Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2015 10:58 Hannes Smárason ásamt verjendum sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/GVA Hannes Smárason, fyrrum stjórnarformaður og forstjóri FL Group, neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn honum hófst. Hannes er ákærður fyrir að hafa fært 2,85 milljarða króna af reikningi FL Group yfir á reikning Fons eignarhaldsfélags þann 25. apríl 2005. Hannes var þá starfandi stjórnarformaður FL Group en Pálmi Haraldsson var aðaleigandi Fons. Á fjárhæðin að hafa verið millifærð án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 6 ára fangelsi. Við skýrslutöku í morgun bar saksóknari, Finnur Vilhjálmsson, ýmis skjöl og tölvupósta undir Hannes. Flestum spurningum saksóknara svaraði Hannes með orðunum „Ég man það ekki,” eða „Ég kannast ekki við það.” Bar hann fyrir sig að gögnin væru 10 ára gömul og erfitt væri að muna svo langt aftur í tímann. Þegar Hannes var spurður beint út í sjálfa millifærsluna af saksóknara sagði hann: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti.” Dómari greip þá inn í og spurði Hannes hvort að hann hafi ekki látið millifæra peningana inn á reikning Fons. Svaraði Hannes neitandi.Reiknigsyfirlit eða innanhússkjal úr bankanum? Saksóknari byggir mál sitt á reikningsyfirliti sem sýnir allar færslur inn og út af þeim reikningi FL Group sem peningurinn fór inn til Fons. Þar sést að 46.500.000 Bandaríkjadala komu inn á reikninginn þann 22. apríl 2005. Þeirri upphæð var svo skipt yfir í íslenskar krónur, umrædda 2,85 milljarða, sem sýnt er svo á yfirlitinu að hafi farið til Fons. Hannes sagði að ekki væri um reikningsyfirlit að ræða heldur innanhússkjal úr Kaupþing Bank Luxembourg sem væri að engu leyti bindandi fyrir viðskiptavini. Millifærslan kæmi hvergi fram á bindandi reikningsyfirlitum og því sýndu engin gögn málsins að hún hafi farið fram. Tókust hann og saksóknari nokkuð á um þessa hugtakanotkun og sagði saksóknari að það væri skoðanaágreiningur á milli þeirra um hvort væri að ræða reikninsyfirlit eða ekki. „Það er ekki um neinn skoðanaágreining að ræða. Þetta er einfaldlega ekki reikningsyfirlit og ég vil bara að dómarinn sé meðvitaður um það,” sagði Hannes þá.Segir hagsmuni sína og FL Group hafa farið algjörlega saman Hannes segir að umræddur reikningur sem peningarnir eiga að hafa farið út af hafi verið lokaður. Því hafi ekki mátt millifæra neitt af honum samkvæmt lögum um peningaþvætti í Lúxemborg. Það megi því sækja þá bankamenn til saka þar ef umrædd millifærsla hafi átt sér stað og bað Hannes saksóknara um að íhuga það. Þá benti Hannes á að sem stærsti hluthafi FL Group á þeim tíma sem meint brot átti sér stað hafi hagsmunir hans og félagsins farið algjörlega saman. Sagðist hann því ekki skilja hvernig nokkrum detti í hug að hann hafi stefnt hagsmunum FL Group í hættu. Þá hafi hann ekki haft nein tengsl eða neina beina hagsmuni af rekstri Fons eða fyrirtækjum í eigu þess. Tengdar fréttir Hannes Smárason bar af sér allar sakir í fjárdráttarmáli Hannes er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. 9. maí 2014 15:26 Hannes Smárason fyrir dóm á morgun Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanns og forstjóra FL Group, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 27. janúar 2015 16:37 Ákæru á hendur Hannesi Smárasyni vísað frá Hannes var í nóvember ákærður fyrir að hafa dregið að sér tæplega þrjá milljarða króna af fjármunum FL Group í apríl árið 2005. 26. mars 2014 10:38 Hannes fer fram á að málinu verði vísað frá Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Þórs Smárasonar, krafðist þess í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur að máli sérstaks saksóknara gegn honum yrði vísað frá. 9. janúar 2014 13:17 Kæra frávísun í máli Hannesar Smárasonar Héraðsdómur vísaði málinu frá á miðvikudag vegna óskýrleika í ákæru. 