Kröfu Datacell og SPP um gjaldþrot Valitor hafnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2015 09:56 Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, og Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í morgun kröfu Datacell og Sunshine Press Productions á hendur Valitor um gjaldþrotaskipti. Krafan var sett fram vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem fyrirtækin tvö mátu á tíu milljarða króna. Forsögu málsins má rekja til október 2010 þegar gengið var frá samningi um að fyrirtækið DataCell myndi sjá um rekstur greiðslugáttar fyrir Sunshine Press Production, rekstraraðila uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, til að taka á móti styrktargreiðslum frá velunnurum Wikileaks. Valitor lokaði greiðslugáttinni 8. júlí 2011 án fyrirvara eftir að styrktargreiðslur fyrir Wikileaks tóku að flæða inn í gáttina. Í tilkynningu frá Valitor segir að um fráleita kröfu hafi verið að ræða í ljósi þess að samkvæmt ársreikningum hafi Datacell og SSP ekki haft neinar tekjur undanfarin ár. „Það sætir því undrun að félög, sem aldrei hafa haft tekjur, geti orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ segir í tilkynningunni.Kröfugerðin sé farsakennd Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að styrkirnir sem fyrirtækin tvö söfnuðu hefðu ekki borist fyrr en síðar. Því hefðu engar upphæðir verið að finna í ársreikningum. „Þessir litlu fjármunir sem komu þarna inn, þessa fáu klukkutíma sem Valitor leyfði þessu að vera opið áður en þeir skelltu í lás með ólögmætum hætti eins og Hæstiréttur komst að fyrir tæpum tveimur árum, var ekkert skilað inn í Wikileaks fyrr en löngu síðar. Var þá bara á vörslureikningi,“ sagði Kristinn. Hann furðaði sig á framgöngu Valitors og lögmanns fyrirtækisins. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að semja um sanngjarnar bætur fyrir það tjón sem Valitor olli Wikileaks „Valitor lítur það mjög alvarlegum augum að fyrirtæki á borð við Datacell og SPP, komist upp með að nýta sér nýtilkomna glufu í íslenskum lögum til að leggja fram gjaldþrotskröfu, sem er algerlega órökstudd og í engu samræmi við tilefnið. Farsakennd kröfugerð af þessu tagi á hvorki heima í íslensku dómskerfi né íslensku viðskiptaumhverfi,“ segir í tilkynningunni frá Valitor. Tengdar fréttir Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18 Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í morgun kröfu Datacell og Sunshine Press Productions á hendur Valitor um gjaldþrotaskipti. Krafan var sett fram vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem fyrirtækin tvö mátu á tíu milljarða króna. Forsögu málsins má rekja til október 2010 þegar gengið var frá samningi um að fyrirtækið DataCell myndi sjá um rekstur greiðslugáttar fyrir Sunshine Press Production, rekstraraðila uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, til að taka á móti styrktargreiðslum frá velunnurum Wikileaks. Valitor lokaði greiðslugáttinni 8. júlí 2011 án fyrirvara eftir að styrktargreiðslur fyrir Wikileaks tóku að flæða inn í gáttina. Í tilkynningu frá Valitor segir að um fráleita kröfu hafi verið að ræða í ljósi þess að samkvæmt ársreikningum hafi Datacell og SSP ekki haft neinar tekjur undanfarin ár. „Það sætir því undrun að félög, sem aldrei hafa haft tekjur, geti orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ segir í tilkynningunni.Kröfugerðin sé farsakennd Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að styrkirnir sem fyrirtækin tvö söfnuðu hefðu ekki borist fyrr en síðar. Því hefðu engar upphæðir verið að finna í ársreikningum. „Þessir litlu fjármunir sem komu þarna inn, þessa fáu klukkutíma sem Valitor leyfði þessu að vera opið áður en þeir skelltu í lás með ólögmætum hætti eins og Hæstiréttur komst að fyrir tæpum tveimur árum, var ekkert skilað inn í Wikileaks fyrr en löngu síðar. Var þá bara á vörslureikningi,“ sagði Kristinn. Hann furðaði sig á framgöngu Valitors og lögmanns fyrirtækisins. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að semja um sanngjarnar bætur fyrir það tjón sem Valitor olli Wikileaks „Valitor lítur það mjög alvarlegum augum að fyrirtæki á borð við Datacell og SPP, komist upp með að nýta sér nýtilkomna glufu í íslenskum lögum til að leggja fram gjaldþrotskröfu, sem er algerlega órökstudd og í engu samræmi við tilefnið. Farsakennd kröfugerð af þessu tagi á hvorki heima í íslensku dómskerfi né íslensku viðskiptaumhverfi,“ segir í tilkynningunni frá Valitor.
Tengdar fréttir Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18 Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18
Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04