Viðskipti innlent

Bilun kom upp í greiðslukerfi Borgunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bilun kom upp í greiðslukerfum Borgunar í morgun, fimmtudaginn 5. febrúar,  sem olli truflun á greiðslukortaþjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun. Samkvæmt heimildum Vísis varði bilunin í um það bil 25 mínútur

Gagnvart viðskiptavinum lýsti vandinn sér þannig að svör fengust ekki við heimildabeiðnum í posum verslana og fyrirtækja.

Í tilkynningunni biður Borgun korthafa og seljendur velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×