Volkswagen Tiguan Coupé R Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 10:09 Volkswagen Tiguan Coupé R. Volkswagen hefur framleitt Tiguan jepplinginn frá árinu 2009 en hingað til hefur hann aðeins verið framleiddur í einni gerð og ekki með aflmiklum vélum. Nú hefur Volkswagen ákveðið að framleiða bílinn í Coupé útfærslu og með öflugri 300 hestafla vél. Er það sama vélin og finna má í Volkswagen Golf R bílnum, 2,0 lítra forþjöppuvél. Þessum bíl verður att gegn Mercedes Benz GLA45 AMG, Audi RS Q3 og komandi BMW X2 M og Range Rover Evoque SVR. Tiguan Coupé R á að verða jafn snöggur og Golf R og taka sprettin í 100 á 5,1 sekúndu. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn Tiguan og með gerbreyttri fjöðrun. Bíllinn á að koma á markað árið 2017. Á sama tíma kemur ný kynslóð Tiguan með aflminni vélum, en einnig Plug-In-Hybrid útgáfa hans sem fær stafina GTE í endann líkt og nýtilkominn Golf GTE. Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent
Volkswagen hefur framleitt Tiguan jepplinginn frá árinu 2009 en hingað til hefur hann aðeins verið framleiddur í einni gerð og ekki með aflmiklum vélum. Nú hefur Volkswagen ákveðið að framleiða bílinn í Coupé útfærslu og með öflugri 300 hestafla vél. Er það sama vélin og finna má í Volkswagen Golf R bílnum, 2,0 lítra forþjöppuvél. Þessum bíl verður att gegn Mercedes Benz GLA45 AMG, Audi RS Q3 og komandi BMW X2 M og Range Rover Evoque SVR. Tiguan Coupé R á að verða jafn snöggur og Golf R og taka sprettin í 100 á 5,1 sekúndu. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn Tiguan og með gerbreyttri fjöðrun. Bíllinn á að koma á markað árið 2017. Á sama tíma kemur ný kynslóð Tiguan með aflminni vélum, en einnig Plug-In-Hybrid útgáfa hans sem fær stafina GTE í endann líkt og nýtilkominn Golf GTE.
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent