Kröfu Datacell og SPP um gjaldþrot Valitor hafnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2015 09:56 Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, og Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í morgun kröfu Datacell og Sunshine Press Productions á hendur Valitor um gjaldþrotaskipti. Krafan var sett fram vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem fyrirtækin tvö mátu á tíu milljarða króna. Forsögu málsins má rekja til október 2010 þegar gengið var frá samningi um að fyrirtækið DataCell myndi sjá um rekstur greiðslugáttar fyrir Sunshine Press Production, rekstraraðila uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, til að taka á móti styrktargreiðslum frá velunnurum Wikileaks. Valitor lokaði greiðslugáttinni 8. júlí 2011 án fyrirvara eftir að styrktargreiðslur fyrir Wikileaks tóku að flæða inn í gáttina. Í tilkynningu frá Valitor segir að um fráleita kröfu hafi verið að ræða í ljósi þess að samkvæmt ársreikningum hafi Datacell og SSP ekki haft neinar tekjur undanfarin ár. „Það sætir því undrun að félög, sem aldrei hafa haft tekjur, geti orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ segir í tilkynningunni.Kröfugerðin sé farsakennd Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að styrkirnir sem fyrirtækin tvö söfnuðu hefðu ekki borist fyrr en síðar. Því hefðu engar upphæðir verið að finna í ársreikningum. „Þessir litlu fjármunir sem komu þarna inn, þessa fáu klukkutíma sem Valitor leyfði þessu að vera opið áður en þeir skelltu í lás með ólögmætum hætti eins og Hæstiréttur komst að fyrir tæpum tveimur árum, var ekkert skilað inn í Wikileaks fyrr en löngu síðar. Var þá bara á vörslureikningi,“ sagði Kristinn. Hann furðaði sig á framgöngu Valitors og lögmanns fyrirtækisins. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að semja um sanngjarnar bætur fyrir það tjón sem Valitor olli Wikileaks „Valitor lítur það mjög alvarlegum augum að fyrirtæki á borð við Datacell og SPP, komist upp með að nýta sér nýtilkomna glufu í íslenskum lögum til að leggja fram gjaldþrotskröfu, sem er algerlega órökstudd og í engu samræmi við tilefnið. Farsakennd kröfugerð af þessu tagi á hvorki heima í íslensku dómskerfi né íslensku viðskiptaumhverfi,“ segir í tilkynningunni frá Valitor. Tengdar fréttir Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18 Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í morgun kröfu Datacell og Sunshine Press Productions á hendur Valitor um gjaldþrotaskipti. Krafan var sett fram vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem fyrirtækin tvö mátu á tíu milljarða króna. Forsögu málsins má rekja til október 2010 þegar gengið var frá samningi um að fyrirtækið DataCell myndi sjá um rekstur greiðslugáttar fyrir Sunshine Press Production, rekstraraðila uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, til að taka á móti styrktargreiðslum frá velunnurum Wikileaks. Valitor lokaði greiðslugáttinni 8. júlí 2011 án fyrirvara eftir að styrktargreiðslur fyrir Wikileaks tóku að flæða inn í gáttina. Í tilkynningu frá Valitor segir að um fráleita kröfu hafi verið að ræða í ljósi þess að samkvæmt ársreikningum hafi Datacell og SSP ekki haft neinar tekjur undanfarin ár. „Það sætir því undrun að félög, sem aldrei hafa haft tekjur, geti orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ segir í tilkynningunni.Kröfugerðin sé farsakennd Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að styrkirnir sem fyrirtækin tvö söfnuðu hefðu ekki borist fyrr en síðar. Því hefðu engar upphæðir verið að finna í ársreikningum. „Þessir litlu fjármunir sem komu þarna inn, þessa fáu klukkutíma sem Valitor leyfði þessu að vera opið áður en þeir skelltu í lás með ólögmætum hætti eins og Hæstiréttur komst að fyrir tæpum tveimur árum, var ekkert skilað inn í Wikileaks fyrr en löngu síðar. Var þá bara á vörslureikningi,“ sagði Kristinn. Hann furðaði sig á framgöngu Valitors og lögmanns fyrirtækisins. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að semja um sanngjarnar bætur fyrir það tjón sem Valitor olli Wikileaks „Valitor lítur það mjög alvarlegum augum að fyrirtæki á borð við Datacell og SPP, komist upp með að nýta sér nýtilkomna glufu í íslenskum lögum til að leggja fram gjaldþrotskröfu, sem er algerlega órökstudd og í engu samræmi við tilefnið. Farsakennd kröfugerð af þessu tagi á hvorki heima í íslensku dómskerfi né íslensku viðskiptaumhverfi,“ segir í tilkynningunni frá Valitor.
Tengdar fréttir Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18 Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18
Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04