28. mars 2014 14:33 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Hannes Smárason, fyrrum stjórnarformaður og forstjóri FL Group, neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn honum hófst. Hannes er ákærður fyrir að hafa fært 2,85 milljarða króna af reikningi FL Group yfir á reikning Fons eignarhaldsfélags þann 25. apríl 2005. Hannes var þá starfandi stjórnarformaður FL Group en Pálmi Haraldsson var aðaleigandi Fons. Á fjárhæðin að hafa verið millifærð án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 6 ára fangelsi. Við skýrslutöku í morgun bar saksóknari, Finnur Vilhjálmsson, ýmis skjöl og tölvupósta undir Hannes. Flestum spurningum saksóknara svaraði Hannes með orðunum „Ég man það ekki,” eða „Ég kannast ekki við það.” Bar hann fyrir sig að gögnin væru 10 ára gömul og erfitt væri að muna svo langt aftur í tímann. Þegar Hannes var spurður beint út í sjálfa millifærsluna af saksóknara sagði hann: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti.” Dómari greip þá inn í og spurði Hannes hvort að hann hafi ekki látið millifæra peningana inn á reikning Fons. Svaraði Hannes neitandi.Reiknigsyfirlit eða innanhússkjal úr bankanum? Saksóknari byggir mál sitt á reikningsyfirliti sem sýnir allar færslur inn og út af þeim reikningi FL Group sem peningurinn fór inn til Fons. Þar sést að 46.500.000 Bandaríkjadala komu inn á reikninginn þann 22. apríl 2005. Þeirri upphæð var svo skipt yfir í íslenskar krónur, umrædda 2,85 milljarða, sem sýnt er svo á yfirlitinu að hafi farið til Fons. Hannes sagði að ekki væri um reikningsyfirlit að ræða heldur innanhússkjal úr Kaupþing Bank Luxembourg sem væri að engu leyti bindandi fyrir viðskiptavini. Millifærslan kæmi hvergi fram á bindandi reikningsyfirlitum og því sýndu engin gögn málsins að hún hafi farið fram. Tókust hann og saksóknari nokkuð á um þessa hugtakanotkun og sagði saksóknari að það væri skoðanaágreiningur á milli þeirra um hvort væri að ræða reikninsyfirlit eða ekki. „Það er ekki um neinn skoðanaágreining að ræða. Þetta er einfaldlega ekki reikningsyfirlit og ég vil bara að dómarinn sé meðvitaður um það,” sagði Hannes þá.Segir hagsmuni sína og FL Group hafa farið algjörlega saman Hannes segir að umræddur reikningur sem peningarnir eiga að hafa farið út af hafi verið lokaður. Því hafi ekki mátt millifæra neitt af honum samkvæmt lögum um peningaþvætti í Lúxemborg. Það megi því sækja þá bankamenn til saka þar ef umrædd millifærsla hafi átt sér stað og bað Hannes saksóknara um að íhuga það. Þá benti Hannes á að sem stærsti hluthafi FL Group á þeim tíma sem meint brot átti sér stað hafi hagsmunir hans og félagsins farið algjörlega saman. Sagðist hann því ekki skilja hvernig nokkrum detti í hug að hann hafi stefnt hagsmunum FL Group í hættu. Þá hafi hann ekki haft nein tengsl eða neina beina hagsmuni af rekstri Fons eða fyrirtækjum í eigu þess.
Tengdar fréttir Hannes Smárason bar af sér allar sakir í fjárdráttarmáli Hannes er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. 9. maí 2014 15:26 Hannes Smárason fyrir dóm á morgun Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanns og forstjóra FL Group, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 27. janúar 2015 16:37 Ákæru á hendur Hannesi Smárasyni vísað frá Hannes var í nóvember ákærður fyrir að hafa dregið að sér tæplega þrjá milljarða króna af fjármunum FL Group í apríl árið 2005. 26. mars 2014 10:38 Hannes fer fram á að málinu verði vísað frá Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Þórs Smárasonar, krafðist þess í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur að máli sérstaks saksóknara gegn honum yrði vísað frá. 9. janúar 2014 13:17 Kæra frávísun í máli Hannesar Smárasonar Héraðsdómur vísaði málinu frá á miðvikudag vegna óskýrleika í ákæru. 28. mars 2014 14:33 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Hannes Smárason bar af sér allar sakir í fjárdráttarmáli Hannes er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. 9. maí 2014 15:26
Hannes Smárason fyrir dóm á morgun Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanns og forstjóra FL Group, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 27. janúar 2015 16:37
Ákæru á hendur Hannesi Smárasyni vísað frá Hannes var í nóvember ákærður fyrir að hafa dregið að sér tæplega þrjá milljarða króna af fjármunum FL Group í apríl árið 2005. 26. mars 2014 10:38
Hannes fer fram á að málinu verði vísað frá Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Þórs Smárasonar, krafðist þess í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur að máli sérstaks saksóknara gegn honum yrði vísað frá. 9. janúar 2014 13:17
Kæra frávísun í máli Hannesar Smárasonar Héraðsdómur vísaði málinu frá á miðvikudag vegna óskýrleika í ákæru. 28. mars 2014 14:33