Verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2015 21:46 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir málið mögulega vera tímabundin vandræði sem verða kannski ekki einu sinni sjáanleg. „Það verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix, sama hvaða pólitík sé til staðar hverju sinni,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. „Það er löglegt og þetta er bara tímabundin möguleg vandræði sem verða kannski ekki einu sinni sjáanleg.“ Vísir sagði frá því fyrr í dag að Netflix ynni nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. Jón Þór segir nýju miðlana vera beitta þrýstingi af „gömlu viðskiptamódelunum“. „Þau reyna að þrýsta á sína hagsmuni. Það hefur alltaf gerst þegar hafa orðið stórar og miklar tæknibyltingar að gömlu viðskiptamódelin hafa tapað. Nýju viðskiptamódelin verða að minnsta kosti þykjast að spila með þeim gömlu þar til að risaeðlurnar deyja.“ Jón Þór segir Evrópudómstólinn þegar hafa kveðið upp dóm í sambærilegu máli þannig að Íslendingar ættu alltaf að geta sótt efni frá Netflix frá Evrópu, en talið er að allt að 20 þúsund íslensk heimili séu með aðgang að Netflix. „Það var breskur bar sem keypti sjónvarpsþjónustu frá réttarhöfum í Grikklandi – mig minnir að þetta hafi verið rétthafar enska boltans – í stað réttarhafans í Bretlandi. Þjónustan var einfaldlega ódýrari í Grikklandi. Hann var því búinn að gera samning við þessa réttarhafa í Grikklandi og gat sýnt þetta á barnum sínum í Bretlandi. Réttarhafarnir í Bretlandi voru hins vegar hundóánægðir með þetta, fóru með þetta fyrir dómstóla og töpuðu.“ Hann segir að í dómnum bendi Evrópudómstóllinn mjög skýrt á að ekki megi takmarka sölu á vöru og þjónustu innan evrópska efnahagssvæðisins.Svo íslenskir Netflix-notendur geta alltaf sótt þetta um Evrópu?„Ef Netflix ætlar að segja að þið séuð borgendur á Íslandi og getið þar af leiðandi ekki sótt þetta innan evrópska efnahagssvæðisins, þá verða þeir að taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að lenda í einhvers konar málaferlum. Það er alltaf ákvörðun sem menn geta tekið. Miðað við löggjöfina eins og hún er núna, að menn noti einhvers konar „proxy-a“ til að sækja efni frá Netflix sem sé öðruvísi en á vissum stöðum í Evrópu, sækja það til Bandaríkjanna til dæmis, þá gætu forsvarsmenn Netflix sagt eitthvað. En ef menn borga sína Netflix-áskrift og eru að sækja efnið innan evrópska efnahagssvæðisins, þá sýnist mér það vera nokkuð ljóst – og þetta erum við búin að skoða með okkar lögfræðingum – að Netflix væri með sínum notendaskilmálum og hegðun að brjóta evrópska löggjöf.“Þessi dómur sé sem sagt fordæmisgefandi?„Þessi dómur er algerlega fordæmisgefandi.“ Netflix Tengdar fréttir Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
„Það verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix, sama hvaða pólitík sé til staðar hverju sinni,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. „Það er löglegt og þetta er bara tímabundin möguleg vandræði sem verða kannski ekki einu sinni sjáanleg.“ Vísir sagði frá því fyrr í dag að Netflix ynni nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. Jón Þór segir nýju miðlana vera beitta þrýstingi af „gömlu viðskiptamódelunum“. „Þau reyna að þrýsta á sína hagsmuni. Það hefur alltaf gerst þegar hafa orðið stórar og miklar tæknibyltingar að gömlu viðskiptamódelin hafa tapað. Nýju viðskiptamódelin verða að minnsta kosti þykjast að spila með þeim gömlu þar til að risaeðlurnar deyja.“ Jón Þór segir Evrópudómstólinn þegar hafa kveðið upp dóm í sambærilegu máli þannig að Íslendingar ættu alltaf að geta sótt efni frá Netflix frá Evrópu, en talið er að allt að 20 þúsund íslensk heimili séu með aðgang að Netflix. „Það var breskur bar sem keypti sjónvarpsþjónustu frá réttarhöfum í Grikklandi – mig minnir að þetta hafi verið rétthafar enska boltans – í stað réttarhafans í Bretlandi. Þjónustan var einfaldlega ódýrari í Grikklandi. Hann var því búinn að gera samning við þessa réttarhafa í Grikklandi og gat sýnt þetta á barnum sínum í Bretlandi. Réttarhafarnir í Bretlandi voru hins vegar hundóánægðir með þetta, fóru með þetta fyrir dómstóla og töpuðu.“ Hann segir að í dómnum bendi Evrópudómstóllinn mjög skýrt á að ekki megi takmarka sölu á vöru og þjónustu innan evrópska efnahagssvæðisins.Svo íslenskir Netflix-notendur geta alltaf sótt þetta um Evrópu?„Ef Netflix ætlar að segja að þið séuð borgendur á Íslandi og getið þar af leiðandi ekki sótt þetta innan evrópska efnahagssvæðisins, þá verða þeir að taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að lenda í einhvers konar málaferlum. Það er alltaf ákvörðun sem menn geta tekið. Miðað við löggjöfina eins og hún er núna, að menn noti einhvers konar „proxy-a“ til að sækja efni frá Netflix sem sé öðruvísi en á vissum stöðum í Evrópu, sækja það til Bandaríkjanna til dæmis, þá gætu forsvarsmenn Netflix sagt eitthvað. En ef menn borga sína Netflix-áskrift og eru að sækja efnið innan evrópska efnahagssvæðisins, þá sýnist mér það vera nokkuð ljóst – og þetta erum við búin að skoða með okkar lögfræðingum – að Netflix væri með sínum notendaskilmálum og hegðun að brjóta evrópska löggjöf.“Þessi dómur sé sem sagt fordæmisgefandi?„Þessi dómur er algerlega fordæmisgefandi.“
Netflix Tengdar fréttir Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun