Eins og við værum allar í sömu hreyfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2015 07:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Laufey Ásta Guðmundsdóttir bjóða hér bikarinn velkominn í Gróttu með vænum kossum. Á bak við þær bíða liðsfélagarnir eftir því að þær lyfti bikarnum hátt á loft. Vísir/Þórdís Inga Fimmtán árum eftir fyrsta bikarúrslitaleik félagsins unnu Gróttukonur sögulegan fimmtán marka sigur á Val í úrslitaleik Coca Cola-bikars kvenna og tryggðu sér fyrsta titilinn í sögu félagsins. Grótta vann Val 29-15 og landaði ekki aðeins fyrsta bikarnum heldur losaði einnig félagið (Grótta/KR) við óvinsælt met fyrir stærsta tap sögunnar í bikarúrslitum en Stjarnan vann Gróttu/KR 31-17 árið 2005. Nokkrir leikmenn Gróttu í leiknum á laugardaginn voru með fyrir tíu árum og fengu því uppreisn æru. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Karólína Bæhrenz Lárudóttir voru báðar að vinna sína gömlu félaga í Val og eru því áfram bikarmeistarar en Valskonur voru búnar að vinna bikarinn þrjú ár í röð. Karólína var að vinna fjórða árið í röð en Anna Úrsúla missti af einum titlanna (2013) þegar hún var í barneignarfríi. Anna Úrsúla fór fyrir frábærri vörn Gróttuliðsins í leiknum og var líka eitt stórt bros í leikslok. Gott karma að snúa þessu við „Þetta var magnaður sigur enda veit ég ekki hversu oft við höfum tapað í þessum bikarúrslitaleik. Það er mjög gott karma að geta snúið þessu við. Við bjuggumst samt engan veginn við því að það myndi bókstaflega allt ganga upp hjá okkur. Vörnin hjá okkur var svakalega öflug og markvarslan þar af leiðandi frábær. Við náðum að vinna leikinn á því,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. „Þetta er ótrúlega stórt fyrir okkur flestar að vinna titil fyrir félagið, fyrir utan gleðina og hvað það er gott fyrir líðanina. Þetta er ótrúlegt gott fyrir reynslubankann hjá ungu liði og við þurfum að taka þennan sigur með okkur inn í deildina og inn í úrslitakeppnina og reyna að njóta góðs af honum,“ sagði Anna Úrsúla. Grótta hefur endurheimt Önnu Úrsúlu, Karólínu og fleiri leikmenn sem hafa unnið titla á öðrum stöðum en ætla núna að fara að safna titlum með sínum uppeldisfélögum.Flestar uppaldar hjá Gróttu „Maður þarf að sækja reynsluna stundum annað en við erum flestar uppaldar Gróttustelpur,“ sagði Anna létt. Yfirburðirnir voru algjörir enda kæfði hin geysilega sterka Gróttuvörn flestar sóknir Valsliðsins sem náði aldrei að skora úr tveimur sóknum í röð í leiknum. Anna Úrsúla og Eva Margrét Kristinsdóttir mynduðu nær óyfirstíganlegan vegg í miðri Gróttuvörninni (vörðu sjö skot saman í vörninni) og fyrir aftan var Íris Björk Símonardóttir frábær í markinu. „Það er alveg einstakt að spila fyrir aftan þessa vörn sem gerir alla mína vinnu mjög þægilega. Við erum með turnana tvo í Önnu og Evu sem eru frábærar,“ sagði Íris Björk við Vísi eftir leikinn. „Við þurftum varla að tala saman því hreyfingin á vörninni var eins og við værum allar í sömu hreyfingu. Þegar það gerist þá er það er það smá fullkomnum í hausnum á manni, sérstaklega þegar maður er svona varnarsinnaður eins og ég,“ sagði Anna Úrsúla. Grótta stoppaði 23 af 30 sóknum Valsliðsins í fyrri hálfleiknum og var 15-7 yfir í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var nánast formsatriði og eftir að hin unga Lovísa Thompson fór að raða inn mörkum var orðið löngu ljóst að þetta var dagur Gróttunnar.Nítján mörk á bikarhelginni Laufey Ásta Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Gróttu í úrslitaleiknum og var alls með nítján mörk í tveimur leikjum liðsins á bikarúrslitahelginni en hún skoraði tíu í undanúrslitaleiknum. „Gróttuhjartað slær hjá öllum í þessu liði. Það er gaman að vera búin að fá allar þessar Gróttustelpur aftur heim,“ sagði Laufey Ásta sem vildi þó ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu. Hún segir muna mikið um að fá Önnu Úrsúlu í liðið. „Hún er svo sterkur karakter og er alltaf að hvetja okkur í bæði vörn og sókn,“ sagði Laufey sem á mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína. Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Fimmtán árum eftir fyrsta bikarúrslitaleik félagsins unnu Gróttukonur sögulegan fimmtán marka sigur á Val í úrslitaleik Coca Cola-bikars kvenna og tryggðu sér fyrsta titilinn í sögu félagsins. Grótta vann Val 29-15 og landaði ekki aðeins fyrsta bikarnum heldur losaði einnig félagið (Grótta/KR) við óvinsælt met fyrir stærsta tap sögunnar í bikarúrslitum en Stjarnan vann Gróttu/KR 31-17 árið 2005. Nokkrir leikmenn Gróttu í leiknum á laugardaginn voru með fyrir tíu árum og fengu því uppreisn æru. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Karólína Bæhrenz Lárudóttir voru báðar að vinna sína gömlu félaga í Val og eru því áfram bikarmeistarar en Valskonur voru búnar að vinna bikarinn þrjú ár í röð. Karólína var að vinna fjórða árið í röð en Anna Úrsúla missti af einum titlanna (2013) þegar hún var í barneignarfríi. Anna Úrsúla fór fyrir frábærri vörn Gróttuliðsins í leiknum og var líka eitt stórt bros í leikslok. Gott karma að snúa þessu við „Þetta var magnaður sigur enda veit ég ekki hversu oft við höfum tapað í þessum bikarúrslitaleik. Það er mjög gott karma að geta snúið þessu við. Við bjuggumst samt engan veginn við því að það myndi bókstaflega allt ganga upp hjá okkur. Vörnin hjá okkur var svakalega öflug og markvarslan þar af leiðandi frábær. Við náðum að vinna leikinn á því,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. „Þetta er ótrúlega stórt fyrir okkur flestar að vinna titil fyrir félagið, fyrir utan gleðina og hvað það er gott fyrir líðanina. Þetta er ótrúlegt gott fyrir reynslubankann hjá ungu liði og við þurfum að taka þennan sigur með okkur inn í deildina og inn í úrslitakeppnina og reyna að njóta góðs af honum,“ sagði Anna Úrsúla. Grótta hefur endurheimt Önnu Úrsúlu, Karólínu og fleiri leikmenn sem hafa unnið titla á öðrum stöðum en ætla núna að fara að safna titlum með sínum uppeldisfélögum.Flestar uppaldar hjá Gróttu „Maður þarf að sækja reynsluna stundum annað en við erum flestar uppaldar Gróttustelpur,“ sagði Anna létt. Yfirburðirnir voru algjörir enda kæfði hin geysilega sterka Gróttuvörn flestar sóknir Valsliðsins sem náði aldrei að skora úr tveimur sóknum í röð í leiknum. Anna Úrsúla og Eva Margrét Kristinsdóttir mynduðu nær óyfirstíganlegan vegg í miðri Gróttuvörninni (vörðu sjö skot saman í vörninni) og fyrir aftan var Íris Björk Símonardóttir frábær í markinu. „Það er alveg einstakt að spila fyrir aftan þessa vörn sem gerir alla mína vinnu mjög þægilega. Við erum með turnana tvo í Önnu og Evu sem eru frábærar,“ sagði Íris Björk við Vísi eftir leikinn. „Við þurftum varla að tala saman því hreyfingin á vörninni var eins og við værum allar í sömu hreyfingu. Þegar það gerist þá er það er það smá fullkomnum í hausnum á manni, sérstaklega þegar maður er svona varnarsinnaður eins og ég,“ sagði Anna Úrsúla. Grótta stoppaði 23 af 30 sóknum Valsliðsins í fyrri hálfleiknum og var 15-7 yfir í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var nánast formsatriði og eftir að hin unga Lovísa Thompson fór að raða inn mörkum var orðið löngu ljóst að þetta var dagur Gróttunnar.Nítján mörk á bikarhelginni Laufey Ásta Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Gróttu í úrslitaleiknum og var alls með nítján mörk í tveimur leikjum liðsins á bikarúrslitahelginni en hún skoraði tíu í undanúrslitaleiknum. „Gróttuhjartað slær hjá öllum í þessu liði. Það er gaman að vera búin að fá allar þessar Gróttustelpur aftur heim,“ sagði Laufey Ásta sem vildi þó ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu. Hún segir muna mikið um að fá Önnu Úrsúlu í liðið. „Hún er svo sterkur karakter og er alltaf að hvetja okkur í bæði vörn og sókn,“ sagði Laufey sem á mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn