

Óhreinu börnin á Íslandi
Það virðist enginn vilja vita af óhreinu börnunum hennar Evu: Einstaklingum sem misstu heimili sín, öryrkjum sem lifa ekki af örorkubótum, um 40 prósentum af eldri borgurum sem lifa ekki af skömmtuðum tekjutengdum lífeyri langt undir framfærslu, eldri borgurum í húsnæðissamvinnufélögum, sem fengu enga leiðréttingu og urðu jafnvel fyrir ólöglegri eignaupptöku, og fjölda yngra fólks með námsskuldir, án skuldaleiðréttingar og húsnæðisskuldir án leiðréttingar, ef foreldrar veittu ábyrgð lána og þeim einnig, sem geta ekki stofnað heimili, því þau hafa ekki greiðslugetu til að fá lán eftir reglum bankanna, en mega í þess stað borga húsaleigu langt umfram afborgun af lánum vegna íbúðarkaupa, sem þau ættu að geta keypt.
Fyrri ríkisstjórn skerti kjör öryrkja og eldri borgara miskunnarlaust og kom á þessum tekjutengingum og skerðingum, þannig að eldri borgarar, sem voru ekki starfsmenn ríkisins á nær verðtryggðum lífeyri, fengu nær engar tekjur úr sínum lífeyrissjóðum. Ríkisstjórnin lofaði breytingum á almannatryggingalöggjöfinni snemma á valdatíma sínum og lagði loks fram frumvarp á síðustu dögum þingsins, sem dagaði uppi.
Núverandi ríkisstjórn hefur nær engu breytt í þessum málum frá fyrri ríkisstjórn. Breytingar á almannatryggingunum enn í nefnd, rökum eldri borgara, einkum Björgvins Guðmundssonar um kjaraskerðingar, ekki svarað, heldur sagt að aldrei hafi verið greitt meira!
Á flokksþingi Framsóknarflokksins 2013 var samþykkt að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi 1. júlí 2009, yrði afturkölluð og að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra eftir hrun. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var samþykkt að sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, yrði tafarlaust afturkölluð og að leiðrétta ætti kjaragliðnun krepputímans. Í kosningabréfi fyrir kosningar var sagt: „Við ætlum að afnema tekjutengingu ellilífeyris.“
Hnífnum snúið í sárinu
Ekki var staðið við neitt af þessu, heldur er hnífnum snúið í sárinu núna: Nauðungaruppboð halda áfram og launahækkanir þessa árs eiga ekki að ná til óhreinu barnanna á þessu ári, en þau eiga að borga allar hækkanir á leigugjöldum, þjónustugjöldum og sjúkragjöldum allt frá hruni til þessa dags óbætt, og unga fólkið á að lifa við verðtryggðar skuldir og ofurvexti, sem aldrei verður hægt að komast frá. Hver vill búa við þessar aðstæður? Hvað skyldu vera margir, sem hafa ekki efni á að leita sér læknis eða hafa ekkert sér til bjargar þegar líður á mánuðinn?
Óhreinu börnin á Íslandi, þeir sem eru gjaldþrota eða eignalausir, öryrkjar, eldri borgarar með ónýta lífeyrissjóði og hlunnfarið ungt fólk, á engan annan kost en hefja nýja hagsmunabaráttu, meðal annars með stofnun stjórnmálaflokks, sem lofar leiðréttingu komist sá flokkur til áhrifa, með það heit hvers frambjóðanda, að standa við það loforð.
Skoðun

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar