Kvikur bankamarkaður stjórnarmaðurinn skrifar 18. nóvember 2015 11:00 Fréttir bárust af því í gær að hópur lífeyrissjóða með Gildi og LSR fremsta í flokki hafi nálgast slitastjórn Kaupþings með það fyrir augum að kaupa 87% hlut slitastjórnarinnar í Arion banka. Þessi tíðindi berast í kjölfar þess að kröfuhafar Glitnis hafa ákveðið að leggja eignarhlut sinn í Íslandsbanka í hendur ríkisins og uppfylla þannig stöðugleikaskilyrðin svokölluðu, þannig að hægt sé að ganga frá nauðasamningum og taka eignir kröfuhafa úr landi. Fréttamaður sem ræddi við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna var snöggur til og spurði hvort til stæði að bjóða erlendum fjárfestum þátttöku. Fátt varð um svör. Það stæði í sjálfu sér ekki til, en lífeyrissjóðirnir væru til umræðu um slíkt ef einhver áhugaverður erlendur kostur kæmi upp úr krafsinu. Sem sagt. Ólíklegt er að erlendir fjárfestar taki þátt í kaupunum. Það var almannarómur í sumar að fjárfestar frá Kína annars vegar, og Austurlöndum nær hins vegar, væru langt á veg komnir með að ganga frá kaupum á Íslandsbanka. Forsvarsmenn slitastjórnarinnar kyntu undir vangaveltum á þessum nótum, sem verður að teljast nokkuð óvanalegt enda þykir ekki góð latína í viðskiptum að gaspra um hluti sem ekki verða. Hvort sem reynsluleysi af alþjóðaviðskiptum af hálfu slitastjórnarinnar var um að kenna eða ekki er ljóst að þessum áhuga var ekki fylgt eftir. Þá er sennilega fundin ástæða þess að kröfuhafarnir fallast á að leggja Íslandsbankahlutinn inn til ríkisins í stað þess að leita alþjóðlegra kaupenda. Erlendir kaupendur hafa ekki verið auðfundnir. Líklegasta niðurstaðan er að hér verði þrír stórir bankar: tveir í ríkiseigu, a.m.k. fyrst um sinn,sá þriðji í eigu lífeyrissjóða. Hvorki ríkið né lífeyrissjóðirnir geta talist ákjósanlegir hluthafar, enda yfirleitt betra aðhald frá þeim sem sýsla með eigið fé en annarra. Ekki bætir úr skák að erlendir fjárfestar virðast seint verða sannfærðir um aðkomu að íslenska bankakerfinu. Það er gömul saga og ný. Hér stefnir því í fremur óspennandi kokteil hjá gömlu bönkunum þremur. Gamalgróið samkrull eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða. Hvað sem því líður hljóta aðrir aðilar, á borð við Kviku – sameinaðan banka MP og Straums, að hugsa sér gott til glóðarinnar. Það er ekki meitlað í stein að gömlu bankarnir þrír gíni hér yfir öllu. Meira síðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Fréttir bárust af því í gær að hópur lífeyrissjóða með Gildi og LSR fremsta í flokki hafi nálgast slitastjórn Kaupþings með það fyrir augum að kaupa 87% hlut slitastjórnarinnar í Arion banka. Þessi tíðindi berast í kjölfar þess að kröfuhafar Glitnis hafa ákveðið að leggja eignarhlut sinn í Íslandsbanka í hendur ríkisins og uppfylla þannig stöðugleikaskilyrðin svokölluðu, þannig að hægt sé að ganga frá nauðasamningum og taka eignir kröfuhafa úr landi. Fréttamaður sem ræddi við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna var snöggur til og spurði hvort til stæði að bjóða erlendum fjárfestum þátttöku. Fátt varð um svör. Það stæði í sjálfu sér ekki til, en lífeyrissjóðirnir væru til umræðu um slíkt ef einhver áhugaverður erlendur kostur kæmi upp úr krafsinu. Sem sagt. Ólíklegt er að erlendir fjárfestar taki þátt í kaupunum. Það var almannarómur í sumar að fjárfestar frá Kína annars vegar, og Austurlöndum nær hins vegar, væru langt á veg komnir með að ganga frá kaupum á Íslandsbanka. Forsvarsmenn slitastjórnarinnar kyntu undir vangaveltum á þessum nótum, sem verður að teljast nokkuð óvanalegt enda þykir ekki góð latína í viðskiptum að gaspra um hluti sem ekki verða. Hvort sem reynsluleysi af alþjóðaviðskiptum af hálfu slitastjórnarinnar var um að kenna eða ekki er ljóst að þessum áhuga var ekki fylgt eftir. Þá er sennilega fundin ástæða þess að kröfuhafarnir fallast á að leggja Íslandsbankahlutinn inn til ríkisins í stað þess að leita alþjóðlegra kaupenda. Erlendir kaupendur hafa ekki verið auðfundnir. Líklegasta niðurstaðan er að hér verði þrír stórir bankar: tveir í ríkiseigu, a.m.k. fyrst um sinn,sá þriðji í eigu lífeyrissjóða. Hvorki ríkið né lífeyrissjóðirnir geta talist ákjósanlegir hluthafar, enda yfirleitt betra aðhald frá þeim sem sýsla með eigið fé en annarra. Ekki bætir úr skák að erlendir fjárfestar virðast seint verða sannfærðir um aðkomu að íslenska bankakerfinu. Það er gömul saga og ný. Hér stefnir því í fremur óspennandi kokteil hjá gömlu bönkunum þremur. Gamalgróið samkrull eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða. Hvað sem því líður hljóta aðrir aðilar, á borð við Kviku – sameinaðan banka MP og Straums, að hugsa sér gott til glóðarinnar. Það er ekki meitlað í stein að gömlu bankarnir þrír gíni hér yfir öllu. Meira síðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00