Hryðjuverkaárásir hafa minni áhrif á fjárfesta Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Mínútu þögn var á hádegi um allan heim á mánudaginn vegna árásanna í París. NordicPhotos/AFP Áhrif hryðjuverkaárása á markaði í heiminum virðast fara þverrandi. Eftir því sem slíkum árásum fjölgar, virðast viðbrögð fjárfesta verða yfirvegaðri og áhyggjur manna af afleiðingum árásanna á alheimshagkerfið minnka. Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu í gær. Breska blaðið Guardian sagði að ákvörðun Frakka um að svara hryðjuverkaárásunum á föstudaginn af hörku hafi haft þau áhrif að gengi hlutabréfa í fyrirtækjum sem framleiða hergögn hækkaði. Gengi bréfa í einstaka ferðaþjónustufyrirtækjum lækkaði á mánudaginn en hækkaði svo aftur í gær. Samkvæmt frásögn USA Today hækkuðu hlutabréf almennt í viðskiptum í Bandaríkjunum á mánudaginn. Það er í fyrsta sinn sem slíkt gerist fyrsta viðskiptadaginn eftir að árás af þessu tagi er gerð. Blaðið segir að þetta þýði að hryðjuverk hafi minni áhrif á hagkerfið en þau gerðu áður. Bandaríska Dow Jones vísitalan hækkaði um 237 stig á mánudag og Standard & Poor's 500 vísitalan hækkaði um 1,4 prósent. Hlutabréf hækkuðu líka almennt í Evrópu. Stoxx Europe 600 vísitalan hækkaði um 0,3 prósent og CAC 40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,1 prósent. Daginn eftir að hryðjuverkaárásir voru gerðar á Tvíburaturnana árið 2001 féll Standard & Poor's um 4,9 prósent og féll í heild um 11,6 prósent. Hrun á markaði eftir hryðjuverkaárásir minnkar með hverri árásinni sem gerð er. Í mars 2004 féll S&P 500 um 1,5 prósent eftir hryðjuverkin í Madrid. Lækkunin varð svo 0,8 prósent í júlí 2005 eftir hryðjuverk í Lundúnum. Markaðir virðast lækka rétt eftir að árásir eru gerðar en jafna sig mjög fljótt. Hryðjuverk í París Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Áhrif hryðjuverkaárása á markaði í heiminum virðast fara þverrandi. Eftir því sem slíkum árásum fjölgar, virðast viðbrögð fjárfesta verða yfirvegaðri og áhyggjur manna af afleiðingum árásanna á alheimshagkerfið minnka. Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu í gær. Breska blaðið Guardian sagði að ákvörðun Frakka um að svara hryðjuverkaárásunum á föstudaginn af hörku hafi haft þau áhrif að gengi hlutabréfa í fyrirtækjum sem framleiða hergögn hækkaði. Gengi bréfa í einstaka ferðaþjónustufyrirtækjum lækkaði á mánudaginn en hækkaði svo aftur í gær. Samkvæmt frásögn USA Today hækkuðu hlutabréf almennt í viðskiptum í Bandaríkjunum á mánudaginn. Það er í fyrsta sinn sem slíkt gerist fyrsta viðskiptadaginn eftir að árás af þessu tagi er gerð. Blaðið segir að þetta þýði að hryðjuverk hafi minni áhrif á hagkerfið en þau gerðu áður. Bandaríska Dow Jones vísitalan hækkaði um 237 stig á mánudag og Standard & Poor's 500 vísitalan hækkaði um 1,4 prósent. Hlutabréf hækkuðu líka almennt í Evrópu. Stoxx Europe 600 vísitalan hækkaði um 0,3 prósent og CAC 40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,1 prósent. Daginn eftir að hryðjuverkaárásir voru gerðar á Tvíburaturnana árið 2001 féll Standard & Poor's um 4,9 prósent og féll í heild um 11,6 prósent. Hrun á markaði eftir hryðjuverkaárásir minnkar með hverri árásinni sem gerð er. Í mars 2004 féll S&P 500 um 1,5 prósent eftir hryðjuverkin í Madrid. Lækkunin varð svo 0,8 prósent í júlí 2005 eftir hryðjuverk í Lundúnum. Markaðir virðast lækka rétt eftir að árásir eru gerðar en jafna sig mjög fljótt.
Hryðjuverk í París Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira