Valur og KR ræddu að tefla fram sameiginlegu liði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2015 13:15 Úr leik hjá KR og Val síðasta vetur. vísir/vilhelm Staðan er ekkert allt of góð hjá kvennaliðum Vals og KR í körfubolta en bæði lið eru í efstu deild. Þau hafa bæði misst marga leikmenn og það lykilmenn. Eftir stendur þunnur hópur þar sem uppistaðan er ungir og óharðnaðir leikmenn. Hætt er við að bæði lið muni lenda í miklum vandræðum í leikjum sínum í vetur miðað við óbreytt ástand. Guðrún Kristmundsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar KR, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála. Sagði stjórnina ætla að funda í kvöld og í kjölfarið yrði rætt við leikmenn um framhaldið. Heimildir Vísis herma að ekki sé endilega grundvöllur fyrir því að senda lið til keppni í efstu deild eins og staðan er núna.Fannst hugmyndin sniðug Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, staðfesti að óformlegar viðræður hefðu farið fram á milli félaganna um að tefla fram sameiginlegu liði. „Valur og KR hafa verið að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir félögin og einn möguleikinn sem við skoðuðum var að tefla fram sameiginlegu liði. Þetta voru góðar viðræður en ekki í reykfylltum bakherbergjum. Það varð ekki framhald á þeim viðræðum þannig að sá möguleiki er ekki lengur upp á borði," segir Svali en bæði lið eru að skoða hvernig þau ætla sér að fara inn í veturinn. „Mér hefði þótt sniðugt að sameina þetta en KR-ingar sáu þetta í öðru ljósi. Ég held að þetta hefði verið mjög skemmtileg tilraun."Stelpurnar hefðu hannað búninginn sjálfar Það hefði svo sannarlega verið saga til næstu bæjar ef þessi tvö félög myndu tefla fram sameiginlega liði. Ljóst er að margir harðir stuðningsmenn beggja liða væru ekki hrifnir af því. Hvernig hafði Svali samt séð fyrir sér sameiginlegan búning? „Ég ætlaði að láta stelpurnar hanna sjálfar nýjan búning. Það hefði verið áhugaverð tilraun að leikmenn þessara sögufrægu félaga myndu hanna nýjan búning." Þó svo staðan hjá Val sé erfið þá telur Svali að félagið geti teflt fram liði í vetur. „Okkur sýnist það og við stefnum að því." Dominos-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Staðan er ekkert allt of góð hjá kvennaliðum Vals og KR í körfubolta en bæði lið eru í efstu deild. Þau hafa bæði misst marga leikmenn og það lykilmenn. Eftir stendur þunnur hópur þar sem uppistaðan er ungir og óharðnaðir leikmenn. Hætt er við að bæði lið muni lenda í miklum vandræðum í leikjum sínum í vetur miðað við óbreytt ástand. Guðrún Kristmundsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar KR, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála. Sagði stjórnina ætla að funda í kvöld og í kjölfarið yrði rætt við leikmenn um framhaldið. Heimildir Vísis herma að ekki sé endilega grundvöllur fyrir því að senda lið til keppni í efstu deild eins og staðan er núna.Fannst hugmyndin sniðug Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, staðfesti að óformlegar viðræður hefðu farið fram á milli félaganna um að tefla fram sameiginlegu liði. „Valur og KR hafa verið að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir félögin og einn möguleikinn sem við skoðuðum var að tefla fram sameiginlegu liði. Þetta voru góðar viðræður en ekki í reykfylltum bakherbergjum. Það varð ekki framhald á þeim viðræðum þannig að sá möguleiki er ekki lengur upp á borði," segir Svali en bæði lið eru að skoða hvernig þau ætla sér að fara inn í veturinn. „Mér hefði þótt sniðugt að sameina þetta en KR-ingar sáu þetta í öðru ljósi. Ég held að þetta hefði verið mjög skemmtileg tilraun."Stelpurnar hefðu hannað búninginn sjálfar Það hefði svo sannarlega verið saga til næstu bæjar ef þessi tvö félög myndu tefla fram sameiginlega liði. Ljóst er að margir harðir stuðningsmenn beggja liða væru ekki hrifnir af því. Hvernig hafði Svali samt séð fyrir sér sameiginlegan búning? „Ég ætlaði að láta stelpurnar hanna sjálfar nýjan búning. Það hefði verið áhugaverð tilraun að leikmenn þessara sögufrægu félaga myndu hanna nýjan búning." Þó svo staðan hjá Val sé erfið þá telur Svali að félagið geti teflt fram liði í vetur. „Okkur sýnist það og við stefnum að því."
Dominos-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira