1.090 hestafla rafmagnsbíll með 800 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2015 15:23 Quant F er sportlegur ofurrafbíll. Á bílasýningunni í Genf á síðasta ári sýndi Quant rafmagnsbílasmiðurinn Quant e-Sportlimousine bíl með 600 kílómetra drægni og 912 hestafla rafmótora. Nú ætlar Quant aftur að mæta til Genf og sýna uppfærða útgáfu þessa bíls, sem fengið hefur nafnið Quant F. Hann er nú orðinn heil 1.090 hestöfl og aka má bílnum 800 kílómetra á milli hleðsla á rafhlöðum hans. Bíllinn hefur ekki tekið miklum útlitsbreytingum og erfitt að greina þær í fyrstu. Quant F er nú kominn með yfirbyggingu úr koltrefjum og mjög margt hefur breyst í bílnum til að létta hann og gera hann að betri akstursbíl. Quant F er með rafmótora við öll hjól og því fjórhjóladrifinn. Quant fyrirtækið er frá Liechtenstein og það áformar að setja þennan bíl á markað þegar hann hefur fengið framleiðsluleyfi og komist í gegnum tilhlíðlegar öryggisprófanir sem brátt munu fara fram í Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Þessi bíll mun vafalaust vekja mikla athygli í Genf í næsta mánuði. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent
Á bílasýningunni í Genf á síðasta ári sýndi Quant rafmagnsbílasmiðurinn Quant e-Sportlimousine bíl með 600 kílómetra drægni og 912 hestafla rafmótora. Nú ætlar Quant aftur að mæta til Genf og sýna uppfærða útgáfu þessa bíls, sem fengið hefur nafnið Quant F. Hann er nú orðinn heil 1.090 hestöfl og aka má bílnum 800 kílómetra á milli hleðsla á rafhlöðum hans. Bíllinn hefur ekki tekið miklum útlitsbreytingum og erfitt að greina þær í fyrstu. Quant F er nú kominn með yfirbyggingu úr koltrefjum og mjög margt hefur breyst í bílnum til að létta hann og gera hann að betri akstursbíl. Quant F er með rafmótora við öll hjól og því fjórhjóladrifinn. Quant fyrirtækið er frá Liechtenstein og það áformar að setja þennan bíl á markað þegar hann hefur fengið framleiðsluleyfi og komist í gegnum tilhlíðlegar öryggisprófanir sem brátt munu fara fram í Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Þessi bíll mun vafalaust vekja mikla athygli í Genf í næsta mánuði.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent