Hrunið í Kína: Hræðsla greip um sig á íslenskum markaði Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. ágúst 2015 20:37 Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Þetta er mesta lækkun hlutabréfamarkaða í einu lagi frá efnahagshruninu haustið 2008. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar féll alls um 2,52% og hafði lækkað um meira en 3% þegar mest var.Sjá má fréttaskýringu Stöðvar 2 um málið í meðfylgjandi myndskeiði. Hlutabréfamarkaðir í Kína hafa lækkað mikið síðustu mánuði enda mikill órói verið í kínversku hagkerfi. Eins og þessi mynd sýnir (sjá myndskeið) hafa hlutabréfamarkaðir í Kína lækkað um rúmlega 20 prósent á einum mánuði en lækkunin nemur 40 prósentum frá því í júní. Þessi efnahagsórói hefur stigmagnast og í dag varð algjört hrun á hlutabréfamörkuðum í Kína og lækkunin nam 8,49 prósentum bara í dag. Ásgeir Jónssón dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að þarna sé á ferðinni „leiðrétting“ á verðbólu sem hafi verið á kínverskum hlutabréfamarkaði. Hrun á mörkuðum í Kina olli smitáhrifum á hlutabréfamörkuðum á vesturlöndum. Eurofirst300 vísitalan, samevrópsk hlutabréfavísitala, lækkaði um 5,44 prósent í dag en á tímabili nam lækkunin rúmlega 8 prósentum þótt markaðir hafi líttilega rétt úr kútnum fyrir lokun. Þá varð mikil lækkun vestanhafs eftir opnun markaða. Og áhrifin voru greinileg á íslenskum hlutabréfamarkaði. Í raun má segja að það hafi verið rauður dagur í Kauphöll Íslands þótt hann hafi verið svartur erlendis. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,52 prósent. Þetta er mesta verðfall á íslenskum hlutabréfamarkaði frá 2010. Mesta lækkunin varð á bréfum Nýherja eða um 4,73 prósent. Bréf Össurar lækkuðu um 4,26 prósent og hlutabréf í Marel lækkuðu um 3,57 prósent. Ef skoðuð eru önnur félög þá lækkuðu bréf Eimskipa um 3,35 prósent, Icelandair um rúmlega tvö og hálft prósent og Haga um 1,89 prósent. Ingólfur Bender hjá greiningu Íslandsbanka segir að fjárfestar haldi að sér höndum vegna óvissunnar erlendis og margir villji innleysa hagnað á markaði áður en frekara verðfall eigi sér stað. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Þetta er mesta lækkun hlutabréfamarkaða í einu lagi frá efnahagshruninu haustið 2008. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar féll alls um 2,52% og hafði lækkað um meira en 3% þegar mest var.Sjá má fréttaskýringu Stöðvar 2 um málið í meðfylgjandi myndskeiði. Hlutabréfamarkaðir í Kína hafa lækkað mikið síðustu mánuði enda mikill órói verið í kínversku hagkerfi. Eins og þessi mynd sýnir (sjá myndskeið) hafa hlutabréfamarkaðir í Kína lækkað um rúmlega 20 prósent á einum mánuði en lækkunin nemur 40 prósentum frá því í júní. Þessi efnahagsórói hefur stigmagnast og í dag varð algjört hrun á hlutabréfamörkuðum í Kína og lækkunin nam 8,49 prósentum bara í dag. Ásgeir Jónssón dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að þarna sé á ferðinni „leiðrétting“ á verðbólu sem hafi verið á kínverskum hlutabréfamarkaði. Hrun á mörkuðum í Kina olli smitáhrifum á hlutabréfamörkuðum á vesturlöndum. Eurofirst300 vísitalan, samevrópsk hlutabréfavísitala, lækkaði um 5,44 prósent í dag en á tímabili nam lækkunin rúmlega 8 prósentum þótt markaðir hafi líttilega rétt úr kútnum fyrir lokun. Þá varð mikil lækkun vestanhafs eftir opnun markaða. Og áhrifin voru greinileg á íslenskum hlutabréfamarkaði. Í raun má segja að það hafi verið rauður dagur í Kauphöll Íslands þótt hann hafi verið svartur erlendis. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,52 prósent. Þetta er mesta verðfall á íslenskum hlutabréfamarkaði frá 2010. Mesta lækkunin varð á bréfum Nýherja eða um 4,73 prósent. Bréf Össurar lækkuðu um 4,26 prósent og hlutabréf í Marel lækkuðu um 3,57 prósent. Ef skoðuð eru önnur félög þá lækkuðu bréf Eimskipa um 3,35 prósent, Icelandair um rúmlega tvö og hálft prósent og Haga um 1,89 prósent. Ingólfur Bender hjá greiningu Íslandsbanka segir að fjárfestar haldi að sér höndum vegna óvissunnar erlendis og margir villji innleysa hagnað á markaði áður en frekara verðfall eigi sér stað.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira