Guðjón Valur: Þurfum að nýta okkur það að Tékkar eru svolítið brotnir Arnar Björnsson í Katar skrifar 21. janúar 2015 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Eva Björk Þeir voru þreyttir en kátir „strákarnir okkar“ þegar blaðamenn hittu þá á Intercontinental hótelinu í morgun. Fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, var mættur fyrstur í morgunmatinn eins og oft áður, nokkuð glaður með jafnteflið við Frakka í gærkvöldi. „Við tökum það jákvæða úr leiknum. Þetta voru okkar bestu 60 mínútur í mótinu og eitthvað til að byggja á. Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn þó svo að við höfum átt möguleika á meiru en við vorum komnir undir í lokin. Við tökum þessu stigi og horfum fram á veginn," sagði Guðjón Valur. Næstu mótherjar verða Tékkar sem geta skákað Íslendingum með því að vinna báða sína leiki og komist í 16 liða úrslit. Þeir eiga Alsír eftir en Íslendingar mæta Egyptum í lokaumferðinni. „Við getum líka með því að vinna leikinn tryggt okkur áfram og sett þá út úr mótinu. Þetta verður hörkuleikur. Þeir áttu ekki góðan leik á móti Svíum en hafa tapað hinum tveimur leikjunum með litlum mun. Þeir eru með gott lið og eru að fá sinn besta mann Filip Jicha aftur inn í liðið. Tékkar eru með hávaxið lið sem oft er erfitt við að eiga fyrir okkur í vörninni. Þeir verða auðveldari ef við náum að hreyfa þá eitthvað og fá hraðaupphlaupin á þá. Þeir eru svolítið brotnir eftir þrjá tapleiki og við þurfum að nýta okkur það á morgun. Við setjum þetta upp sem úrslitaleik fyrir okkur. Það eru tvö lið sem mætast á morgun og undirbúa sig á mismunandi hátt og við sjáum bara hvort liðið gerir það betur á morgun," sagði Guðjón Valur. Hver er munurinn á Frökkum og Tékkum? „Frakkarnir eru betri, það er einfaldlega þannig. Þeir eru með meiri reynslu og betri handboltamenn en Tékkarnir eru klárlega með samkeppnishæft lið enda sér maður það á leik þeirra við Frakka sem við erum búnir að skoða. Þeir eru með gott lið en hafa verið í erfiðleikum og við þurfum að leggja fyrir þá svolítið erfitt verkefni á morgun þannig að þeir nái ekki að vinna sig úr þeim erfiðleikjum sem þeir eru í," segir Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til Filip Jicha sem missti af tveimur fyrstu leikjunum vegna veikinda. Jicha hefur tapað nokkrum kílóum í veikindum sínum en hann skoraði 4 mörk úr 7 skotum í þriggja marka tapi Tékka gegn Egyptum. „Hann er náttúrulega þeirra allra mikilvægasti leikmaður og stjórnar þeirra sóknarleik, frábær skytta og skynsamur og klókur líka. Hann er klárlega þeirra aðalvopn. Tékkar eru líka með Pavel Horak sem er gríðarlega vinnusamur og erfitt að stoppa, maður á mann, stórt og mikið flykki. En það eru meira einstaklingar hjá þeim sem eru hættulegir frekar en liðsheildin sem hefur verið aðall þeirra hingað til," segir Guðjón Valur. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira
Þeir voru þreyttir en kátir „strákarnir okkar“ þegar blaðamenn hittu þá á Intercontinental hótelinu í morgun. Fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, var mættur fyrstur í morgunmatinn eins og oft áður, nokkuð glaður með jafnteflið við Frakka í gærkvöldi. „Við tökum það jákvæða úr leiknum. Þetta voru okkar bestu 60 mínútur í mótinu og eitthvað til að byggja á. Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn þó svo að við höfum átt möguleika á meiru en við vorum komnir undir í lokin. Við tökum þessu stigi og horfum fram á veginn," sagði Guðjón Valur. Næstu mótherjar verða Tékkar sem geta skákað Íslendingum með því að vinna báða sína leiki og komist í 16 liða úrslit. Þeir eiga Alsír eftir en Íslendingar mæta Egyptum í lokaumferðinni. „Við getum líka með því að vinna leikinn tryggt okkur áfram og sett þá út úr mótinu. Þetta verður hörkuleikur. Þeir áttu ekki góðan leik á móti Svíum en hafa tapað hinum tveimur leikjunum með litlum mun. Þeir eru með gott lið og eru að fá sinn besta mann Filip Jicha aftur inn í liðið. Tékkar eru með hávaxið lið sem oft er erfitt við að eiga fyrir okkur í vörninni. Þeir verða auðveldari ef við náum að hreyfa þá eitthvað og fá hraðaupphlaupin á þá. Þeir eru svolítið brotnir eftir þrjá tapleiki og við þurfum að nýta okkur það á morgun. Við setjum þetta upp sem úrslitaleik fyrir okkur. Það eru tvö lið sem mætast á morgun og undirbúa sig á mismunandi hátt og við sjáum bara hvort liðið gerir það betur á morgun," sagði Guðjón Valur. Hver er munurinn á Frökkum og Tékkum? „Frakkarnir eru betri, það er einfaldlega þannig. Þeir eru með meiri reynslu og betri handboltamenn en Tékkarnir eru klárlega með samkeppnishæft lið enda sér maður það á leik þeirra við Frakka sem við erum búnir að skoða. Þeir eru með gott lið en hafa verið í erfiðleikum og við þurfum að leggja fyrir þá svolítið erfitt verkefni á morgun þannig að þeir nái ekki að vinna sig úr þeim erfiðleikjum sem þeir eru í," segir Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til Filip Jicha sem missti af tveimur fyrstu leikjunum vegna veikinda. Jicha hefur tapað nokkrum kílóum í veikindum sínum en hann skoraði 4 mörk úr 7 skotum í þriggja marka tapi Tékka gegn Egyptum. „Hann er náttúrulega þeirra allra mikilvægasti leikmaður og stjórnar þeirra sóknarleik, frábær skytta og skynsamur og klókur líka. Hann er klárlega þeirra aðalvopn. Tékkar eru líka með Pavel Horak sem er gríðarlega vinnusamur og erfitt að stoppa, maður á mann, stórt og mikið flykki. En það eru meira einstaklingar hjá þeim sem eru hættulegir frekar en liðsheildin sem hefur verið aðall þeirra hingað til," segir Guðjón Valur. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira