Óhreinu börnin á Íslandi Halldór Gunnarsson skrifar 10. september 2015 00:00 Það er leitað skýringa á því, sem enginn virðist skilja, hvers vegna fjórflokkarnir með fylgiflokknum tapa miklu fylgi. Það virðist enginn vilja vita af óhreinu börnunum hennar Evu: Einstaklingum sem misstu heimili sín, öryrkjum sem lifa ekki af örorkubótum, um 40 prósentum af eldri borgurum sem lifa ekki af skömmtuðum tekjutengdum lífeyri langt undir framfærslu, eldri borgurum í húsnæðissamvinnufélögum, sem fengu enga leiðréttingu og urðu jafnvel fyrir ólöglegri eignaupptöku, og fjölda yngra fólks með námsskuldir, án skuldaleiðréttingar og húsnæðisskuldir án leiðréttingar, ef foreldrar veittu ábyrgð lána og þeim einnig, sem geta ekki stofnað heimili, því þau hafa ekki greiðslugetu til að fá lán eftir reglum bankanna, en mega í þess stað borga húsaleigu langt umfram afborgun af lánum vegna íbúðarkaupa, sem þau ættu að geta keypt. Fyrri ríkisstjórn skerti kjör öryrkja og eldri borgara miskunnarlaust og kom á þessum tekjutengingum og skerðingum, þannig að eldri borgarar, sem voru ekki starfsmenn ríkisins á nær verðtryggðum lífeyri, fengu nær engar tekjur úr sínum lífeyrissjóðum. Ríkisstjórnin lofaði breytingum á almannatryggingalöggjöfinni snemma á valdatíma sínum og lagði loks fram frumvarp á síðustu dögum þingsins, sem dagaði uppi. Núverandi ríkisstjórn hefur nær engu breytt í þessum málum frá fyrri ríkisstjórn. Breytingar á almannatryggingunum enn í nefnd, rökum eldri borgara, einkum Björgvins Guðmundssonar um kjaraskerðingar, ekki svarað, heldur sagt að aldrei hafi verið greitt meira! Á flokksþingi Framsóknarflokksins 2013 var samþykkt að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi 1. júlí 2009, yrði afturkölluð og að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra eftir hrun. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var samþykkt að sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, yrði tafarlaust afturkölluð og að leiðrétta ætti kjaragliðnun krepputímans. Í kosningabréfi fyrir kosningar var sagt: „Við ætlum að afnema tekjutengingu ellilífeyris.“Hnífnum snúið í sárinu Ekki var staðið við neitt af þessu, heldur er hnífnum snúið í sárinu núna: Nauðungaruppboð halda áfram og launahækkanir þessa árs eiga ekki að ná til óhreinu barnanna á þessu ári, en þau eiga að borga allar hækkanir á leigugjöldum, þjónustugjöldum og sjúkragjöldum allt frá hruni til þessa dags óbætt, og unga fólkið á að lifa við verðtryggðar skuldir og ofurvexti, sem aldrei verður hægt að komast frá. Hver vill búa við þessar aðstæður? Hvað skyldu vera margir, sem hafa ekki efni á að leita sér læknis eða hafa ekkert sér til bjargar þegar líður á mánuðinn? Óhreinu börnin á Íslandi, þeir sem eru gjaldþrota eða eignalausir, öryrkjar, eldri borgarar með ónýta lífeyrissjóði og hlunnfarið ungt fólk, á engan annan kost en hefja nýja hagsmunabaráttu, meðal annars með stofnun stjórnmálaflokks, sem lofar leiðréttingu komist sá flokkur til áhrifa, með það heit hvers frambjóðanda, að standa við það loforð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Það er leitað skýringa á því, sem enginn virðist skilja, hvers vegna fjórflokkarnir með fylgiflokknum tapa miklu fylgi. Það virðist enginn vilja vita af óhreinu börnunum hennar Evu: Einstaklingum sem misstu heimili sín, öryrkjum sem lifa ekki af örorkubótum, um 40 prósentum af eldri borgurum sem lifa ekki af skömmtuðum tekjutengdum lífeyri langt undir framfærslu, eldri borgurum í húsnæðissamvinnufélögum, sem fengu enga leiðréttingu og urðu jafnvel fyrir ólöglegri eignaupptöku, og fjölda yngra fólks með námsskuldir, án skuldaleiðréttingar og húsnæðisskuldir án leiðréttingar, ef foreldrar veittu ábyrgð lána og þeim einnig, sem geta ekki stofnað heimili, því þau hafa ekki greiðslugetu til að fá lán eftir reglum bankanna, en mega í þess stað borga húsaleigu langt umfram afborgun af lánum vegna íbúðarkaupa, sem þau ættu að geta keypt. Fyrri ríkisstjórn skerti kjör öryrkja og eldri borgara miskunnarlaust og kom á þessum tekjutengingum og skerðingum, þannig að eldri borgarar, sem voru ekki starfsmenn ríkisins á nær verðtryggðum lífeyri, fengu nær engar tekjur úr sínum lífeyrissjóðum. Ríkisstjórnin lofaði breytingum á almannatryggingalöggjöfinni snemma á valdatíma sínum og lagði loks fram frumvarp á síðustu dögum þingsins, sem dagaði uppi. Núverandi ríkisstjórn hefur nær engu breytt í þessum málum frá fyrri ríkisstjórn. Breytingar á almannatryggingunum enn í nefnd, rökum eldri borgara, einkum Björgvins Guðmundssonar um kjaraskerðingar, ekki svarað, heldur sagt að aldrei hafi verið greitt meira! Á flokksþingi Framsóknarflokksins 2013 var samþykkt að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi 1. júlí 2009, yrði afturkölluð og að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra eftir hrun. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var samþykkt að sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, yrði tafarlaust afturkölluð og að leiðrétta ætti kjaragliðnun krepputímans. Í kosningabréfi fyrir kosningar var sagt: „Við ætlum að afnema tekjutengingu ellilífeyris.“Hnífnum snúið í sárinu Ekki var staðið við neitt af þessu, heldur er hnífnum snúið í sárinu núna: Nauðungaruppboð halda áfram og launahækkanir þessa árs eiga ekki að ná til óhreinu barnanna á þessu ári, en þau eiga að borga allar hækkanir á leigugjöldum, þjónustugjöldum og sjúkragjöldum allt frá hruni til þessa dags óbætt, og unga fólkið á að lifa við verðtryggðar skuldir og ofurvexti, sem aldrei verður hægt að komast frá. Hver vill búa við þessar aðstæður? Hvað skyldu vera margir, sem hafa ekki efni á að leita sér læknis eða hafa ekkert sér til bjargar þegar líður á mánuðinn? Óhreinu börnin á Íslandi, þeir sem eru gjaldþrota eða eignalausir, öryrkjar, eldri borgarar með ónýta lífeyrissjóði og hlunnfarið ungt fólk, á engan annan kost en hefja nýja hagsmunabaráttu, meðal annars með stofnun stjórnmálaflokks, sem lofar leiðréttingu komist sá flokkur til áhrifa, með það heit hvers frambjóðanda, að standa við það loforð.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar