Aron stoltur: Spes að vinna Skjern Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júní 2015 06:00 Aron hefur náð frábærum árangri með danska liðið Kolding en þrátt fyrir að hafa náð góðum árangri með Kolding og landsliðið er framtíð þjálfarans í óvissu. fréttablaðið/daníel „Það var alveg frábært að enda þetta svona. Þetta er búinn að vera virkilega góður tími og ekki hægt að enda þetta betur,“ segir Aron Kristjánsson en hann stýrði KIF Kolding til danska meistaratitilsins á sunnudag. Þetta er annar titill félagsins í röð undir stjórn Arons. Hann var líka að stýra Kolding í síðasta sinn enda var það frágengið fyrir nokkru að hann myndi láta af störfum hjá félaginu eftir tímabilið. Kolding tapaði seinni úrslitaleiknum gegn Skjern, 21-20, en hafði unnið fyrri leikinn með sex mörkum, 30-24, og var aldrei hætta á öðru í seinni leiknum en að lið Arons myndi klára dæmið. „Við lentum í smá meiðslum í leiknum en náðum samt að klára þetta örugglega. Vörnin var frábær og Kasper Hvidt öflugur í markinu.“Þetta var mjög spes Þetta voru sérstakir úrslitaleikir fyrir Aron enda var hann leikmaður Skjern er það vann sinn fyrsta titil árið 1999. Hann þjálfaði liðið síðan í þrjú ár. „Þetta var mjög spes enda á ég mikið af vinum í Skjern. Það gaf þessu aðeins aukalega. Er við unnum titilinn með Skjern árið 1999 þá lögðum við einmitt Kolding í úrslitum,“ segir Aron en hann gengur eðlilega stoltur frá borði eftir að hafa unnið frábært starf fyrir Kolding. „Ég er mjög stoltur og ánægður með það sem ég afrekaði hjá félaginu. Það gekk líka mikið á hjá okkur í vetur vegna meiðsla. Þess vegna varð ég meðal annars að kalla á Ólaf Stefánsson. Breiddin var ekki mikil á álagstímum eins og þegar við vorum að berjast í Meistaradeildinni. Það var samt gott að rísa aftur upp frá því og klára titilinn með stæl.“ Það verða nokkrar breytingar á liðinu milli ára. Aron fer sem og sænska stórskyttan Kim Andersson. Konstantin Igropulo kemur í hans stað. Lasse Boesen er síðan að leggja skóna á hilluna. Gamlir stríðshestar eins og Kasper Hvidt og Lars Jörgensen halda áfram.Enn í viðræðum við HSÍ Eins og alþjóð veit er Aron einnig að þjálfa íslenska landsliðið en það er alls óvíst hvort hann heldur áfram með liðið eftir leiki landsliðsins um miðjan mánuðinn. Sérstök staða fyrir nýkrýndan danskan meistara sem gæti staðið uppi atvinnulaus í lok mánaðarins. „Ég hef verið í viðræðum við HSÍ síðustu vikur en þær viðræður voru lagðar á hilluna meðan úrslitaleikirnir fóru fram í Danmörku,“ segir Aron en hann flaug heim á dögunum til þess að ræða við forráðamenn HSÍ en enginn botn hefur fengist í viðræðurnar það sem af er. „Það fer væntanlega eitthvað að skýrast í þessu en það er alls ekki útilokað að ég haldi áfram með landsliðið.“ Handbolti Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
„Það var alveg frábært að enda þetta svona. Þetta er búinn að vera virkilega góður tími og ekki hægt að enda þetta betur,“ segir Aron Kristjánsson en hann stýrði KIF Kolding til danska meistaratitilsins á sunnudag. Þetta er annar titill félagsins í röð undir stjórn Arons. Hann var líka að stýra Kolding í síðasta sinn enda var það frágengið fyrir nokkru að hann myndi láta af störfum hjá félaginu eftir tímabilið. Kolding tapaði seinni úrslitaleiknum gegn Skjern, 21-20, en hafði unnið fyrri leikinn með sex mörkum, 30-24, og var aldrei hætta á öðru í seinni leiknum en að lið Arons myndi klára dæmið. „Við lentum í smá meiðslum í leiknum en náðum samt að klára þetta örugglega. Vörnin var frábær og Kasper Hvidt öflugur í markinu.“Þetta var mjög spes Þetta voru sérstakir úrslitaleikir fyrir Aron enda var hann leikmaður Skjern er það vann sinn fyrsta titil árið 1999. Hann þjálfaði liðið síðan í þrjú ár. „Þetta var mjög spes enda á ég mikið af vinum í Skjern. Það gaf þessu aðeins aukalega. Er við unnum titilinn með Skjern árið 1999 þá lögðum við einmitt Kolding í úrslitum,“ segir Aron en hann gengur eðlilega stoltur frá borði eftir að hafa unnið frábært starf fyrir Kolding. „Ég er mjög stoltur og ánægður með það sem ég afrekaði hjá félaginu. Það gekk líka mikið á hjá okkur í vetur vegna meiðsla. Þess vegna varð ég meðal annars að kalla á Ólaf Stefánsson. Breiddin var ekki mikil á álagstímum eins og þegar við vorum að berjast í Meistaradeildinni. Það var samt gott að rísa aftur upp frá því og klára titilinn með stæl.“ Það verða nokkrar breytingar á liðinu milli ára. Aron fer sem og sænska stórskyttan Kim Andersson. Konstantin Igropulo kemur í hans stað. Lasse Boesen er síðan að leggja skóna á hilluna. Gamlir stríðshestar eins og Kasper Hvidt og Lars Jörgensen halda áfram.Enn í viðræðum við HSÍ Eins og alþjóð veit er Aron einnig að þjálfa íslenska landsliðið en það er alls óvíst hvort hann heldur áfram með liðið eftir leiki landsliðsins um miðjan mánuðinn. Sérstök staða fyrir nýkrýndan danskan meistara sem gæti staðið uppi atvinnulaus í lok mánaðarins. „Ég hef verið í viðræðum við HSÍ síðustu vikur en þær viðræður voru lagðar á hilluna meðan úrslitaleikirnir fóru fram í Danmörku,“ segir Aron en hann flaug heim á dögunum til þess að ræða við forráðamenn HSÍ en enginn botn hefur fengist í viðræðurnar það sem af er. „Það fer væntanlega eitthvað að skýrast í þessu en það er alls ekki útilokað að ég haldi áfram með landsliðið.“
Handbolti Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira