Segir að bankarnir ofrukki neytendur 18. janúar 2015 19:01 Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. Gjöldin bitna helst á eldri borgurum segir lögfræðingurinn. Þjónustugjöld sem viðskiptavinir bankanna greiða eru margvísleg og snerta nær allar tegundir þjónustu. Þannig kostar hver færsla á debetkorti 16 til 18 krónur. Korthafa eru líka rukkaðir um ársgjald, 375 krónur upp í 750 krónur. Að fá reikningsyfirlit og greiðsluseðla senda heim eða í netbanka kostar líka sitt eða á bilinu 45 til 595 krónur og þá rukka bankar einnig fyrir að gefa upplýsingar um stöðu reiknings í gegnum síma. Fólk er ekki rukkað sérstaklega fyrir að taka út pening með debetkorti í hraðbanka nema það sé í viðskiptum við annan banka. Fyrir þá þjónustu leggur Íslandsbanki 125 krónur á hvetja úttekt, Arionbanki 155 og Landsbankinn að minnsta kosti 150 krónur. Fyrir að nota hraðbanka erlendis taka bankarnir 2 til 2,75 prósent af úttekt. Fyrir að nota kortin í verslunum erlendis greiða viðskiptavinir eitt prósent af hverri færslu. Þjónusta gjaldkera er heldur ekki ókeypis. Þannig kostar það 125 krónur í Íslandsbanka að millifæra hjá gjaldkera yfir á reikning í öðrum banka. Landsbankinn rukkar hundrað krónur fyrir þessa þjónustu og Arionbanki 120 krónur. Arionbanki hyggst hækka þessa upphæð upp í 225 krónur þann 1. mars næstkomandi. Neytendasamtökunum bárust hátt í þrjú hundruð kvartanir á síðasta ári útaf þjónustu fjármálafyrirtækja en í mörgum tilvikum var fólk að lýsa yfir óánægju sinni með þjónustugjöldin.Yfir hverju er fólk helst að kvarta? „Til dæmis upplestur í gegnum síma, þegar þú færð upplýsingar hjá þjónustufulltrúa í gegnum síma. Öll þessi atriði sem mörg okkar gera bara í gegnum heimabankann. Millifæra yfir á aðila í öðrum bönkum, borga reikninga annað slíkt. Þessi gjaldtaka bitnar kannski helst á aðilum sem hafa lélegt tölvulæsi, eldri borgurum og öðrum slíkum. Jafnframt er verið að fækka útibúum þannig að aðgengi þessara aðila hefur minnkað,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögmaður Neytendasamtakanna. Hildigunnur telur að bankarnir séu að ofrukka neytendur. „Okkur finnst að þessi þjónusta eins og að borga reikninga, millifæra hvort sem maður gerir það í eigin banka eða öðrum og jafnvel að fá færslur lesnar upp í gegnum síma, að þetta eigi að vera ókeypis. Þetta sé bara þjónusta sem viðskiptavinir banka eru að greiða með vaxtamun, með þjónustugjöldum sem leggjast á reikninga, á greiðslukort og annað sem bankinn er að taka til sín. Við teljum að afkoma bankanna gefi ekki til kynna að það þurfi að leggja á svona aukagjöld,“ segir Hildigunnur. Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. Gjöldin bitna helst á eldri borgurum segir lögfræðingurinn. Þjónustugjöld sem viðskiptavinir bankanna greiða eru margvísleg og snerta nær allar tegundir þjónustu. Þannig kostar hver færsla á debetkorti 16 til 18 krónur. Korthafa eru líka rukkaðir um ársgjald, 375 krónur upp í 750 krónur. Að fá reikningsyfirlit og greiðsluseðla senda heim eða í netbanka kostar líka sitt eða á bilinu 45 til 595 krónur og þá rukka bankar einnig fyrir að gefa upplýsingar um stöðu reiknings í gegnum síma. Fólk er ekki rukkað sérstaklega fyrir að taka út pening með debetkorti í hraðbanka nema það sé í viðskiptum við annan banka. Fyrir þá þjónustu leggur Íslandsbanki 125 krónur á hvetja úttekt, Arionbanki 155 og Landsbankinn að minnsta kosti 150 krónur. Fyrir að nota hraðbanka erlendis taka bankarnir 2 til 2,75 prósent af úttekt. Fyrir að nota kortin í verslunum erlendis greiða viðskiptavinir eitt prósent af hverri færslu. Þjónusta gjaldkera er heldur ekki ókeypis. Þannig kostar það 125 krónur í Íslandsbanka að millifæra hjá gjaldkera yfir á reikning í öðrum banka. Landsbankinn rukkar hundrað krónur fyrir þessa þjónustu og Arionbanki 120 krónur. Arionbanki hyggst hækka þessa upphæð upp í 225 krónur þann 1. mars næstkomandi. Neytendasamtökunum bárust hátt í þrjú hundruð kvartanir á síðasta ári útaf þjónustu fjármálafyrirtækja en í mörgum tilvikum var fólk að lýsa yfir óánægju sinni með þjónustugjöldin.Yfir hverju er fólk helst að kvarta? „Til dæmis upplestur í gegnum síma, þegar þú færð upplýsingar hjá þjónustufulltrúa í gegnum síma. Öll þessi atriði sem mörg okkar gera bara í gegnum heimabankann. Millifæra yfir á aðila í öðrum bönkum, borga reikninga annað slíkt. Þessi gjaldtaka bitnar kannski helst á aðilum sem hafa lélegt tölvulæsi, eldri borgurum og öðrum slíkum. Jafnframt er verið að fækka útibúum þannig að aðgengi þessara aðila hefur minnkað,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögmaður Neytendasamtakanna. Hildigunnur telur að bankarnir séu að ofrukka neytendur. „Okkur finnst að þessi þjónusta eins og að borga reikninga, millifæra hvort sem maður gerir það í eigin banka eða öðrum og jafnvel að fá færslur lesnar upp í gegnum síma, að þetta eigi að vera ókeypis. Þetta sé bara þjónusta sem viðskiptavinir banka eru að greiða með vaxtamun, með þjónustugjöldum sem leggjast á reikninga, á greiðslukort og annað sem bankinn er að taka til sín. Við teljum að afkoma bankanna gefi ekki til kynna að það þurfi að leggja á svona aukagjöld,“ segir Hildigunnur.
Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira