Íslenskt heilbrigðiskerfi í fallbaráttu – bætum um betur Reynir Arngrímsson og Tómas Guðbjartsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Íslendingar búa við heilbrigðiskerfi sem lengi vel gat státað af árangri sem jafnaðist á við það sem best þekktist í hinum vestræna heimi. Þetta mátti lesa úr lýðheilsutölum um lífslíkur, mæðravernd og árangur skurðaðgerða svo fátt eitt sé nefnt. Hægt hefur verið að bera niður á mörgum sviðum læknisfræðinnar og sjá þar vísbendingar um frábæran árangur þrátt fyrir að talsvert lægra hlutfall þjóðartekna hafi hér verið varið til heilbrigðisþjónustu en meðal norrænna frændþjóða. Slíkur árangur næst aðeins með þrautseigju vel menntaðs starfsfólks sem leggur sig fram á öllum tímum sólarhrings, oft við erfiðar aðstæður og ófullnægjandi starfsumhverfi. Til að viðhalda þessum árangri þurfa innviðir heilbrigðiskerfisins að vera traustir og í stöðugri framþróun. Á hverju ári leggja stjórnvöld fram stefnuáætlun sína í heilbrigðismálum í frumvarpi til fjárlaga. Í nýjustu skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála, Health at a Glance 2015, kemur fram að íslensk stjórnvöld verja innan við 0,1% af vergri landsframleiðslu til fjárfestinga í innviðum heilbrigðiskerfisins, þar sem meðaltal OECD-landanna er 0,5%. Árið 2013 vermdi Ísland næst neðsta sætið og var þar í flokki með Grikklandi og Mexíkó. Frændur okkar á Norðurlöndum verja hins vegar á bilinu 0,5-0,7% til stofnfjárfestinga í heilbrigðiskerfinu. Er ásættanlegt að fjárfesta ekki í framtíðinni þegar ríkissjóður er rekinn með hagnaði, tekjustofnum fækkað, skattar lækkaðir og kröfur um lækkun tryggingargjalds verða æ háværari. Höfum við efni á því á sama tíma og ekki eru til peningar til að sinna innviðum samfélagsins? Landspítalinn hefur ekki farið varhluta af niðurskurði í fjárframlögum á undanförnum árum. Heildarframlög ríkisins hafa dregist saman um 28% á árunum 2003 til 2014 eða úr um 9,5% í 6,8% af heildarútgjöldum ríkisins. Þessari þróun þarf að snúa við og horfa til framtíðar. Á heildina litið eru framlög til heilbrigðismála á Íslandi undir meðaltali OECD-landanna. Á Íslandi verjum við 8,7% af vergri landsframleiðslu til þessa málaflokks á sama tíma og Svíar verja nálægt 11%. Þetta hefur gert það að verkum að Íslendingar hafa á síðustu árum orðið eftirbátar frænda okkar í uppbyggingu og viðhaldi heilbrigðiskerfisins, sem er algjörlega óásættanlegt.Vanáætlun um 3-4 milljarða til Landspítala 2016 Alþingi hefur nú tækifæri til að snúa þessari þróun við. Bæði þarf að móta langtímaáætlanir og leysa bráðavanda. Í núverandi frumvarpi til fjárlaga er þörf Landspítalans enn eitt árið vanáætluð. Ekki verður horft fram hjá því að árlega vex eftirspurn eftir þjónustu spítalans um tvö prósent. Í núverandi fjárlögum er ekki að sjá þess merki að tekið sé tillit til slíkra breytinga í samfélaginu. Landspítalinn er þjóðarsjúkrahús sem aldrei lokar. Landsmönnum fjölgar og hvað mest á höfuðborgarsvæðinu og hlutfallslega mest í elstu aldurshópunum. Þessu þarf líka að mæta. Ekki er nóg að halda í horfinu miðað við ástand fyrri ára. Sækja þarf fram, mæta vaxandi árlegri eftirspurn og leysa uppsafnaðan vanda. Biðlistar eftir brýnum skurðaðgerðum og öðrum meðferðarúrræðum hafa lengst og tryggja þarf að staðið sé við boðað átak stjórnvalda til að leysa þann vanda. Alþingi má ekki láta sitt eftir liggja heldur þarf í fjárlögum að tryggja nauðsynlega fjármuni og eyrnamerkja. Getum við treyst því? Til að svo megi verða þarf að útvega fjármagn til að opna fleiri skurðstofur og það þarf að vera hægt að mæta launaútgjöldum heilbrigðisstarfsfólks vegna kjarasamninga sem gerðir hafa verið á árinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu standa framlög til viðhalds mannvirkja í stað enn eitt árið. Viðhaldsþörf mannvirkja Landspítalans er vanáætluð og engum blöðum er um það að fletta að ástand sumra elstu bygginganna er algjörlega óviðunandi og jafnvel heilsuspillandi. Of langt er að bíða í 8 ár eftir nýjum meðferðarkjarna og ráðast verður strax í viðhald á þeim byggingum sem nýta á áfram. Heilbrigðismál eru fjárfrekur málaflokkur en þjóðin vill að sú þjónusta sé í lagi þegar á þarf að halda. Hún hefur ítrekað lýst yfir að nú sé komið að því að setja þessi mál í forgrunn og snúa við blaðinu. Undir það hafa alþingismenn úr öllum flokkum tekið og ráðherra heilbrigðismála sem hefur lýst því yfir að endurreisnin sé nú hafin. Þess þurfa að sjást merki við umfjöllun Alþingis á fjárlögum næsta árs. Nú þarf að láta verkin tala – annars verður ekki leikið í efstu deild.vísir/gva Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslendingar búa við heilbrigðiskerfi sem lengi vel gat státað af árangri sem jafnaðist á við það sem best þekktist í hinum vestræna heimi. Þetta mátti lesa úr lýðheilsutölum um lífslíkur, mæðravernd og árangur skurðaðgerða svo fátt eitt sé nefnt. Hægt hefur verið að bera niður á mörgum sviðum læknisfræðinnar og sjá þar vísbendingar um frábæran árangur þrátt fyrir að talsvert lægra hlutfall þjóðartekna hafi hér verið varið til heilbrigðisþjónustu en meðal norrænna frændþjóða. Slíkur árangur næst aðeins með þrautseigju vel menntaðs starfsfólks sem leggur sig fram á öllum tímum sólarhrings, oft við erfiðar aðstæður og ófullnægjandi starfsumhverfi. Til að viðhalda þessum árangri þurfa innviðir heilbrigðiskerfisins að vera traustir og í stöðugri framþróun. Á hverju ári leggja stjórnvöld fram stefnuáætlun sína í heilbrigðismálum í frumvarpi til fjárlaga. Í nýjustu skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála, Health at a Glance 2015, kemur fram að íslensk stjórnvöld verja innan við 0,1% af vergri landsframleiðslu til fjárfestinga í innviðum heilbrigðiskerfisins, þar sem meðaltal OECD-landanna er 0,5%. Árið 2013 vermdi Ísland næst neðsta sætið og var þar í flokki með Grikklandi og Mexíkó. Frændur okkar á Norðurlöndum verja hins vegar á bilinu 0,5-0,7% til stofnfjárfestinga í heilbrigðiskerfinu. Er ásættanlegt að fjárfesta ekki í framtíðinni þegar ríkissjóður er rekinn með hagnaði, tekjustofnum fækkað, skattar lækkaðir og kröfur um lækkun tryggingargjalds verða æ háværari. Höfum við efni á því á sama tíma og ekki eru til peningar til að sinna innviðum samfélagsins? Landspítalinn hefur ekki farið varhluta af niðurskurði í fjárframlögum á undanförnum árum. Heildarframlög ríkisins hafa dregist saman um 28% á árunum 2003 til 2014 eða úr um 9,5% í 6,8% af heildarútgjöldum ríkisins. Þessari þróun þarf að snúa við og horfa til framtíðar. Á heildina litið eru framlög til heilbrigðismála á Íslandi undir meðaltali OECD-landanna. Á Íslandi verjum við 8,7% af vergri landsframleiðslu til þessa málaflokks á sama tíma og Svíar verja nálægt 11%. Þetta hefur gert það að verkum að Íslendingar hafa á síðustu árum orðið eftirbátar frænda okkar í uppbyggingu og viðhaldi heilbrigðiskerfisins, sem er algjörlega óásættanlegt.Vanáætlun um 3-4 milljarða til Landspítala 2016 Alþingi hefur nú tækifæri til að snúa þessari þróun við. Bæði þarf að móta langtímaáætlanir og leysa bráðavanda. Í núverandi frumvarpi til fjárlaga er þörf Landspítalans enn eitt árið vanáætluð. Ekki verður horft fram hjá því að árlega vex eftirspurn eftir þjónustu spítalans um tvö prósent. Í núverandi fjárlögum er ekki að sjá þess merki að tekið sé tillit til slíkra breytinga í samfélaginu. Landspítalinn er þjóðarsjúkrahús sem aldrei lokar. Landsmönnum fjölgar og hvað mest á höfuðborgarsvæðinu og hlutfallslega mest í elstu aldurshópunum. Þessu þarf líka að mæta. Ekki er nóg að halda í horfinu miðað við ástand fyrri ára. Sækja þarf fram, mæta vaxandi árlegri eftirspurn og leysa uppsafnaðan vanda. Biðlistar eftir brýnum skurðaðgerðum og öðrum meðferðarúrræðum hafa lengst og tryggja þarf að staðið sé við boðað átak stjórnvalda til að leysa þann vanda. Alþingi má ekki láta sitt eftir liggja heldur þarf í fjárlögum að tryggja nauðsynlega fjármuni og eyrnamerkja. Getum við treyst því? Til að svo megi verða þarf að útvega fjármagn til að opna fleiri skurðstofur og það þarf að vera hægt að mæta launaútgjöldum heilbrigðisstarfsfólks vegna kjarasamninga sem gerðir hafa verið á árinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu standa framlög til viðhalds mannvirkja í stað enn eitt árið. Viðhaldsþörf mannvirkja Landspítalans er vanáætluð og engum blöðum er um það að fletta að ástand sumra elstu bygginganna er algjörlega óviðunandi og jafnvel heilsuspillandi. Of langt er að bíða í 8 ár eftir nýjum meðferðarkjarna og ráðast verður strax í viðhald á þeim byggingum sem nýta á áfram. Heilbrigðismál eru fjárfrekur málaflokkur en þjóðin vill að sú þjónusta sé í lagi þegar á þarf að halda. Hún hefur ítrekað lýst yfir að nú sé komið að því að setja þessi mál í forgrunn og snúa við blaðinu. Undir það hafa alþingismenn úr öllum flokkum tekið og ráðherra heilbrigðismála sem hefur lýst því yfir að endurreisnin sé nú hafin. Þess þurfa að sjást merki við umfjöllun Alþingis á fjárlögum næsta árs. Nú þarf að láta verkin tala – annars verður ekki leikið í efstu deild.vísir/gva
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar