Ný gerð Tesla Model S Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2015 14:44 Tesla Model S 70D Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla selur nú eingöngu eina bílgerð, Tesla Model S, þótt styttast fari í útkomu Model X jepplingsins. Til eru nokkrar gerðir Model S bílsins, en nú var að bætast við ein enn. Ber hún nafnið Model S 70D. Talan 70 vísar í þau kílóvött á klukkutíma sem rafhlöður bílsins orka, en fyrri gerðir bílsins eru 60 og 85 kílóvött. Model S 70D er fjórhjóladrifinn, 329 hestöfl og kemst í 100 km hraða á 5,2 sekúndum. Bíllinn hefur hámarkshraðann 225 km/klst og drægnin er 400 kílómetrar. Verð bílsins er 75.000 dollarar, eða um 10,3 milljónir króna. Það er aðeins 5.000 dollurum meira en ódýrasta gerð Model S, með 60 kWh rafhlöðu og drifi á einum öxli. Ýmislegt meira en öflugri rafhlöður fylgja 70D bílnum umfram þann ódýrasta, þar á meðal hraðhleðslustöð. Með nýrri gerð Model S býður Tesla 3 nýja liti á bílinn, þar á meðal þenna Ocean Blue lit sem sést á myndinni, en auk hans Warm Silver og Obsidian Black. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla selur nú eingöngu eina bílgerð, Tesla Model S, þótt styttast fari í útkomu Model X jepplingsins. Til eru nokkrar gerðir Model S bílsins, en nú var að bætast við ein enn. Ber hún nafnið Model S 70D. Talan 70 vísar í þau kílóvött á klukkutíma sem rafhlöður bílsins orka, en fyrri gerðir bílsins eru 60 og 85 kílóvött. Model S 70D er fjórhjóladrifinn, 329 hestöfl og kemst í 100 km hraða á 5,2 sekúndum. Bíllinn hefur hámarkshraðann 225 km/klst og drægnin er 400 kílómetrar. Verð bílsins er 75.000 dollarar, eða um 10,3 milljónir króna. Það er aðeins 5.000 dollurum meira en ódýrasta gerð Model S, með 60 kWh rafhlöðu og drifi á einum öxli. Ýmislegt meira en öflugri rafhlöður fylgja 70D bílnum umfram þann ódýrasta, þar á meðal hraðhleðslustöð. Með nýrri gerð Model S býður Tesla 3 nýja liti á bílinn, þar á meðal þenna Ocean Blue lit sem sést á myndinni, en auk hans Warm Silver og Obsidian Black.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent