Bikarmeistararnir úr leik | Framlengt í Grindavík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2015 18:29 Kristen McCarthy hefur spilað mjög vel fyrir Snæfell í vetur. vísir/vilhelm Snæfell og Grindavík tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit í Powerade-bikar kvenna í körfubolta í dag. Íslandsmeistarar Snæfells áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Valskonur að velli í Stykkishólmi. Kristen McCarthy skoraði 30 stig og tók 12 fráköst fyrir Snæfell sem leiddi með þremur stigum í hálfleik, 34-31. Snæfellskonur unnu svo þriðja leikhlutann 30-19 og eftir það var ekki spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Lokatölur 87-65, Snæfelli í vil. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 15 stig fyrir Snæfell og systir hennar Gunnhildur bætti 12 stigum og níu fráköstum við. Þá skoraði Hildur Sigurðardóttir sex stig, tók 11 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Snæfell. Taleya Mayberry var atkvæðamest í liði Vals með 25 stig og níu fráköst. Það þurfti framlengingu til að knýja fram í úrslit í leik Grindavíkur og bikarmeistara Hauka suður með sjó. Haukar leiddu með sex stigum í hálfleik, 43-49, og tólf stigum. 53-65, eftir þriðja leikhluta. Fjórði leikhlutinn var hins vegar eign Grindvíkinga, en Pálína Gunnlaugsdóttir tryggði þeim framlengingu með því að setja niður tvö vítaskot á lokasekúndunum. Í framlengingunni reyndist lið Grindavíkur svo sterkara og það vann að lokum sjö stiga sigur, 97-90. María Ben Erlingsdóttir var stigahæst hjá Grindavík með 25 stig, en Kristina King kom næst með 22 stig. Pálína átti einnig hörkuleik með 21 stig, 11 fráköst og sex stoðsendingar. LeLe Hardy var sem fyrr atkvæðamest í liði Hauka með 37 stig, 20 fráköst, sex stoðsendingar og fimm stolna bolta. Hardy tapaði hins vegar boltanum átta sinnum og fékk sína fimmtu villu þegar 03:11 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Á morgun mætast svo Njarðvík og KR og átta-liða úrslitunum lýkur svo með leik Keflavíkur og Breiðabliks á mánudaginn. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Snæfell og Grindavík tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit í Powerade-bikar kvenna í körfubolta í dag. Íslandsmeistarar Snæfells áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Valskonur að velli í Stykkishólmi. Kristen McCarthy skoraði 30 stig og tók 12 fráköst fyrir Snæfell sem leiddi með þremur stigum í hálfleik, 34-31. Snæfellskonur unnu svo þriðja leikhlutann 30-19 og eftir það var ekki spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Lokatölur 87-65, Snæfelli í vil. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 15 stig fyrir Snæfell og systir hennar Gunnhildur bætti 12 stigum og níu fráköstum við. Þá skoraði Hildur Sigurðardóttir sex stig, tók 11 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Snæfell. Taleya Mayberry var atkvæðamest í liði Vals með 25 stig og níu fráköst. Það þurfti framlengingu til að knýja fram í úrslit í leik Grindavíkur og bikarmeistara Hauka suður með sjó. Haukar leiddu með sex stigum í hálfleik, 43-49, og tólf stigum. 53-65, eftir þriðja leikhluta. Fjórði leikhlutinn var hins vegar eign Grindvíkinga, en Pálína Gunnlaugsdóttir tryggði þeim framlengingu með því að setja niður tvö vítaskot á lokasekúndunum. Í framlengingunni reyndist lið Grindavíkur svo sterkara og það vann að lokum sjö stiga sigur, 97-90. María Ben Erlingsdóttir var stigahæst hjá Grindavík með 25 stig, en Kristina King kom næst með 22 stig. Pálína átti einnig hörkuleik með 21 stig, 11 fráköst og sex stoðsendingar. LeLe Hardy var sem fyrr atkvæðamest í liði Hauka með 37 stig, 20 fráköst, sex stoðsendingar og fimm stolna bolta. Hardy tapaði hins vegar boltanum átta sinnum og fékk sína fimmtu villu þegar 03:11 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Á morgun mætast svo Njarðvík og KR og átta-liða úrslitunum lýkur svo með leik Keflavíkur og Breiðabliks á mánudaginn.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn