Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. september 2015 22:30 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er einn af ákærðu í Marple-málinu. Vísir/Gva Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með skýrslutökum yfir sakborningum. Fyrst var tekin skýrsla af Guðný Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjórastjóra Kaupþings. Guðný Arna tók við stöðu fjármálastjóra árið 2005 og hennar næsti yfirmaður var Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings. Við skýrslutöku kom fram að Guðný Arna hefði fyrst og fremst tekið við boðum frá honum. Guðný og Hreiðar eru bæði sökuð um fjárdrátt með því að hafa millifært í tvígang rúmlega þrjá milljarða króna af reikningi Kaupþings á Íslandi til Kaupþings í Lúxembúrg sem Magnús Guðmundsson, þáverandi forstjóri Kaupþings Lúxembúrg, færði yfir á reikning Marple Holding. Magnús er einnig ákærður í málinu fyrir umboðssvik, hylmingu og hlutdeild í fjárdrætti. Skúli Þorvaldsson er ákærður fyrir hylmingu og að halda eftir ólögmætum ávinningi af brotunum. „Hreiðar Már kallaði mig inn á skrifstofu og kallaði eftir því að þetta yrði gert. Hann fór yfir forsendur samningsins og var með gögnin í höndunum,“ segir Guðný Arna um fyrsta ákæruliðinn. Þá millifærði hún þrjá milljarða inn á reikning Kaupþings í Lúxembúrg sem síðar runnu til ákærða Skúla. Samningur þessa efnis hefur aldrei fundist en Hreiðar Már kom inn á í sinni skýrslutöku að „sennilega hefði hann fundist í læstri hirslu á skrifstofu sinni.“Skúli Þorvaldsson í dómsal í dag.Vísir/GVAAldrei talað við ákærða Skúla Þorvaldsson Upplýsingar um millifærsluna hafi verið skráðar inn á safn sem kallast yfirstjórn og var ætlað Hreiðari Má og viðskiptum sem hann stundaði á þeim tíma. Hann hafi verið skráður fyrir því. Hann tók ákvarðanirnar, bar ábyrgð á tapi og hagnaði. Ákæruvaldið hefur gert mikið úr því að neinar upplýsingar aðrar en upphæðin hafi fundist tengt þessum viðskiptum. Guðný segir að hún hafi ekki komið að viðskiptunum sjálfum að öðru leiti því en að hafa milligöngu um millifærsluna. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hverjir komu að samningnum eða tengt hverjum. Hún hafi aðeins séð að peningarnir færu til Lúxembúrg en ekki hvert þeir færu næst. „Ég veit ekki hvað varð um gögn forstjórans [Hreiðars]. Skrifstofan hans var tæmd og henni breytt í fundarherbergi,“ sagði Guðný er verjendur tóku við keflinu af ákæruvaldinu. Guðný starfaði áfram hjá bankanum í nokkurn tíma eftir hrun. „Ég sá ekkert óeðlilegt við þau tilmæli sem ég fékk frá Hreiðari í þessum viðskiptum og hef aldrei verið beðin um að halda neinu leyndu þeim tengdum. Hreiðar Már kom ítrekað að stærri verkefnum sem skiptu bankann miklu.“ Yfirheyrslum yfir Guðný lauk á þeim nótum að hún staðhæfði að Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxembúrg, hefði aldrei haft nokkuð boðvald yfir sér. Einnig sagði hún hefði aldrei átt nokkur samskipti við ákærða Skúla Þorvaldsson. Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með skýrslutökum yfir sakborningum. Fyrst var tekin skýrsla af Guðný Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjórastjóra Kaupþings. Guðný Arna tók við stöðu fjármálastjóra árið 2005 og hennar næsti yfirmaður var Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings. Við skýrslutöku kom fram að Guðný Arna hefði fyrst og fremst tekið við boðum frá honum. Guðný og Hreiðar eru bæði sökuð um fjárdrátt með því að hafa millifært í tvígang rúmlega þrjá milljarða króna af reikningi Kaupþings á Íslandi til Kaupþings í Lúxembúrg sem Magnús Guðmundsson, þáverandi forstjóri Kaupþings Lúxembúrg, færði yfir á reikning Marple Holding. Magnús er einnig ákærður í málinu fyrir umboðssvik, hylmingu og hlutdeild í fjárdrætti. Skúli Þorvaldsson er ákærður fyrir hylmingu og að halda eftir ólögmætum ávinningi af brotunum. „Hreiðar Már kallaði mig inn á skrifstofu og kallaði eftir því að þetta yrði gert. Hann fór yfir forsendur samningsins og var með gögnin í höndunum,“ segir Guðný Arna um fyrsta ákæruliðinn. Þá millifærði hún þrjá milljarða inn á reikning Kaupþings í Lúxembúrg sem síðar runnu til ákærða Skúla. Samningur þessa efnis hefur aldrei fundist en Hreiðar Már kom inn á í sinni skýrslutöku að „sennilega hefði hann fundist í læstri hirslu á skrifstofu sinni.“Skúli Þorvaldsson í dómsal í dag.Vísir/GVAAldrei talað við ákærða Skúla Þorvaldsson Upplýsingar um millifærsluna hafi verið skráðar inn á safn sem kallast yfirstjórn og var ætlað Hreiðari Má og viðskiptum sem hann stundaði á þeim tíma. Hann hafi verið skráður fyrir því. Hann tók ákvarðanirnar, bar ábyrgð á tapi og hagnaði. Ákæruvaldið hefur gert mikið úr því að neinar upplýsingar aðrar en upphæðin hafi fundist tengt þessum viðskiptum. Guðný segir að hún hafi ekki komið að viðskiptunum sjálfum að öðru leiti því en að hafa milligöngu um millifærsluna. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hverjir komu að samningnum eða tengt hverjum. Hún hafi aðeins séð að peningarnir færu til Lúxembúrg en ekki hvert þeir færu næst. „Ég veit ekki hvað varð um gögn forstjórans [Hreiðars]. Skrifstofan hans var tæmd og henni breytt í fundarherbergi,“ sagði Guðný er verjendur tóku við keflinu af ákæruvaldinu. Guðný starfaði áfram hjá bankanum í nokkurn tíma eftir hrun. „Ég sá ekkert óeðlilegt við þau tilmæli sem ég fékk frá Hreiðari í þessum viðskiptum og hef aldrei verið beðin um að halda neinu leyndu þeim tengdum. Hreiðar Már kom ítrekað að stærri verkefnum sem skiptu bankann miklu.“ Yfirheyrslum yfir Guðný lauk á þeim nótum að hún staðhæfði að Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxembúrg, hefði aldrei haft nokkuð boðvald yfir sér. Einnig sagði hún hefði aldrei átt nokkur samskipti við ákærða Skúla Þorvaldsson.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09
Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30
Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06