Hrunið í Kína: Hræðsla greip um sig á íslenskum markaði Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. ágúst 2015 20:37 Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Þetta er mesta lækkun hlutabréfamarkaða í einu lagi frá efnahagshruninu haustið 2008. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar féll alls um 2,52% og hafði lækkað um meira en 3% þegar mest var.Sjá má fréttaskýringu Stöðvar 2 um málið í meðfylgjandi myndskeiði. Hlutabréfamarkaðir í Kína hafa lækkað mikið síðustu mánuði enda mikill órói verið í kínversku hagkerfi. Eins og þessi mynd sýnir (sjá myndskeið) hafa hlutabréfamarkaðir í Kína lækkað um rúmlega 20 prósent á einum mánuði en lækkunin nemur 40 prósentum frá því í júní. Þessi efnahagsórói hefur stigmagnast og í dag varð algjört hrun á hlutabréfamörkuðum í Kína og lækkunin nam 8,49 prósentum bara í dag. Ásgeir Jónssón dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að þarna sé á ferðinni „leiðrétting“ á verðbólu sem hafi verið á kínverskum hlutabréfamarkaði. Hrun á mörkuðum í Kina olli smitáhrifum á hlutabréfamörkuðum á vesturlöndum. Eurofirst300 vísitalan, samevrópsk hlutabréfavísitala, lækkaði um 5,44 prósent í dag en á tímabili nam lækkunin rúmlega 8 prósentum þótt markaðir hafi líttilega rétt úr kútnum fyrir lokun. Þá varð mikil lækkun vestanhafs eftir opnun markaða. Og áhrifin voru greinileg á íslenskum hlutabréfamarkaði. Í raun má segja að það hafi verið rauður dagur í Kauphöll Íslands þótt hann hafi verið svartur erlendis. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,52 prósent. Þetta er mesta verðfall á íslenskum hlutabréfamarkaði frá 2010. Mesta lækkunin varð á bréfum Nýherja eða um 4,73 prósent. Bréf Össurar lækkuðu um 4,26 prósent og hlutabréf í Marel lækkuðu um 3,57 prósent. Ef skoðuð eru önnur félög þá lækkuðu bréf Eimskipa um 3,35 prósent, Icelandair um rúmlega tvö og hálft prósent og Haga um 1,89 prósent. Ingólfur Bender hjá greiningu Íslandsbanka segir að fjárfestar haldi að sér höndum vegna óvissunnar erlendis og margir villji innleysa hagnað á markaði áður en frekara verðfall eigi sér stað. Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Þetta er mesta lækkun hlutabréfamarkaða í einu lagi frá efnahagshruninu haustið 2008. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar féll alls um 2,52% og hafði lækkað um meira en 3% þegar mest var.Sjá má fréttaskýringu Stöðvar 2 um málið í meðfylgjandi myndskeiði. Hlutabréfamarkaðir í Kína hafa lækkað mikið síðustu mánuði enda mikill órói verið í kínversku hagkerfi. Eins og þessi mynd sýnir (sjá myndskeið) hafa hlutabréfamarkaðir í Kína lækkað um rúmlega 20 prósent á einum mánuði en lækkunin nemur 40 prósentum frá því í júní. Þessi efnahagsórói hefur stigmagnast og í dag varð algjört hrun á hlutabréfamörkuðum í Kína og lækkunin nam 8,49 prósentum bara í dag. Ásgeir Jónssón dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að þarna sé á ferðinni „leiðrétting“ á verðbólu sem hafi verið á kínverskum hlutabréfamarkaði. Hrun á mörkuðum í Kina olli smitáhrifum á hlutabréfamörkuðum á vesturlöndum. Eurofirst300 vísitalan, samevrópsk hlutabréfavísitala, lækkaði um 5,44 prósent í dag en á tímabili nam lækkunin rúmlega 8 prósentum þótt markaðir hafi líttilega rétt úr kútnum fyrir lokun. Þá varð mikil lækkun vestanhafs eftir opnun markaða. Og áhrifin voru greinileg á íslenskum hlutabréfamarkaði. Í raun má segja að það hafi verið rauður dagur í Kauphöll Íslands þótt hann hafi verið svartur erlendis. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,52 prósent. Þetta er mesta verðfall á íslenskum hlutabréfamarkaði frá 2010. Mesta lækkunin varð á bréfum Nýherja eða um 4,73 prósent. Bréf Össurar lækkuðu um 4,26 prósent og hlutabréf í Marel lækkuðu um 3,57 prósent. Ef skoðuð eru önnur félög þá lækkuðu bréf Eimskipa um 3,35 prósent, Icelandair um rúmlega tvö og hálft prósent og Haga um 1,89 prósent. Ingólfur Bender hjá greiningu Íslandsbanka segir að fjárfestar haldi að sér höndum vegna óvissunnar erlendis og margir villji innleysa hagnað á markaði áður en frekara verðfall eigi sér stað.
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira