Sprækur Mercedes Benz GLE með 449 hestafla tvinnaflrás Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2015 15:04 Mercedes Benz GLE e Plug-In-Hybrid er hlaðinn afli. Í fyrsta sinn í framleiðslusögu Mercedes-Benz er boðið upp á jeppa með tengiltvinnaflrás. Um er að ræða nýjan GLE 500 e Plug-in Hybrid bíl þar sem fer saman hámarks sparneytni og afkastageta. Aflrásin í GLE 500 e er með V6 bensínvél og rafmótor sem skila alls 449 hestöflum. Hámarkstog er 650 Nm svo ekki skortir toggetuna í þennan bíl. CO2 losunin er einungis 78 gr/km og eyðsla í blönduðum akstri 3,3 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Rafmagnsnotkunin í tvinnbílnum er 16,7 kWh/100 km og með þessu setur hann ný viðmið á þessu sviði í stærðarflokknum. Þessu til viðbótar er akstursdrægi hans allt að 30 km einungis á raforkunni. Tvinnbíllinn nær allt að 130 km hraða á klst eingöngu fyrir raforku og orkuendurheimt inn á rafgeyminn. Í nýjum Mercedes Benz GLE 500 e fer saman afkastageta og fágun auk mikllar sparneytni og fjölhæfni sportjeppa í lúxusflokki. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent
Í fyrsta sinn í framleiðslusögu Mercedes-Benz er boðið upp á jeppa með tengiltvinnaflrás. Um er að ræða nýjan GLE 500 e Plug-in Hybrid bíl þar sem fer saman hámarks sparneytni og afkastageta. Aflrásin í GLE 500 e er með V6 bensínvél og rafmótor sem skila alls 449 hestöflum. Hámarkstog er 650 Nm svo ekki skortir toggetuna í þennan bíl. CO2 losunin er einungis 78 gr/km og eyðsla í blönduðum akstri 3,3 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Rafmagnsnotkunin í tvinnbílnum er 16,7 kWh/100 km og með þessu setur hann ný viðmið á þessu sviði í stærðarflokknum. Þessu til viðbótar er akstursdrægi hans allt að 30 km einungis á raforkunni. Tvinnbíllinn nær allt að 130 km hraða á klst eingöngu fyrir raforku og orkuendurheimt inn á rafgeyminn. Í nýjum Mercedes Benz GLE 500 e fer saman afkastageta og fágun auk mikllar sparneytni og fjölhæfni sportjeppa í lúxusflokki.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent