Volcker vill umbylta fjármálaeftirliti ingvar haraldsson skrifar 20. apríl 2015 16:45 Paul Volcker, hinn 87 ára gamli fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vill breyta eftirliti með fjármálastofnunum. vísir/afp Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vill umbylta og einfalda eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum. Market Watch greinir frá.Volcker sem nú er formaður the Volcker Alliance, samtaka sem hann stofnaði til að vinna að auknu trausti til stjórnvalda, sagði á blaðamannafundi í dag að þörf væri á fjármálaeftirliti fyrir 21. öldina. Í nýrri skýrslu frá Volcker Alliance er núverandi fjármálaeftirlit sagt „mjög brotakennt, úrelt og óskilvirkt.“ Í skýrslunni er m.a. lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna muni vera yfir eftirlit með fjármálastarfsemi. Nú er eftirlitið rekið í mörgum stofnunum sem fylgjast með mismunandi þáttum fjármálastarfsemi og því skortir á heildar yfirsýn. „Það bendir allt til þess að tími sé kominn að grípa til aðgerða,“ sagði hinn 87 ára gamli Volcker. Volcker hefur lengi talað fyrir breytingum í fjármálakerfinu. Frá 2009 til 2011 var hann yfir nefnd sem Barack Obama Bandaríkjaforseti skipaði til að leggja fram tillögur um breytingar á fjármálakerfinu. Þar var Volcker reglan meðal tillagna sem kveður á um að bankar megi ekki eiga viðskipti í eigin reikning. Bandaríski seðlabankinn ákvað í desember síðastliðnum að bankar fengju tvö ár til viðbótar áður en þeir þyrftu að uppfylla skilyrði Volcker reglunnar. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vill umbylta og einfalda eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum. Market Watch greinir frá.Volcker sem nú er formaður the Volcker Alliance, samtaka sem hann stofnaði til að vinna að auknu trausti til stjórnvalda, sagði á blaðamannafundi í dag að þörf væri á fjármálaeftirliti fyrir 21. öldina. Í nýrri skýrslu frá Volcker Alliance er núverandi fjármálaeftirlit sagt „mjög brotakennt, úrelt og óskilvirkt.“ Í skýrslunni er m.a. lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna muni vera yfir eftirlit með fjármálastarfsemi. Nú er eftirlitið rekið í mörgum stofnunum sem fylgjast með mismunandi þáttum fjármálastarfsemi og því skortir á heildar yfirsýn. „Það bendir allt til þess að tími sé kominn að grípa til aðgerða,“ sagði hinn 87 ára gamli Volcker. Volcker hefur lengi talað fyrir breytingum í fjármálakerfinu. Frá 2009 til 2011 var hann yfir nefnd sem Barack Obama Bandaríkjaforseti skipaði til að leggja fram tillögur um breytingar á fjármálakerfinu. Þar var Volcker reglan meðal tillagna sem kveður á um að bankar megi ekki eiga viðskipti í eigin reikning. Bandaríski seðlabankinn ákvað í desember síðastliðnum að bankar fengju tvö ár til viðbótar áður en þeir þyrftu að uppfylla skilyrði Volcker reglunnar.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira