Kláraði stúdentinn á einu ári eftir 15 ára pásu: „Fjarlægur draumur að skella sér í háskóla“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2015 10:21 Svanur ætlar sér í framhaldinu að sækja um í HR. vísir/stefán „Ég hafði í tvígang farið á Háskóladaginn en vandamálið var að ég var ekki með stúdentspróf,“ segir Svanur Þór Smárason, sem útskrifaðist úr Keili 16. janúar en hann er 36 ára gamall. Svanur hafði þá ekki verið í skóla í 15 ár. Hann kláraði stúdentsprófið á einu ári, gagngert til að komast sem fyrst í háskóla. „Ég var alltaf að skoða eitthvað nám sem ég komst ekki í og því var frábært fyrir mig að komast í skóla þar sem ég gat klárað stúdentinn á einu ári,“ segir Svanur sem vann fulla vinnu samhliða náminu. „Þetta var rosalega erfitt skref og ég man eftir fyrsta deginum eins og hann hefði gerst í gær. Þarna eru flest allir í eldri kantinum og allir með sama markmið, að ætla sér að klára þetta nám.“ Svanur hafði vissulega áhyggjur áður en hann byrjaði í skólanum. „Ég hafði ekkert lagt neitt sérstaklega mikið á mig í skóla áður og alltaf var markmiðið að rétt slefa í gegn. Þarna smitast áhugasemi kennara til manns og það hefur gríðarlega mikið að segja. Það er mikið aðhald og vel haldið utan um nemendur.“ Svanur segir að sjálfstraustið hafi aukist til muna þegar leið á skólaárið. „Ég kom sjálfum mér á óvart á þessum tíma og ég mæli hiklaust með þessu, ég mæli í raun með að allir fari í nám. Ég kunni ekkert að læra og ekkert að glósa en þarna er svo mikill samhugur og hópurinn vinnur saman.“ Næsta skref hjá Svani er að sækja um í háskóla. „Mig langar að fara í Háskólann í Reykjavík í tölvunarfræði og vonandi verður maður orðinn tölvunarfræðingur eftir þrjú ár. Fyrir nokkrum árum var það bara fjarlægur draumur að skella sér í háskóla.“ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira
„Ég hafði í tvígang farið á Háskóladaginn en vandamálið var að ég var ekki með stúdentspróf,“ segir Svanur Þór Smárason, sem útskrifaðist úr Keili 16. janúar en hann er 36 ára gamall. Svanur hafði þá ekki verið í skóla í 15 ár. Hann kláraði stúdentsprófið á einu ári, gagngert til að komast sem fyrst í háskóla. „Ég var alltaf að skoða eitthvað nám sem ég komst ekki í og því var frábært fyrir mig að komast í skóla þar sem ég gat klárað stúdentinn á einu ári,“ segir Svanur sem vann fulla vinnu samhliða náminu. „Þetta var rosalega erfitt skref og ég man eftir fyrsta deginum eins og hann hefði gerst í gær. Þarna eru flest allir í eldri kantinum og allir með sama markmið, að ætla sér að klára þetta nám.“ Svanur hafði vissulega áhyggjur áður en hann byrjaði í skólanum. „Ég hafði ekkert lagt neitt sérstaklega mikið á mig í skóla áður og alltaf var markmiðið að rétt slefa í gegn. Þarna smitast áhugasemi kennara til manns og það hefur gríðarlega mikið að segja. Það er mikið aðhald og vel haldið utan um nemendur.“ Svanur segir að sjálfstraustið hafi aukist til muna þegar leið á skólaárið. „Ég kom sjálfum mér á óvart á þessum tíma og ég mæli hiklaust með þessu, ég mæli í raun með að allir fari í nám. Ég kunni ekkert að læra og ekkert að glósa en þarna er svo mikill samhugur og hópurinn vinnur saman.“ Næsta skref hjá Svani er að sækja um í háskóla. „Mig langar að fara í Háskólann í Reykjavík í tölvunarfræði og vonandi verður maður orðinn tölvunarfræðingur eftir þrjú ár. Fyrir nokkrum árum var það bara fjarlægur draumur að skella sér í háskóla.“
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira