Helíum, ekki bara gott partí Ásdís Ólafsdóttir og Snjólaug Ólafsdóttir skrifar 26. maí 2015 11:45 Helíumfylltar blöðrur hafa löngum glatt bæði börn og fullorðna við ýmis tilefni s.s. á 17. júní og til skreytinga í veislum. Sú stundarskemmtun sem blöðrurnar veita getur þó dregið dilk á eftir sér, nokkuð sem við höfundar þessarar greinar, viljum benda á. Helíum er sennilega þekktast sem partíblöðrugas og óvíst að allir átti sig á mikilvægi gassins til annarra nota. Nú í seinni tíð hefur borið á helíumskorti. Almenningur hefur helst orðið var við þann skort þegar falast er eftir helíum í blöðrur. En það eru aðrir og veigameiri þættir sem munu breytast þegar helíumskortur verður viðvarandi. Helíum er léttara en andrúmsloft og er það létt að þyngdarafl jarðar heldur því ekki svo það kemst út úr lofthjúpi jarðar. Helíum er ekki framleitt heldur finnst það með jarðgasi þar sem jarðvegur er nægilega þéttur. Fá svæði hafa helíum í vinnanlegu magni og eru um 75% af vinnslu alls helíums í Bandaríkjunum. Suðumark helíums er nálægt alkuli (-269 °C) og er efnið í fljótandi formi besta kæliefni heims. Aðalnotkun helíums í heiminum er sem kælivökvi á segulómunartæki (MRI-skanna) á sjúkrahúsum en einnig er það notað sem kælimiðill við framleiðslu hálfleiðara og í kjarnaofnum svo dæmi séu tekin. Enn er ekki vitað hvernig skipta eigi efninu út fyrir aðra kælimiðla. Önnur notkun helíums er t.d. í loftbelgi til mælinga svo sem við háloftaveðurmælingar, við framleiðslu á ljósleiðara, á rannsóknarstofum, í eldsneytistönkum geimflauga og í innöndunargasi t.d. í súrefnistönkum kafara. Helíum er því notað í margvíslegum tilgangi til að styðja við lífsmáta okkar og afleiðingar af skorti efnisins munu valda verulegum vandræðum. Af ofangreindu má sjá að vert er að velja rétta notkun á helíumauðlindinni.Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur.Eru þær þess virði? Annar ókostur blaðranna leiðir af því ef við sleppum þeim eða missum þær frá okkur. Blöðrur eru flestar búnar til úr latexblöndu eða úr þunnri pólýesterfilmu (BoPET) sem er m.a. nýtt í iðnaði t.d. við framleiðslu loka á jógúrtdósir og í geimbúningum NASA. Allt plast í hafinu getur ógnað lífverum á tvo vegu, þ.e. líkamlegar hættur þegar lífverur flækjast í plastinu og kafna, og svo efnafræðileg hætta þegar lífuppsöfnun á plastögnum verður inni í líkama lífvera sem gerist t.d. með öndun neðansjávar eða með fæðu (fuglar, fiskar og sjávarspendýr). Þegar sjávarlífverur taka inn í sig plast eiga þær í erfiðleikum með að losa sig við það og margar hverjar deyja kvalafullum dauðdaga. Þegar helíumfylltar blöðrur sleppa eða er sleppt lausum þá enda þær flestar lífdaga sína í hafinu. Þótt blöðrur í hafinu séu ekki uppistaðan í plastmengun hafsins eru þær eitt af þeim plastefnum sem við getum auðveldlega komið í veg fyrir að berist þangað. Helíum er þrjótandi auðlind sem er okkur nauðsynleg til framleiðslu á vörum og þjónustu sem við viljum alls ekki vera án, t.d. innan heilbrigðisgeirans. Að spara helíum er því eitthvað sem við ættum öll að kappkosta. Plast er umhverfisspillir sem veldur miklum skaða í umhverfinu. Afleiðingarnar af því að nota helíumfylltar blöðrur verða að vera okkur öllum kunnar, eru þær þess