Nýr Renault Megane í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2015 10:45 Nýr Renault Megane. Renault Megane keppir í afar erfiðum flokki bíla gegn magnsölubílunum Volkswagen Golf og Peugeot 308, en þessir bílar seljast nú eins og heitar lummur í Evrópu og víðar. Renault ætlar að svara nýjum gerðum þessara bíla með gerbreyttri kynslóð Megane og mun sýna bílinn á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst á þriðjudaginn næsta. Renault menn segja að nýr Megane verði að standa út úr fjöldanum til að ná hylli kaupenda og þannig sé þessi nýi bíll. Nýr Megane er 25 mm lægri á vegi en forverinn og 47 mm breiðari að framan og 39 mm breiðari að aftan. Bil milli hjóla hefur einnig lengst um 28 mm og bilið frá framöxli að fremsta punkti hefur styst til að gefa bílnum sportlegra útlit. Snotur afturendi á nýjum Megane. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent
Renault Megane keppir í afar erfiðum flokki bíla gegn magnsölubílunum Volkswagen Golf og Peugeot 308, en þessir bílar seljast nú eins og heitar lummur í Evrópu og víðar. Renault ætlar að svara nýjum gerðum þessara bíla með gerbreyttri kynslóð Megane og mun sýna bílinn á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst á þriðjudaginn næsta. Renault menn segja að nýr Megane verði að standa út úr fjöldanum til að ná hylli kaupenda og þannig sé þessi nýi bíll. Nýr Megane er 25 mm lægri á vegi en forverinn og 47 mm breiðari að framan og 39 mm breiðari að aftan. Bil milli hjóla hefur einnig lengst um 28 mm og bilið frá framöxli að fremsta punkti hefur styst til að gefa bílnum sportlegra útlit. Snotur afturendi á nýjum Megane.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent