Vill Hannes í allt að þriggja ára fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2015 12:16 Frá aðalmeðferðinni í héraðsdómi í gær. Vísir/GVA Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari, fer fram á að Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group verði dæmdur í 2-3 ára fangelsi. Það verði hugsanlega skilorðsbundið að hluta, en þó ekki meira en því sem nemur helmingi refsingar. Þetta kom fram við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi. Saksóknari sagði að málsatvik í tengslum við milljarða millifærslu FL Group til Fons gætu ekki verið tilviljun. Sagði hann gögn málsins styðja það að Hannes Smárason hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hannes er ákærður fyrir að hafa dregið sér fé frá FL Group þegar hann millifærði tæpa 3 milljarða króna af reikningi félagsins hjá Kaupþingi í Lúxemborg inn á reikning Fons hjá sama banka þann 25. apríl 2005. Síðar sama dag millifærði Fons af þeim reikningi 4 milljarða króna inn á reikning þáverandi eigenda flugfélagsins Sterling.Telur að FL Group hafi átt að koma að kaupunum á Sterling Saksóknari setti millifærsluna í samhengi við kaup Fons á Sterling og sagði gögn málsins sanna að ráðgert hafi verið að FL Group myndi taka þátt í kaupum Fons á flugfélaginu. Lagði hann fram tölvupósta frá starfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg því til sönnunar og tölvupóst frá Hannesi sjálfum til Pálma Haraldssonar, aðaleiganda Fons, og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem sendur var í október 2005. Auk þess sýndi saksóknari fram á að upphæðir í málinu stemma hér um bil upp á krónu. Hvorki Hannes né Pálmi kannast nokkuð við að slíkar fyrirætlanir en Finnur sagði samhljóða gögn í málinu sýna fram á sannleikann. Hann sagði að Hannes og Pálmi hafi að minnsta kosti lagt á ráðin um að FL Group kæmi að kaupunum á Sterling, hvernig svo sem þær ráðagerðir svo fóru.Segir Hannes hafa haldið upplýsingum um reikninginn leyndum frá stjórnendumÞá sagði saksóknari gögn málsins sýna fram á að Hannes hafi einn haft frumkvæði að því að umræddur reikningur var stofnaður hjá Kaupþingi í Lúxemborg 17. apríl 2005. Hann hafi fengið aðstoð frá öðrum stjórnendum FL Group til þess að stofna reikninginn og fá fullt umboð til að ráðstafa fjármunum af honum. Þegar umboðið lá fyrir vissu hins vegar engir aðrir stjórnendur eða stjórnarmenn FL Group neitt af reikningnum. Hannes hafi verið eini maðurinn sem mátti fá upplýsingar um reikninginn, eins og margítrekað hafi komið fram í svörum frá starfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg á þessum tíma. Sagði saksóknari að Hannes hafi haldið upplýsingum um millifærsluna og stöðuna á reikningnum leyndum þar til hann hafi verið nauðbeygður til að veita stjórnendum félagsins upplýsingar vegna hálfs árs uppgjörs félagsins í lok júní 2005. „Þá kom hann því til leiðar með örþrifaráðum að peningarnir voru færðir aftur inn á reikning FL Group,” sagði Finnur. Ekki lykilatriði þó lykiskjal vantiFinnur sagði það ekki lykilatriði við sönnunarfærslu í málinu að ekkert skjal væri til sem sannaði að Hannes hafi gefið fyrirmæli um að millifærslan skyldi framkvæmd. Hann sagði þúsund ástæður geta verið fyrir því, en það sé í raun engin tilviljun að skjalið vanti þar sem fram hafi komið í vitnaleiðslum að bæði Hannes og Pálmi hafi lagt áherslu á að allt varðandi viðskipti með Sterling skyldi fara hljótt. Verjandi Hannesar, Gísli Hall, flytur sína málflutningsræðu eftir hádegi. Að loknum málflutningi verður málið svo dómtekið. Tengdar fréttir Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58 „Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Fjármálastjóra og forstjóra FL Group gekk erfiðlega að fá upplýsingar um milljarða millifærslu FL Group til Fons frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg. 28. janúar 2015 16:34 Heyrði fyrst af milljarða millifærslunni í fréttum Einar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá FL Group, vissi ekkert um millifærslu af reikningi félagsins til Fons á sínum tíma. 28. janúar 2015 13:13 Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari, fer fram á að Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group verði dæmdur í 2-3 ára fangelsi. Það verði hugsanlega skilorðsbundið að hluta, en þó