Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Karl Lúðvíksson skrifar 20. nóvember 2015 09:36 Veiðifélag Hvolsár og Staðarhólsá bauð á dögunum út veiðirétt á starfssvæði félagsins fyrir árin 2016-2019. Nokkur tilboð bárust en niðurstaða stjórnar félagsins var að taka engu þeirra tilboða sem bárust en ganga heldur til samninga við söluvefinn Veiða.is um sölu veiðileyfa fyrir veiðisumarið 2016. Veitt er með 4 stöngum í Hvolsá og Staðarhólsá og leyfilegt agn er fluga og maðkur. Lax og bleikja veiðist í ánum. Meðalveiði síðustu 10 ára eru um 200 laxar. Mjög gott veiðihús stendur veiðimönnum til boða og má með sanni segja að svæðið sé kjörið fyrir fjölskyldur og vinahópa sem vilja skella sér í góða veiði. Ekki er mikið um að veiðisvæði séu að skipta um leigutaka á þessu hausti en nokkur veiðisvæði áttu þó lausa samninga en í flestum tilfellum hefur þegar verið samið við nýja söluaðila eða nýja leigutaka. Núna eru rétt rúmir fjórir mánuðir þangað til veiðistangirnar verða þandar að nýju en veiðitíminn hefst aftur 1. apríl 2016 þegar sjóbirtingsveiðin og vorvatnaveiðin fer af stað. Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Veiðistaðakynning í Þjórsá á sunnudaginn Veiði
Veiðifélag Hvolsár og Staðarhólsá bauð á dögunum út veiðirétt á starfssvæði félagsins fyrir árin 2016-2019. Nokkur tilboð bárust en niðurstaða stjórnar félagsins var að taka engu þeirra tilboða sem bárust en ganga heldur til samninga við söluvefinn Veiða.is um sölu veiðileyfa fyrir veiðisumarið 2016. Veitt er með 4 stöngum í Hvolsá og Staðarhólsá og leyfilegt agn er fluga og maðkur. Lax og bleikja veiðist í ánum. Meðalveiði síðustu 10 ára eru um 200 laxar. Mjög gott veiðihús stendur veiðimönnum til boða og má með sanni segja að svæðið sé kjörið fyrir fjölskyldur og vinahópa sem vilja skella sér í góða veiði. Ekki er mikið um að veiðisvæði séu að skipta um leigutaka á þessu hausti en nokkur veiðisvæði áttu þó lausa samninga en í flestum tilfellum hefur þegar verið samið við nýja söluaðila eða nýja leigutaka. Núna eru rétt rúmir fjórir mánuðir þangað til veiðistangirnar verða þandar að nýju en veiðitíminn hefst aftur 1. apríl 2016 þegar sjóbirtingsveiðin og vorvatnaveiðin fer af stað.
Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Veiðistaðakynning í Þjórsá á sunnudaginn Veiði