Segir að bankarnir ofrukki neytendur 18. janúar 2015 19:01 Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. Gjöldin bitna helst á eldri borgurum segir lögfræðingurinn. Þjónustugjöld sem viðskiptavinir bankanna greiða eru margvísleg og snerta nær allar tegundir þjónustu. Þannig kostar hver færsla á debetkorti 16 til 18 krónur. Korthafa eru líka rukkaðir um ársgjald, 375 krónur upp í 750 krónur. Að fá reikningsyfirlit og greiðsluseðla senda heim eða í netbanka kostar líka sitt eða á bilinu 45 til 595 krónur og þá rukka bankar einnig fyrir að gefa upplýsingar um stöðu reiknings í gegnum síma. Fólk er ekki rukkað sérstaklega fyrir að taka út pening með debetkorti í hraðbanka nema það sé í viðskiptum við annan banka. Fyrir þá þjónustu leggur Íslandsbanki 125 krónur á hvetja úttekt, Arionbanki 155 og Landsbankinn að minnsta kosti 150 krónur. Fyrir að nota hraðbanka erlendis taka bankarnir 2 til 2,75 prósent af úttekt. Fyrir að nota kortin í verslunum erlendis greiða viðskiptavinir eitt prósent af hverri færslu. Þjónusta gjaldkera er heldur ekki ókeypis. Þannig kostar það 125 krónur í Íslandsbanka að millifæra hjá gjaldkera yfir á reikning í öðrum banka. Landsbankinn rukkar hundrað krónur fyrir þessa þjónustu og Arionbanki 120 krónur. Arionbanki hyggst hækka þessa upphæð upp í 225 krónur þann 1. mars næstkomandi. Neytendasamtökunum bárust hátt í þrjú hundruð kvartanir á síðasta ári útaf þjónustu fjármálafyrirtækja en í mörgum tilvikum var fólk að lýsa yfir óánægju sinni með þjónustugjöldin.Yfir hverju er fólk helst að kvarta? „Til dæmis upplestur í gegnum síma, þegar þú færð upplýsingar hjá þjónustufulltrúa í gegnum síma. Öll þessi atriði sem mörg okkar gera bara í gegnum heimabankann. Millifæra yfir á aðila í öðrum bönkum, borga reikninga annað slíkt. Þessi gjaldtaka bitnar kannski helst á aðilum sem hafa lélegt tölvulæsi, eldri borgurum og öðrum slíkum. Jafnframt er verið að fækka útibúum þannig að aðgengi þessara aðila hefur minnkað,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögmaður Neytendasamtakanna. Hildigunnur telur að bankarnir séu að ofrukka neytendur. „Okkur finnst að þessi þjónusta eins og að borga reikninga, millifæra hvort sem maður gerir það í eigin banka eða öðrum og jafnvel að fá færslur lesnar upp í gegnum síma, að þetta eigi að vera ókeypis. Þetta sé bara þjónusta sem viðskiptavinir banka eru að greiða með vaxtamun, með þjónustugjöldum sem leggjast á reikninga, á greiðslukort og annað sem bankinn er að taka til sín. Við teljum að afkoma bankanna gefi ekki til kynna að það þurfi að leggja á svona aukagjöld,“ segir Hildigunnur. Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. Gjöldin bitna helst á eldri borgurum segir lögfræðingurinn. Þjónustugjöld sem viðskiptavinir bankanna greiða eru margvísleg og snerta nær allar tegundir þjónustu. Þannig kostar hver færsla á debetkorti 16 til 18 krónur. Korthafa eru líka rukkaðir um ársgjald, 375 krónur upp í 750 krónur. Að fá reikningsyfirlit og greiðsluseðla senda heim eða í netbanka kostar líka sitt eða á bilinu 45 til 595 krónur og þá rukka bankar einnig fyrir að gefa upplýsingar um stöðu reiknings í gegnum síma. Fólk er ekki rukkað sérstaklega fyrir að taka út pening með debetkorti í hraðbanka nema það sé í viðskiptum við annan banka. Fyrir þá þjónustu leggur Íslandsbanki 125 krónur á hvetja úttekt, Arionbanki 155 og Landsbankinn að minnsta kosti 150 krónur. Fyrir að nota hraðbanka erlendis taka bankarnir 2 til 2,75 prósent af úttekt. Fyrir að nota kortin í verslunum erlendis greiða viðskiptavinir eitt prósent af hverri færslu. Þjónusta gjaldkera er heldur ekki ókeypis. Þannig kostar það 125 krónur í Íslandsbanka að millifæra hjá gjaldkera yfir á reikning í öðrum banka. Landsbankinn rukkar hundrað krónur fyrir þessa þjónustu og Arionbanki 120 krónur. Arionbanki hyggst hækka þessa upphæð upp í 225 krónur þann 1. mars næstkomandi. Neytendasamtökunum bárust hátt í þrjú hundruð kvartanir á síðasta ári útaf þjónustu fjármálafyrirtækja en í mörgum tilvikum var fólk að lýsa yfir óánægju sinni með þjónustugjöldin.Yfir hverju er fólk helst að kvarta? „Til dæmis upplestur í gegnum síma, þegar þú færð upplýsingar hjá þjónustufulltrúa í gegnum síma. Öll þessi atriði sem mörg okkar gera bara í gegnum heimabankann. Millifæra yfir á aðila í öðrum bönkum, borga reikninga annað slíkt. Þessi gjaldtaka bitnar kannski helst á aðilum sem hafa lélegt tölvulæsi, eldri borgurum og öðrum slíkum. Jafnframt er verið að fækka útibúum þannig að aðgengi þessara aðila hefur minnkað,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögmaður Neytendasamtakanna. Hildigunnur telur að bankarnir séu að ofrukka neytendur. „Okkur finnst að þessi þjónusta eins og að borga reikninga, millifæra hvort sem maður gerir það í eigin banka eða öðrum og jafnvel að fá færslur lesnar upp í gegnum síma, að þetta eigi að vera ókeypis. Þetta sé bara þjónusta sem viðskiptavinir banka eru að greiða með vaxtamun, með þjónustugjöldum sem leggjast á reikninga, á greiðslukort og annað sem bankinn er að taka til sín. Við teljum að afkoma bankanna gefi ekki til kynna að það þurfi að leggja á svona aukagjöld,“ segir Hildigunnur.
Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira