er ekki til peningur fyrir þessu“

Stjórnendur Kaupþings töldu að framtíð bankans væri að veði þegar gengið var frá fléttu um kaup sjeiksins Al-Thani á hlutabréfum í bankanum. Þetta kemur fram í tölvubréfum og endurritum af hljóðrituðum símtölum sem lesa má um í ítarlegum dómi Hæstaréttar í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×