Enski boltinn

Ríkasti maður Afríku vill kaupa Arsenal

Aloki Dangote.
Aloki Dangote. vísir/getty
Nígeríumaðurinn Aloki Dangote er harður stuðningsmaður Arsenal og vill eignast félagið.

Dangote var orðaður við kaup á félaginu árið 2010 en ekkert varð af kaupum þá. Hann er þó til í að kaupa ef verðið er rétt.

„Ég er ekki til í að kaupa á glórulausu verði en ef verðið er rétt þá er ég til," sagði Dangote.

Samkvæmt Forbes-listanum góða er Dangote ríkasti maður Afríku og eignir hans metnar á 15,7 milljarða bandaríkjadala.

Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke á 67 prósent í Arsenal í dag og og félög í eigu Rússans Alisher Usmanov eiga 20 prósent að því er Bloomberg segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×