997 þúsund ferðamenn heimsóttu Ísland á árinu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2015 16:30 Erlendir ferðamenn í Reykjavík um jólin. Ferðamönnum til Íslands fjölgaði um 24% milli ára. Fréttablaðið/Andri Marinó Karlsson. Aðeins vantaði 2.444 ferðamenn upp á að sá milljónasti kæmi til landsins á nýliðnu ári. Fjöldi ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, Seyðisfjörð og aðra flugvelli var um 997.556 árið 2014 eða um 190 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2013. Aukningin milli ára nemur 23,6%. Þetta kemur fram í tölum Ferðamálastofu. „Kannski áhugavert að miðað við meðalfjölda ferðamanna um Leifsstöð á dag þá hefði okkur dugað hlaupár til þess að ná milljóninni," segir Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, í samtali við fréttastofu. Þar fyrir utan eru farþegar með skemmtiferðaskipum en 104.516 farþegar komu til Reykjavíkur með 90 skipum árið 2014, 13,4% fleiri en á árinu 2013 þegar þeir voru um 92 þúsund talsins. Um 96% skemmtiferðaskipa til landsins hafa viðkomu í Reykjavík. Tæplega þrír fjórðu ferðamanna, 73,3%, árið 2014 voru af tíu þjóðernum. Bretar og Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða um þriðjungur allra ferðamanna en þar á eftir komu ferðamenn frá Þýskalandi, Frakklandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Kanada, Hollandi og Kína. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum, Kanadamönnum og Þjóðverjum mest árið 2014. Þannig komu 43.400 fleiri Bretar árið 2014 en árið 2013, 32.400 fleiri Bandaríkjamenn, 14.800 fleiri Kanadamenn og 10.100 fleiri Þjóðverjar. Sé litið til dreifingar ferðamanna eftir árstíðum síðastliðin þrjú ár má sjá að hlutfall ferðamanna utan háannar, það er sumarmánuðanna þriggja, fer hækkandi og var komið í 57,6% árið 2014. Hlutfallsleg aukning utan háannar hefur hins vegar verið mest að vetri til en um 28,9% ferðamanna komu að vetri til árið 2014 en voru 26,9% árið 2013 og 23,6% árið 2012. Tengdar fréttir Milljónasti ferðamaðurinn nær varla til Íslands á árinu Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta. 29. desember 2014 18:45 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Aðeins vantaði 2.444 ferðamenn upp á að sá milljónasti kæmi til landsins á nýliðnu ári. Fjöldi ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, Seyðisfjörð og aðra flugvelli var um 997.556 árið 2014 eða um 190 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2013. Aukningin milli ára nemur 23,6%. Þetta kemur fram í tölum Ferðamálastofu. „Kannski áhugavert að miðað við meðalfjölda ferðamanna um Leifsstöð á dag þá hefði okkur dugað hlaupár til þess að ná milljóninni," segir Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, í samtali við fréttastofu. Þar fyrir utan eru farþegar með skemmtiferðaskipum en 104.516 farþegar komu til Reykjavíkur með 90 skipum árið 2014, 13,4% fleiri en á árinu 2013 þegar þeir voru um 92 þúsund talsins. Um 96% skemmtiferðaskipa til landsins hafa viðkomu í Reykjavík. Tæplega þrír fjórðu ferðamanna, 73,3%, árið 2014 voru af tíu þjóðernum. Bretar og Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða um þriðjungur allra ferðamanna en þar á eftir komu ferðamenn frá Þýskalandi, Frakklandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Kanada, Hollandi og Kína. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum, Kanadamönnum og Þjóðverjum mest árið 2014. Þannig komu 43.400 fleiri Bretar árið 2014 en árið 2013, 32.400 fleiri Bandaríkjamenn, 14.800 fleiri Kanadamenn og 10.100 fleiri Þjóðverjar. Sé litið til dreifingar ferðamanna eftir árstíðum síðastliðin þrjú ár má sjá að hlutfall ferðamanna utan háannar, það er sumarmánuðanna þriggja, fer hækkandi og var komið í 57,6% árið 2014. Hlutfallsleg aukning utan háannar hefur hins vegar verið mest að vetri til en um 28,9% ferðamanna komu að vetri til árið 2014 en voru 26,9% árið 2013 og 23,6% árið 2012.
Tengdar fréttir Milljónasti ferðamaðurinn nær varla til Íslands á árinu Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta. 29. desember 2014 18:45 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Milljónasti ferðamaðurinn nær varla til Íslands á árinu Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta. 29. desember 2014 18:45