virði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Helíumfylltar blöðrur hafa löngum glatt bæði börn og fullorðna við ýmis tilefni s.s. á 17. júní og til skreytinga í veislum. Sú stundarskemmtun sem blöðrurnar veita getur þó dregið dilk á eftir sér, nokkuð sem við höfundar þessarar greinar, viljum benda á. Helíum er sennilega þekktast sem partíblöðrugas og óvíst að allir átti sig á mikilvægi gassins til annarra nota. Nú í seinni tíð hefur borið á helíumskorti. Almenningur hefur helst orðið var við þann skort þegar falast er eftir helíum í blöðrur. En það eru aðrir og veigameiri þættir sem munu breytast þegar helíumskortur verður viðvarandi. Helíum er léttara en andrúmsloft og er það létt að þyngdarafl jarðar heldur því ekki svo það kemst út úr lofthjúpi jarðar. Helíum er ekki framleitt heldur finnst það með jarðgasi þar sem jarðvegur er nægilega þéttur. Fá svæði hafa helíum í vinnanlegu magni og eru um 75% af vinnslu alls helíums í Bandaríkjunum. Suðumark helíums er nálægt alkuli (-269 °C) og er efnið í fljótandi formi besta kæliefni heims. Aðalnotkun helíums í heiminum er sem kælivökvi á segulómunartæki (MRI-skanna) á sjúkrahúsum en einnig er það notað sem kælimiðill við framleiðslu hálfleiðara og í kjarnaofnum svo dæmi séu tekin. Enn er ekki vitað hvernig skipta eigi efninu út fyrir aðra kælimiðla. Önnur notkun helíums er t.d. í loftbelgi til mælinga svo sem við háloftaveðurmælingar, við framleiðslu á ljósleiðara, á rannsóknarstofum, í eldsneytistönkum geimflauga og í innöndunargasi t.d. í súrefnistönkum kafara. Helíum er því notað í margvíslegum tilgangi til að styðja við lífsmáta okkar og afleiðingar af skorti efnisins munu valda verulegum vandræðum. Af ofangreindu má sjá að vert er að velja rétta notkun á helíumauðlindinni.Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur.Eru þær þess virði? Annar ókostur blaðranna leiðir af því ef við sleppum þeim eða missum þær frá okkur. Blöðrur eru flestar búnar til úr latexblöndu eða úr þunnri pólýesterfilmu (BoPET) sem er m.a. nýtt í iðnaði t.d. við framleiðslu loka á jógúrtdósir og í geimbúningum NASA. Allt plast í hafinu getur ógnað lífverum á tvo vegu, þ.e. líkamlegar hættur þegar lífverur flækjast í plastinu og kafna, og svo efnafræðileg hætta þegar lífuppsöfnun á plastögnum verður inni í líkama lífvera sem gerist t.d. með öndun neðansjávar eða með fæðu (fuglar, fiskar og sjávarspendýr). Þegar sjávarlífverur taka inn í sig plast eiga þær í erfiðleikum með að losa sig við það og margar hverjar deyja kvalafullum dauðdaga. Þegar helíumfylltar blöðrur sleppa eða er sleppt lausum þá enda þær flestar lífdaga sína í hafinu. Þótt blöðrur í hafinu séu ekki uppistaðan í plastmengun hafsins eru þær eitt af þeim plastefnum sem við getum auðveldlega komið í veg fyrir að berist þangað. Helíum er þrjótandi auðlind sem er okkur nauðsynleg til framleiðslu á vörum og þjónustu sem við viljum alls ekki vera án, t.d. innan heilbrigðisgeirans. Að spara helíum er því eitthvað sem við ættum öll að kappkosta. Plast er umhverfisspillir sem veldur miklum skaða í umhverfinu. Afleiðingarnar af því að nota helíumfylltar blöðrur verða að vera okkur öllum kunnar, eru þær þess virði?
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun