Atli Ævar Ingólfsson skoraði fimm mörk fyrir Guif sem tapaði fyrir Lugi HF á útivelli, 26-22, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Guif var 13-11 undir í hálfleik.
Aron Rafn Eðvarðsson stóð vaktina í marki Guif. Kristján Andrésson er þjálfari Guif, en þeir eru í fjórða sæti deildarinnar.
Tandri Már Konráðsson var ekki í leikmannahóp Ricoh gegn IFK Skövde, en Ricoh er í þriðja neðsta sæti.
Fimm mörk frá Atla Ævari í tapi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn





Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti

