Við um okkur … eru mannréttindi Guðjón Sigurðsson skrifar 1. september 2015 07:00 „Ekkert um okkur án okkar,“ segjum við sem berjumst fyrir mannréttindum alla daga. Meinum við eitthvað með því? Þegar okkur er boðið að taka þátt í nefndum hins opinbera ber okkur að taka þátt. Við getum ekki staðið á hliðarlínunni og volað yfir niðurstöðu, ef við tókum ekki slaginn í nefndinni eða vinnuhópnum. Það hefur þó komið fyrir að hagsmunasamtök hafni þátttöku. Hvað þá ef við sendum einhvern fyrir okkur til að rífa kjaft. Fatlaðir verða sjálfir að ráða sínum málum. Breytir þá engu hvort um er að ræða eigið líf eða forystu í félagsstörfum okkar og hagsmunasamtökum. Það verður aldrei sannfærandi ef einhver vill vel en þekkir ekki á eigin skinni hvernig er að vera fatlaður. Meira að segja makar okkar muna ekki hvort staðurinn sem þau sóttu áðan, án okkar, var aðgengilegur eða ekki. Hvað þá einhver sem er fjær basli okkar alla daga. Þó er glæpurinn mestur þegar stjórnvöld hafa það sem ég kalla sýndarsamráð um málefni fatlaðra. Þá ræða einhverjir sprenglærðir excel-fræðingar okkar mál en kalla okkur til þegar ákvörðun hefur verið tekin, svona til að skreyta málið. Nýlegt dæmi um þetta er ferðaþjónusta fatlaðra og allt það klúður. Það skánaði ekki fyrr en notendur komu sjálfir að borðinu. Fatlaðir eru upp til hópa vel gert fólk með skoðun á því sem snýr að okkur. Viljugt til að taka þátt og ef við fáum þá aðstoð sem þarf, til í tuskið. Þótt ótrúlegt sé þá erum við nokkuð mörg sem erum vel sett fjárhagslega og getum hjálpað við að halda hjólum þjóðfélagsins gangandi ef við fáum tækifæri til. Stundum er bara einn andsvítans þröskuldur sem útilokar okkur frá því. Fækkum þessum manngerðu hindrunum og höfum alvöru samráð. Njótum augnabliksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
„Ekkert um okkur án okkar,“ segjum við sem berjumst fyrir mannréttindum alla daga. Meinum við eitthvað með því? Þegar okkur er boðið að taka þátt í nefndum hins opinbera ber okkur að taka þátt. Við getum ekki staðið á hliðarlínunni og volað yfir niðurstöðu, ef við tókum ekki slaginn í nefndinni eða vinnuhópnum. Það hefur þó komið fyrir að hagsmunasamtök hafni þátttöku. Hvað þá ef við sendum einhvern fyrir okkur til að rífa kjaft. Fatlaðir verða sjálfir að ráða sínum málum. Breytir þá engu hvort um er að ræða eigið líf eða forystu í félagsstörfum okkar og hagsmunasamtökum. Það verður aldrei sannfærandi ef einhver vill vel en þekkir ekki á eigin skinni hvernig er að vera fatlaður. Meira að segja makar okkar muna ekki hvort staðurinn sem þau sóttu áðan, án okkar, var aðgengilegur eða ekki. Hvað þá einhver sem er fjær basli okkar alla daga. Þó er glæpurinn mestur þegar stjórnvöld hafa það sem ég kalla sýndarsamráð um málefni fatlaðra. Þá ræða einhverjir sprenglærðir excel-fræðingar okkar mál en kalla okkur til þegar ákvörðun hefur verið tekin, svona til að skreyta málið. Nýlegt dæmi um þetta er ferðaþjónusta fatlaðra og allt það klúður. Það skánaði ekki fyrr en notendur komu sjálfir að borðinu. Fatlaðir eru upp til hópa vel gert fólk með skoðun á því sem snýr að okkur. Viljugt til að taka þátt og ef við fáum þá aðstoð sem þarf, til í tuskið. Þótt ótrúlegt sé þá erum við nokkuð mörg sem erum vel sett fjárhagslega og getum hjálpað við að halda hjólum þjóðfélagsins gangandi ef við fáum tækifæri til. Stundum er bara einn andsvítans þröskuldur sem útilokar okkur frá því. Fækkum þessum manngerðu hindrunum og höfum alvöru samráð. Njótum augnabliksins.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar