Hóteli við Skógafoss fundinn nýr staður Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2015 21:00 Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur fallið frá því að leyfa umdeilda hótelbyggingu við Skógafoss. Önnur staðsetning á Skógum verður skoðuð en markmiðið er að þar byggist upp þéttbýliskjarni. Tillaga að nýju deiliskipulagi gerði ráð fyrir stóru 300 herbergja hóteli sem gagnrýnendur töldu að myndi skyggja á Skógafoss frá þjóðveginum. Tillagan strandaði í sveitarstjórn, - afgreiðslu hennar var frestað, - og lítur sveitarstjórinn, Ísólfur Gylfi Pálmason, svo á að hún sé fyrir bí.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Hótel á þessum stað er endanlega frá,“ segir Ísólfur Gylfi í fréttum Stöðvar 2. Sveitarstjórinn telur samt að deiliskipulagið hafi um margt verið gott, skipulagsfræðingar hafi gefið því góða einkunn, og fossinn hafi þrátt fyrir allt verið í öndvegi. „En um þetta náðist ekki samstaða. Og okkur finnst skipta miklu máli á svona viðkvæmum og fallegum stað, eins og á Skógum, að við göngum nokkurnveginn í takt. Það er líka flókin eignaraðild að Skógum,“ segir Ísólfur Gylfi og viðurkennir að háværar raddir hafi lagst gegn hótelinu. „Þær voru líka svolítið hagsmunatengdar, eins og gengur.“Grafísk teikning sýnir hvernig útsýnið hefði orðið frá brúnni yfir Skógá. Óskert sýn hefði verið þaðan að fossinum en hótelbyggingin sést talsvert lengra til hægri.Ísólfur Gylfi segir þó vafalítið að ferðaþjónusta muni halda áfram að byggjast upp á Skógum. Þar sé mikið landrými og ákveðið byggðamynstur í kringum gamla héraðsskólann. Ekki sé ósennilegt að þar geti risið hótel. Auk héraðsskólans var grunnskóli á Skógum og þar bjuggu um tíma eitthundrað manns. Íbúum staðarins hefur snarfækkað eftir að skólunum tveimur var lokað og nú búa þar aðeins um fimmtán manns. Marga dreymir hins vegar um að staðurinn nái fyrri styrk. Þannig hefur sveitarfélagið formlega skilgreint Skóga sem þéttbýli og kveðst sveitarstjórinn trúa því að þar eigi eftir að rísa þorp. Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45 Uppbygging auki vægi fossins Rannsóknarsetur í skipulagsfræðum hefur skilað af sér umsögn um breytingu á deiliskipulagi við Skógafoss. 2. febrúar 2015 07:00 Háskóla falið að skoða skipulag við Skógafoss Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi í gær að leita eftir áliti óháðra fagaðila á umdeildri deiliskipulagstillögu við Skógafoss, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stóru hóteli. 9. maí 2014 15:00 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur fallið frá því að leyfa umdeilda hótelbyggingu við Skógafoss. Önnur staðsetning á Skógum verður skoðuð en markmiðið er að þar byggist upp þéttbýliskjarni. Tillaga að nýju deiliskipulagi gerði ráð fyrir stóru 300 herbergja hóteli sem gagnrýnendur töldu að myndi skyggja á Skógafoss frá þjóðveginum. Tillagan strandaði í sveitarstjórn, - afgreiðslu hennar var frestað, - og lítur sveitarstjórinn, Ísólfur Gylfi Pálmason, svo á að hún sé fyrir bí.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Hótel á þessum stað er endanlega frá,“ segir Ísólfur Gylfi í fréttum Stöðvar 2. Sveitarstjórinn telur samt að deiliskipulagið hafi um margt verið gott, skipulagsfræðingar hafi gefið því góða einkunn, og fossinn hafi þrátt fyrir allt verið í öndvegi. „En um þetta náðist ekki samstaða. Og okkur finnst skipta miklu máli á svona viðkvæmum og fallegum stað, eins og á Skógum, að við göngum nokkurnveginn í takt. Það er líka flókin eignaraðild að Skógum,“ segir Ísólfur Gylfi og viðurkennir að háværar raddir hafi lagst gegn hótelinu. „Þær voru líka svolítið hagsmunatengdar, eins og gengur.“Grafísk teikning sýnir hvernig útsýnið hefði orðið frá brúnni yfir Skógá. Óskert sýn hefði verið þaðan að fossinum en hótelbyggingin sést talsvert lengra til hægri.Ísólfur Gylfi segir þó vafalítið að ferðaþjónusta muni halda áfram að byggjast upp á Skógum. Þar sé mikið landrými og ákveðið byggðamynstur í kringum gamla héraðsskólann. Ekki sé ósennilegt að þar geti risið hótel. Auk héraðsskólans var grunnskóli á Skógum og þar bjuggu um tíma eitthundrað manns. Íbúum staðarins hefur snarfækkað eftir að skólunum tveimur var lokað og nú búa þar aðeins um fimmtán manns. Marga dreymir hins vegar um að staðurinn nái fyrri styrk. Þannig hefur sveitarfélagið formlega skilgreint Skóga sem þéttbýli og kveðst sveitarstjórinn trúa því að þar eigi eftir að rísa þorp.
Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45 Uppbygging auki vægi fossins Rannsóknarsetur í skipulagsfræðum hefur skilað af sér umsögn um breytingu á deiliskipulagi við Skógafoss. 2. febrúar 2015 07:00 Háskóla falið að skoða skipulag við Skógafoss Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi í gær að leita eftir áliti óháðra fagaðila á umdeildri deiliskipulagstillögu við Skógafoss, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stóru hóteli. 9. maí 2014 15:00 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15
Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45
Uppbygging auki vægi fossins Rannsóknarsetur í skipulagsfræðum hefur skilað af sér umsögn um breytingu á deiliskipulagi við Skógafoss. 2. febrúar 2015 07:00
Háskóla falið að skoða skipulag við Skógafoss Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi í gær að leita eftir áliti óháðra fagaðila á umdeildri deiliskipulagstillögu við Skógafoss, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stóru hóteli. 9. maí 2014 15:00
Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30