Kröfu Datacell og SPP um gjaldþrot Valitor hafnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2015 09:56 Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, og Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í morgun kröfu Datacell og Sunshine Press Productions á hendur Valitor um gjaldþrotaskipti. Krafan var sett fram vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem fyrirtækin tvö mátu á tíu milljarða króna. Forsögu málsins má rekja til október 2010 þegar gengið var frá samningi um að fyrirtækið DataCell myndi sjá um rekstur greiðslugáttar fyrir Sunshine Press Production, rekstraraðila uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, til að taka á móti styrktargreiðslum frá velunnurum Wikileaks. Valitor lokaði greiðslugáttinni 8. júlí 2011 án fyrirvara eftir að styrktargreiðslur fyrir Wikileaks tóku að flæða inn í gáttina. Í tilkynningu frá Valitor segir að um fráleita kröfu hafi verið að ræða í ljósi þess að samkvæmt ársreikningum hafi Datacell og SSP ekki haft neinar tekjur undanfarin ár. „Það sætir því undrun að félög, sem aldrei hafa haft tekjur, geti orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ segir í tilkynningunni.Kröfugerðin sé farsakennd Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að styrkirnir sem fyrirtækin tvö söfnuðu hefðu ekki borist fyrr en síðar. Því hefðu engar upphæðir verið að finna í ársreikningum. „Þessir litlu fjármunir sem komu þarna inn, þessa fáu klukkutíma sem Valitor leyfði þessu að vera opið áður en þeir skelltu í lás með ólögmætum hætti eins og Hæstiréttur komst að fyrir tæpum tveimur árum, var ekkert skilað inn í Wikileaks fyrr en löngu síðar. Var þá bara á vörslureikningi,“ sagði Kristinn. Hann furðaði sig á framgöngu Valitors og lögmanns fyrirtækisins. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að semja um sanngjarnar bætur fyrir það tjón sem Valitor olli Wikileaks „Valitor lítur það mjög alvarlegum augum að fyrirtæki á borð við Datacell og SPP, komist upp með að nýta sér nýtilkomna glufu í íslenskum lögum til að leggja fram gjaldþrotskröfu, sem er algerlega órökstudd og í engu samræmi við tilefnið. Farsakennd kröfugerð af þessu tagi á hvorki heima í íslensku dómskerfi né íslensku viðskiptaumhverfi,“ segir í tilkynningunni frá Valitor. Tengdar fréttir Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18 Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í morgun kröfu Datacell og Sunshine Press Productions á hendur Valitor um gjaldþrotaskipti. Krafan var sett fram vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem fyrirtækin tvö mátu á tíu milljarða króna. Forsögu málsins má rekja til október 2010 þegar gengið var frá samningi um að fyrirtækið DataCell myndi sjá um rekstur greiðslugáttar fyrir Sunshine Press Production, rekstraraðila uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, til að taka á móti styrktargreiðslum frá velunnurum Wikileaks. Valitor lokaði greiðslugáttinni 8. júlí 2011 án fyrirvara eftir að styrktargreiðslur fyrir Wikileaks tóku að flæða inn í gáttina. Í tilkynningu frá Valitor segir að um fráleita kröfu hafi verið að ræða í ljósi þess að samkvæmt ársreikningum hafi Datacell og SSP ekki haft neinar tekjur undanfarin ár. „Það sætir því undrun að félög, sem aldrei hafa haft tekjur, geti orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ segir í tilkynningunni.Kröfugerðin sé farsakennd Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að styrkirnir sem fyrirtækin tvö söfnuðu hefðu ekki borist fyrr en síðar. Því hefðu engar upphæðir verið að finna í ársreikningum. „Þessir litlu fjármunir sem komu þarna inn, þessa fáu klukkutíma sem Valitor leyfði þessu að vera opið áður en þeir skelltu í lás með ólögmætum hætti eins og Hæstiréttur komst að fyrir tæpum tveimur árum, var ekkert skilað inn í Wikileaks fyrr en löngu síðar. Var þá bara á vörslureikningi,“ sagði Kristinn. Hann furðaði sig á framgöngu Valitors og lögmanns fyrirtækisins. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að semja um sanngjarnar bætur fyrir það tjón sem Valitor olli Wikileaks „Valitor lítur það mjög alvarlegum augum að fyrirtæki á borð við Datacell og SPP, komist upp með að nýta sér nýtilkomna glufu í íslenskum lögum til að leggja fram gjaldþrotskröfu, sem er algerlega órökstudd og í engu samræmi við tilefnið. Farsakennd kröfugerð af þessu tagi á hvorki heima í íslensku dómskerfi né íslensku viðskiptaumhverfi,“ segir í tilkynningunni frá Valitor.
Tengdar fréttir Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18 Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18
Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04