Ásgeir Örn: Veit ekki hvernig gömlu mennirnir fara að þessu Arnar Björnsson í Katar skrifar 22. janúar 2015 11:30 Ásgeir Örn var góður gegn Frakklandi. vísir/eva björk Ásgeir Örn Hallgrímsson átti mjög góðan leik gegn Frökkum, skoraði 5 mörk úr 7 skotum. Guðjón Guðmundsson handboltavísindamaður og fréttamaður á Stöð 2 gaf honum 5 í einkunn á Vísi og sagði í umfjöllun sinni að hann hefði spilað frábærlega, sterkur í vörninni og hnökralítill í sóknarleiknum. Hvernig leggst Tékkaleikurinn í hann? „Bara mjög vel núna erum við komnir í gírinn og ég hlakka mikið til að spila leikinn. Svona mót eru alltaf apasálfræði, maður þarf að hugsa um að næsti leikur sé sá mikilvægasti. Við þurfum að mæta í hann eins vel stemdir og í gær, þá vinnum við leikinn á morgun. Tékkarnir eru kannski ekkert ósvipaðir Frökkunum, stórir og þungir og spila frekar hægan sóknarleik og flatar varnir. Ég held að þetta snúist um að við séum vel stemdir og að hausinn á okkur sé rétt skrúfaður á“. Landsliðsmennirnir voru nokkuð þreytulegir í morgun enda erfiður leikur að baki og þar sem leikurinn byrjaði kl. 21 að staðartíma voru þeir ekki komnir í rúmið fyrr en seint í gærkvöldi. „Maður er orðin svolítið þreyttur enda leikurinn spilaður seint og við vorum svolítið lúnir í morgun en ætlum að fara að leggja okkur aftur. Þetta er mjög lýjandi, það er spilað svo seint. Það hjálpar okkur að það er spilað annan hvern dag sem reyndar hjálpar okkur mikið en nú finnur maður fyrir langtímaþreytu“. En nú ert þú kornungur, hvað þá með „gömlu“ mennina í liðinu, hvernig líður þeim? „Ég veit ekki hvernig þeir fara að þessu. Þeir eru sprækir og stóðu sig vel þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Á morgun snýst þetta um að byrja leikinn vel og ekki gefa Tékkunum neina von, mæta og reyna að kaffæra þá strax í byrjun. Þá eru góðar líkur á því að þeir sjá að þetta er ekki að fara að ganga upp hjá þeim“. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Snorri Steinn: Helvíti lélegir þegar við slökum á Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik gegn Frökkum en varar við að menn gefi eftir gegn Tékkum í kvöld. 22. janúar 2015 09:00 Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. 22. janúar 2015 13:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson átti mjög góðan leik gegn Frökkum, skoraði 5 mörk úr 7 skotum. Guðjón Guðmundsson handboltavísindamaður og fréttamaður á Stöð 2 gaf honum 5 í einkunn á Vísi og sagði í umfjöllun sinni að hann hefði spilað frábærlega, sterkur í vörninni og hnökralítill í sóknarleiknum. Hvernig leggst Tékkaleikurinn í hann? „Bara mjög vel núna erum við komnir í gírinn og ég hlakka mikið til að spila leikinn. Svona mót eru alltaf apasálfræði, maður þarf að hugsa um að næsti leikur sé sá mikilvægasti. Við þurfum að mæta í hann eins vel stemdir og í gær, þá vinnum við leikinn á morgun. Tékkarnir eru kannski ekkert ósvipaðir Frökkunum, stórir og þungir og spila frekar hægan sóknarleik og flatar varnir. Ég held að þetta snúist um að við séum vel stemdir og að hausinn á okkur sé rétt skrúfaður á“. Landsliðsmennirnir voru nokkuð þreytulegir í morgun enda erfiður leikur að baki og þar sem leikurinn byrjaði kl. 21 að staðartíma voru þeir ekki komnir í rúmið fyrr en seint í gærkvöldi. „Maður er orðin svolítið þreyttur enda leikurinn spilaður seint og við vorum svolítið lúnir í morgun en ætlum að fara að leggja okkur aftur. Þetta er mjög lýjandi, það er spilað svo seint. Það hjálpar okkur að það er spilað annan hvern dag sem reyndar hjálpar okkur mikið en nú finnur maður fyrir langtímaþreytu“. En nú ert þú kornungur, hvað þá með „gömlu“ mennina í liðinu, hvernig líður þeim? „Ég veit ekki hvernig þeir fara að þessu. Þeir eru sprækir og stóðu sig vel þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Á morgun snýst þetta um að byrja leikinn vel og ekki gefa Tékkunum neina von, mæta og reyna að kaffæra þá strax í byrjun. Þá eru góðar líkur á því að þeir sjá að þetta er ekki að fara að ganga upp hjá þeim“. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Snorri Steinn: Helvíti lélegir þegar við slökum á Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik gegn Frökkum en varar við að menn gefi eftir gegn Tékkum í kvöld. 22. janúar 2015 09:00 Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. 22. janúar 2015 13:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Snorri Steinn: Helvíti lélegir þegar við slökum á Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik gegn Frökkum en varar við að menn gefi eftir gegn Tékkum í kvöld. 22. janúar 2015 09:00
Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. 22. janúar 2015 13:00