Mikill fjöldi háskólmenntaðra starfar við ferðaþjónustu Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. apríl 2015 12:30 Grímur Sæmundsen Um helmingur starfsmanna ferðaskrifstofa og annarra þeirra sem sjá um skipulagningu ferða er háskólamenntaður. Einungis ein starfsgrein, það er fjármála- og vátryggingastarfsemi, hefur á að skipa hlutfallslega fleiri háskólamenntuðum starfsmönnum. Þetta sýna tölur Hagstofu Íslands sem Böðvar Þórisson kynnti á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar á dögunum. Grímur Sæmundsen, formaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hátt hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna í þessari grein megi sennilega rekja til þess að með vexti greinarinnar hafi fólki með markaðsmenntun fjölgað mjög. Einnig sé háskólamenntað fólk að vinna við afþreyingarhluta ferðaþjónustunnar, það er leiðsögumenn og fleiri stéttir. „Það er oftast nær háskólamenntað fólk,“ segir Grímur. En þótt fjöldi háskólamenntaðs fólks starfi við ferðaþjónustu þá er skortur á iðnmenntuðu fólki sem starfar við matreiðslu, framreiðslu og annað slíkt. Grímur segir að í ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum hafi verið brýnt fyrir stjórnvöldum að bregðast við hlutverki sínu og styðja innviði greinarinnar. Í ályktuninni er meðal annars vikið að menntun, en þar segir að stórefla þurfi menntakerfi ferðaþjónustunnar. „Tryggja þarf samráð og samstarf milli fræðsluaðila og atvinnulífsins. Einnig þarf að bæta aðgengi að menntun, auka starfsnám og samræmingu milli skólastiga. Endurskipuleggja þarf starfsnám með einfaldara grunnnám að leiðarljósi og skipa sérstakan starfshóp til þessa.“ Grímur segir að Samtök ferðaþjónustunnar hafi í hyggju að fylgja þessari ályktun eftir með viðræðum við stjórnvöld um menntamál og mörg önnur atriði sem Samtökin leggja áherslu á. „En það sem við leggjum kannski mesta áherslu á í ályktuninni eru stórauknar opinberar fjárfestingar í samgöngum. Bæði í vegakerfinu og flugvallarstarfsemi. Vegna þess að lífæð greinarinnar eru samgöngur, og þarna erum við að tala um innviðafjárfestingar sem eru ekki sérhæfðar heldur nýtast landsmönnum öllum í þeirra daglega lífi,“ segir Grímur. Þá tekur Grímur fram að það þurfi að horfa á nýtingar náttúruauðlinda út frá hagsmunum ferðaþjónustunnar, sem sé langmest gjaldeyrisskapandi atvinnugrein landsins. „Sem dæmi hafa menn verið að vinna með rammaáætlun vegna verndar og orkunýtingar landsvæða sem hefur verið í vinnslu í tuttugu ár. Þarna er bara verið að hugsa um orkufrekan iðnað og ferðaþjónustan er orðin fimmtíu prósentum stærri en orkufrekur iðnaður í gjaldeyrissköpun,“ segir Grímur. Mikilvægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar hafi vaxið mjög mikið á undanförnum árum og það þurfi að fara að huga að henni með sama hætti og hugað hefur verið að orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi hingað til. Á aðalfundinum var að auki samþykkt sérályktun um stofnun ferðamálaráðuneytis til að vinna að hagsmunum greinarinnar. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Um helmingur starfsmanna ferðaskrifstofa og annarra þeirra sem sjá um skipulagningu ferða er háskólamenntaður. Einungis ein starfsgrein, það er fjármála- og vátryggingastarfsemi, hefur á að skipa hlutfallslega fleiri háskólamenntuðum starfsmönnum. Þetta sýna tölur Hagstofu Íslands sem Böðvar Þórisson kynnti á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar á dögunum. Grímur Sæmundsen, formaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hátt hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna í þessari grein megi sennilega rekja til þess að með vexti greinarinnar hafi fólki með markaðsmenntun fjölgað mjög. Einnig sé háskólamenntað fólk að vinna við afþreyingarhluta ferðaþjónustunnar, það er leiðsögumenn og fleiri stéttir. „Það er oftast nær háskólamenntað fólk,“ segir Grímur. En þótt fjöldi háskólamenntaðs fólks starfi við ferðaþjónustu þá er skortur á iðnmenntuðu fólki sem starfar við matreiðslu, framreiðslu og annað slíkt. Grímur segir að í ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum hafi verið brýnt fyrir stjórnvöldum að bregðast við hlutverki sínu og styðja innviði greinarinnar. Í ályktuninni er meðal annars vikið að menntun, en þar segir að stórefla þurfi menntakerfi ferðaþjónustunnar. „Tryggja þarf samráð og samstarf milli fræðsluaðila og atvinnulífsins. Einnig þarf að bæta aðgengi að menntun, auka starfsnám og samræmingu milli skólastiga. Endurskipuleggja þarf starfsnám með einfaldara grunnnám að leiðarljósi og skipa sérstakan starfshóp til þessa.“ Grímur segir að Samtök ferðaþjónustunnar hafi í hyggju að fylgja þessari ályktun eftir með viðræðum við stjórnvöld um menntamál og mörg önnur atriði sem Samtökin leggja áherslu á. „En það sem við leggjum kannski mesta áherslu á í ályktuninni eru stórauknar opinberar fjárfestingar í samgöngum. Bæði í vegakerfinu og flugvallarstarfsemi. Vegna þess að lífæð greinarinnar eru samgöngur, og þarna erum við að tala um innviðafjárfestingar sem eru ekki sérhæfðar heldur nýtast landsmönnum öllum í þeirra daglega lífi,“ segir Grímur. Þá tekur Grímur fram að það þurfi að horfa á nýtingar náttúruauðlinda út frá hagsmunum ferðaþjónustunnar, sem sé langmest gjaldeyrisskapandi atvinnugrein landsins. „Sem dæmi hafa menn verið að vinna með rammaáætlun vegna verndar og orkunýtingar landsvæða sem hefur verið í vinnslu í tuttugu ár. Þarna er bara verið að hugsa um orkufrekan iðnað og ferðaþjónustan er orðin fimmtíu prósentum stærri en orkufrekur iðnaður í gjaldeyrissköpun,“ segir Grímur. Mikilvægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar hafi vaxið mjög mikið á undanförnum árum og það þurfi að fara að huga að henni með sama hætti og hugað hefur verið að orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi hingað til. Á aðalfundinum var að auki samþykkt sérályktun um stofnun ferðamálaráðuneytis til að vinna að hagsmunum greinarinnar.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent