Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2015 10:30 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/anton brink Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. Hafa þeir meðal annars svarað spurningum varðandi 20 milljarða króna lánveitingu sem nefndin samþykkti í nóvember 2007 en nefndin tók ákvarðanir um öll stærri lánamál bankans. Lánið var veitt eignarhaldsfélaginu Stím svo það gæti keypt hlutabréf af Glitni í bankanum sjálfum og FL Group, sem var stærsti eigandi Glitnis á þessum tíma. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og formaður áhættunefndar, er ákærður fyrir lánveitinguna en að mati sérstaks saksóknara fór hann út fyrir heimildir sínar og skapaði Glitni fjártjónshættu með henni. Óumdeilt er í málinu að lánið til Stím var utan heimilda áhættunefndar en deilt er um það hvort að ásetningur hafi verið til þess að veita slíkt lán og hvort það hafi stefnt fjármunum Glitnis í hættu.Dómsformaður vorkennir vitnunumFram kom við skýrslutöku yfir Lárusi á mánudag að hann hafi ekki vitað að lánið til Stím var utan heimilda. Ákveðinn samhljómur hefur verið í máli annarra nefndarmanna í áhættunefnd og hafa nokkrir haft orð á því að lánveitingin hafi einfaldlega verið mistök eða yfirsjón. Lánið kom ekki til kasta stjórnar bankans fyrr en í janúar 2008 sem þá samþykkti hærri lánamörk fyrir Stím. Nefndarmenn virðast ekki hafa áttað sig á því að lánið væri utan þeirra heimilda sem áhættunefnd mátti samþykkja og enginn minnist þess að það hafi sérstaklega verið rætt í nefndinni. Þó má geta þess að nánast öll vitnin sem komið hafa fyrir dóminn tala ítrekað að erfitt sé að muna hvað hafi nákvæmlega verið rætt á fundum eða hvað þau hafi verið að hugsa á hverjum tíma fyrir sig. Skal kannski engan undra þar sem átta ár eru liðin frá því meint brot áttu sér stað. Símon Sigvaldason, dómsformaður, hafði meðal annars orð á því í vikunni að hann vorkenndi vitnunum sem kæmu fyrir dóminn. Betra að eiga lán en hlutabréfÞau væru að gera sitt besta til að muna eftir atvikum og rýna í skjöl sem lögð væru fyrir þau en augljóst væri að þetta væri erfitt. Bað hann því bæði saksóknara og verjendur um að sýna ákveðið umburðarlyndi við vitnaleiðslurnar. Vörn Lárusar í málinu byggir meðal annars á því að sýna fram á að lánið til Stím hafi ekki skapað Glitni fjártjónshættu. Þvert á móti hafi áhætta bankans minnkað vegna Stím-viðskiptanna þar sem bankinn seldi bréf bæði í sjálfum sér og FL Group auk þess sem rúmlega tveir milljarðar komu inn vegna viðskiptanna. Sagði meðal annars einn áhættunefndarmaður að minni áhætta væri í því fyrir banka að eiga útistandandi lán heldur en eign í hlutabréfum.Fékk tæpa hálfa milljón fyrir matsgerðinaTil að sýna fram á minni fjártjónshættu hefur verjandi Lárusar lagt fram tvær matsgerðir í málinu, unnar af þeim Hersi Sigurgeirssyni og Gylfa Magnússyni, sérfræðingum í fjármálum við Háskóla Íslands. Niðurstöður þeirra eru keimlíkar en hvorugur þeirra vissi af því að hinn væri að vinna matsgerð fyrir Lárus. Fram kom við skýrslutöku yfir Hersi að hans mat væri að með viðskiptunum hefði dregið úr fjárhagslegri áhættu Glitnis. Gylfi Magnússon kom jafnframt fyrir dóminn og staðfesti að hann hefði einnig unnið matsgerð fyrir Lárus Welding. Aðspurður hvort það kæmi honum á óvart að niðurstöður þeirra Hersis væru nánast þær sömu sagði Gylfi svo ekki vera. Þvert á móti hefði það komið honum á óvart ef niðurstöðurnar hefðu verið aðrar. Saksóknari spurði hvort að Gylfi hefði fengið greitt fyrir matsgerðina sem hann vann fyrir Lárus og svaraði hann því játandi. Var hann þá beðinn um að greina frá hversu mikið hann fékk greitt fyrir. Sagðist Gylfi ekki muna nákvæma tölu en nefndi að upphæðin hefði verið tæp hálf milljón króna. Stím málið Tengdar fréttir Stjórnarformaður Stím sinnti skyldum sínum „örugglega ekki vel“ Jakob Valgeir Flosason, hluthafi og stjórnarformaður Stím, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 15:39 Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Vitnaleiðslur í Stím-málinu fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 17:36 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. Hafa þeir meðal annars svarað spurningum varðandi 20 milljarða króna lánveitingu sem nefndin samþykkti í nóvember 2007 en nefndin tók ákvarðanir um öll stærri lánamál bankans. Lánið var veitt eignarhaldsfélaginu Stím svo það gæti keypt hlutabréf af Glitni í bankanum sjálfum og FL Group, sem var stærsti eigandi Glitnis á þessum tíma. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og formaður áhættunefndar, er ákærður fyrir lánveitinguna en að mati sérstaks saksóknara fór hann út fyrir heimildir sínar og skapaði Glitni fjártjónshættu með henni. Óumdeilt er í málinu að lánið til Stím var utan heimilda áhættunefndar en deilt er um það hvort að ásetningur hafi verið til þess að veita slíkt lán og hvort það hafi stefnt fjármunum Glitnis í hættu.Dómsformaður vorkennir vitnunumFram kom við skýrslutöku yfir Lárusi á mánudag að hann hafi ekki vitað að lánið til Stím var utan heimilda. Ákveðinn samhljómur hefur verið í máli annarra nefndarmanna í áhættunefnd og hafa nokkrir haft orð á því að lánveitingin hafi einfaldlega verið mistök eða yfirsjón. Lánið kom ekki til kasta stjórnar bankans fyrr en í janúar 2008 sem þá samþykkti hærri lánamörk fyrir Stím. Nefndarmenn virðast ekki hafa áttað sig á því að lánið væri utan þeirra heimilda sem áhættunefnd mátti samþykkja og enginn minnist þess að það hafi sérstaklega verið rætt í nefndinni. Þó má geta þess að nánast öll vitnin sem komið hafa fyrir dóminn tala ítrekað að erfitt sé að muna hvað hafi nákvæmlega verið rætt á fundum eða hvað þau hafi verið að hugsa á hverjum tíma fyrir sig. Skal kannski engan undra þar sem átta ár eru liðin frá því meint brot áttu sér stað. Símon Sigvaldason, dómsformaður, hafði meðal annars orð á því í vikunni að hann vorkenndi vitnunum sem kæmu fyrir dóminn. Betra að eiga lán en hlutabréfÞau væru að gera sitt besta til að muna eftir atvikum og rýna í skjöl sem lögð væru fyrir þau en augljóst væri að þetta væri erfitt. Bað hann því bæði saksóknara og verjendur um að sýna ákveðið umburðarlyndi við vitnaleiðslurnar. Vörn Lárusar í málinu byggir meðal annars á því að sýna fram á að lánið til Stím hafi ekki skapað Glitni fjártjónshættu. Þvert á móti hafi áhætta bankans minnkað vegna Stím-viðskiptanna þar sem bankinn seldi bréf bæði í sjálfum sér og FL Group auk þess sem rúmlega tveir milljarðar komu inn vegna viðskiptanna. Sagði meðal annars einn áhættunefndarmaður að minni áhætta væri í því fyrir banka að eiga útistandandi lán heldur en eign í hlutabréfum.Fékk tæpa hálfa milljón fyrir matsgerðinaTil að sýna fram á minni fjártjónshættu hefur verjandi Lárusar lagt fram tvær matsgerðir í málinu, unnar af þeim Hersi Sigurgeirssyni og Gylfa Magnússyni, sérfræðingum í fjármálum við Háskóla Íslands. Niðurstöður þeirra eru keimlíkar en hvorugur þeirra vissi af því að hinn væri að vinna matsgerð fyrir Lárus. Fram kom við skýrslutöku yfir Hersi að hans mat væri að með viðskiptunum hefði dregið úr fjárhagslegri áhættu Glitnis. Gylfi Magnússon kom jafnframt fyrir dóminn og staðfesti að hann hefði einnig unnið matsgerð fyrir Lárus Welding. Aðspurður hvort það kæmi honum á óvart að niðurstöður þeirra Hersis væru nánast þær sömu sagði Gylfi svo ekki vera. Þvert á móti hefði það komið honum á óvart ef niðurstöðurnar hefðu verið aðrar. Saksóknari spurði hvort að Gylfi hefði fengið greitt fyrir matsgerðina sem hann vann fyrir Lárus og svaraði hann því játandi. Var hann þá beðinn um að greina frá hversu mikið hann fékk greitt fyrir. Sagðist Gylfi ekki muna nákvæma tölu en nefndi að upphæðin hefði verið tæp hálf milljón króna.
Stím málið Tengdar fréttir Stjórnarformaður Stím sinnti skyldum sínum „örugglega ekki vel“ Jakob Valgeir Flosason, hluthafi og stjórnarformaður Stím, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 15:39 Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Vitnaleiðslur í Stím-málinu fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 17:36 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Stjórnarformaður Stím sinnti skyldum sínum „örugglega ekki vel“ Jakob Valgeir Flosason, hluthafi og stjórnarformaður Stím, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 15:39
Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Vitnaleiðslur í Stím-málinu fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 17:36
Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20
Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16