ekki meira en því sem nemur helmingi refsingar. Þetta kom fram við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi. Saksóknari sagði að málsatvik í tengslum við milljarða millifærslu FL Group til Fons gætu ekki verið tilviljun. Sagði hann gögn málsins styðja það að Hannes Smárason hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hannes er ákærður fyrir að hafa dregið sér fé frá FL Group þegar hann millifærði tæpa 3 milljarða króna af reikningi félagsins hjá Kaupþingi í Lúxemborg inn á reikning Fons hjá sama banka þann 25. apríl 2005. Síðar sama dag millifærði Fons af þeim reikningi 4 milljarða króna inn á reikning þáverandi eigenda flugfélagsins Sterling.Telur að FL Group hafi átt að koma að kaupunum á Sterling Saksóknari setti millifærsluna í samhengi við kaup Fons á Sterling og sagði gögn málsins sanna að ráðgert hafi verið að FL Group myndi taka þátt í kaupum Fons á flugfélaginu. Lagði hann fram tölvupósta frá starfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg því til sönnunar og tölvupóst frá Hannesi sjálfum til Pálma Haraldssonar, aðaleiganda Fons, og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem sendur var í október 2005. Auk þess sýndi saksóknari fram á að upphæðir í málinu stemma hér um bil upp á krónu. Hvorki Hannes né Pálmi kannast nokkuð við að slíkar fyrirætlanir en Finnur sagði samhljóða gögn í málinu sýna fram á sannleikann. Hann sagði að Hannes og Pálmi hafi að minnsta kosti lagt á ráðin um að FL Group kæmi að kaupunum á Sterling, hvernig svo sem þær ráðagerðir svo fóru.Segir Hannes hafa haldið upplýsingum um reikninginn leyndum frá stjórnendumÞá sagði saksóknari gögn málsins sýna fram á að Hannes hafi einn haft frumkvæði að því að umræddur reikningur var stofnaður hjá Kaupþingi í Lúxemborg 17. apríl 2005. Hann hafi fengið aðstoð frá öðrum stjórnendum FL Group til þess að stofna reikninginn og fá fullt umboð til að ráðstafa fjármunum af honum. Þegar umboðið lá fyrir vissu hins vegar engir aðrir stjórnendur eða stjórnarmenn FL Group neitt af reikningnum. Hannes hafi verið eini maðurinn sem mátti fá upplýsingar um reikninginn, eins og margítrekað hafi komið fram í svörum frá starfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg á þessum tíma. Sagði saksóknari að Hannes hafi haldið upplýsingum um millifærsluna og stöðuna á reikningnum leyndum þar til hann hafi verið nauðbeygður til að veita stjórnendum félagsins upplýsingar vegna hálfs árs uppgjörs félagsins í lok júní 2005. „Þá kom hann því til leiðar með örþrifaráðum að peningarnir voru færðir aftur inn á reikning FL Group,” sagði Finnur. Ekki lykilatriði þó lykiskjal vantiFinnur sagði það ekki lykilatriði við sönnunarfærslu í málinu að ekkert skjal væri til sem sannaði að Hannes hafi gefið fyrirmæli um að millifærslan skyldi framkvæmd. Hann sagði þúsund ástæður geta verið fyrir því, en það sé í raun engin tilviljun að skjalið vanti þar sem fram hafi komið í vitnaleiðslum að bæði Hannes og Pálmi hafi lagt áherslu á að allt varðandi viðskipti með Sterling skyldi fara hljótt. Verjandi Hannesar, Gísli Hall, flytur sína málflutningsræðu eftir hádegi. Að loknum málflutningi verður málið svo dómtekið.
Tengdar fréttir Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58 „Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Fjármálastjóra og forstjóra FL Group gekk erfiðlega að fá upplýsingar um milljarða millifærslu FL Group til Fons frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg. 28. janúar 2015 16:34 Heyrði fyrst af milljarða millifærslunni í fréttum Einar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá FL Group, vissi ekkert um millifærslu af reikningi félagsins til Fons á sínum tíma. 28. janúar 2015 13:13 Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58
„Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Fjármálastjóra og forstjóra FL Group gekk erfiðlega að fá upplýsingar um milljarða millifærslu FL Group til Fons frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg. 28. janúar 2015 16:34
Heyrði fyrst af milljarða millifærslunni í fréttum Einar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá FL Group, vissi ekkert um millifærslu af reikningi félagsins til Fons á sínum tíma. 28. janúar 2015 13:13
Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent