600 kaupendur Toyota Mirai vetnisbílsins á fyrstu 10 dögum Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2015 09:56 Toyota hefur áætlað að selja 3.000 Mirai vetnisbíla í Bandaríkjunum frá október í ár til enda árs 2017. Opnað var fyrir pantanir á bílnum fyrir 10 dögum og nú þegar hafa 600 skráð sig fyrir kaupum eða leigu á bínum, eða fimmtungur af þessari áætlaðu sölu ríflega tveggja ára. Þessir kaupendur hafa greinilega ekki miklar áhyggjur af fjölda áfyllingarstöðva vetnis, en Toyota hefur lofað kaupendum þéttara neti slíkra stöðva á næstunni. Í Kaliforníu, sem er sannkölluð mekka umhverfisvænna bíla í Bandaríkjunum, ætlar Toyota að byggja 15 nýjar áfyllingastöðvar fyrir enda þessa árs og 20 aðrar á næsta ári. Toyota Mirai er alls ekki ódýr bíll, en hann kostar 57.500 dollara í Bandaríkjunum. Ef hann er leigður þurfa kaupendur að reiða fram 3.649 dollara í upphafi og greiða síðan 499 dollara á mánuði. Þessu fylgir frítt vetni á bílana fyrstu 3 árin. Toyota Mirai kemst 500 km á hverri tankfylli. Sjá má kynningarstiklu um Toyota Mirai vetnisbílinn hér að ofan. Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent
Toyota hefur áætlað að selja 3.000 Mirai vetnisbíla í Bandaríkjunum frá október í ár til enda árs 2017. Opnað var fyrir pantanir á bílnum fyrir 10 dögum og nú þegar hafa 600 skráð sig fyrir kaupum eða leigu á bínum, eða fimmtungur af þessari áætlaðu sölu ríflega tveggja ára. Þessir kaupendur hafa greinilega ekki miklar áhyggjur af fjölda áfyllingarstöðva vetnis, en Toyota hefur lofað kaupendum þéttara neti slíkra stöðva á næstunni. Í Kaliforníu, sem er sannkölluð mekka umhverfisvænna bíla í Bandaríkjunum, ætlar Toyota að byggja 15 nýjar áfyllingastöðvar fyrir enda þessa árs og 20 aðrar á næsta ári. Toyota Mirai er alls ekki ódýr bíll, en hann kostar 57.500 dollara í Bandaríkjunum. Ef hann er leigður þurfa kaupendur að reiða fram 3.649 dollara í upphafi og greiða síðan 499 dollara á mánuði. Þessu fylgir frítt vetni á bílana fyrstu 3 árin. Toyota Mirai kemst 500 km á hverri tankfylli. Sjá má kynningarstiklu um Toyota Mirai vetnisbílinn hér að ofan.
Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent