Nýr sáttasemjari er nýbyrjaður í golfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2015 07:00 Reynslubolti Bryndís byrjaði starfsferilinn í dómsmálaráðuneytinu. fréttablaðið/gva Bryndís Hlöðversdóttir hóf störf sem ríkissáttasemjari á mánudaginn. Hún segir aðdragandann að því að taka við nýja starfinu hafa verið mjög stuttan. Á sama tíma lætur hún af störfum sem starfsmannastjóri Landspítalans. „Ég var ráðin í starf til fimm ára og er bara búin að vera hérna í tvö ár, þannig að ég var í sjálfu sér ekki sérstaklega á förum héðan,“ segir Bryndís í samtali við Markaðinn. Hún segist hafa fengið hvatningu fyrir nokkrum vikum úr nokkrum áttum til þess að gefa kost á sér í þetta embætti. „Ég fór þá að velta þessu svolítið fyrir mér og það leiddi til þess að ég ákvað að láta reyna á það með því að sækja um,“ segir hún. Bryndís hefur umtalsverða starfsreynslu að baki. Eftir lögfræðipróf við Háskóla Íslands fór hún að starfa í dómsmálaráðuneytinu. Hún var þar í skamman tíma en fór síðan að vinna hjá ASÍ. „Þar kynntist ég umhverfi vinnumarkaðarins sem var áhugaverður tími og maður fékk þar innsýn inn í þessi mál,“ segir hún. Frá ASÍ lá leiðin á Alþingi en Bryndís var þingmaður í 10 ár. „Ég fer síðan inn í háskólageirann og var deildarforseti lagadeildarinnar á Bifröst og seinna aðstoðarrektor og svo rektor,“ segir hún. Á þeim tíma hafi hún kynnst því á vissan hátt að vera atvinnurekandi. „Það var góð reynsla og mikilvæg,“ segir hún. Þaðan fór hún til starfa á spítalanum. „Ég held að ég hafi komið víða að málum sem tengjast vinnumarkaðnum, bæði opinbera markaðnum og almenna markaðnum,“ segir hún. Bryndís segist ekki geta sagt hvert þessara fyrrgreindu starfa hafi verið skemmtilegast. „Mér finnst alltaf svo skemmtilegt í vinnunni. Það er allavega mjög sjaldan sem mér hefur leiðst þau störf sem ég hef verið að fást við og ef mér hefur farið að leiðast þá hef ég haft mikla þörf fyrir að hreyfa mig,“ segir hún. Þetta hafi allt verið skemmtileg störf og það sé gaman að takast á við krefjandi verkefni. „Þessi störf hafa öll verið það. Þannig að ég á voðalega erfitt með að gera upp á milli,“ segir hún. Bryndís er í sambúð með Stefáni Kalmanssyni og á átján ára gamla tvíbura af fyrra sambandi. Hún á ýmis áhugamál sem hún sinnir utan vinnutímans. „Ég er nýbyrjuð að spila golf, byrjaði á því fyrir tveimur árum og finnst það mjög gaman,“ segir hún. Hún spilar golfið með vinafólki og segir að það taki sífellt meiri tíma af frístundum. „Mér finnst líka mjög gaman að fara á fjöll. Finnst gaman að fara í gönguferðir á sumrin hér heima og helst á hálendinu,“ segir hún. Þá séu stundirnar með fjölskyldunni mjög kærkomnar. Alþingi Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir hóf störf sem ríkissáttasemjari á mánudaginn. Hún segir aðdragandann að því að taka við nýja starfinu hafa verið mjög stuttan. Á sama tíma lætur hún af störfum sem starfsmannastjóri Landspítalans. „Ég var ráðin í starf til fimm ára og er bara búin að vera hérna í tvö ár, þannig að ég var í sjálfu sér ekki sérstaklega á förum héðan,“ segir Bryndís í samtali við Markaðinn. Hún segist hafa fengið hvatningu fyrir nokkrum vikum úr nokkrum áttum til þess að gefa kost á sér í þetta embætti. „Ég fór þá að velta þessu svolítið fyrir mér og það leiddi til þess að ég ákvað að láta reyna á það með því að sækja um,“ segir hún. Bryndís hefur umtalsverða starfsreynslu að baki. Eftir lögfræðipróf við Háskóla Íslands fór hún að starfa í dómsmálaráðuneytinu. Hún var þar í skamman tíma en fór síðan að vinna hjá ASÍ. „Þar kynntist ég umhverfi vinnumarkaðarins sem var áhugaverður tími og maður fékk þar innsýn inn í þessi mál,“ segir hún. Frá ASÍ lá leiðin á Alþingi en Bryndís var þingmaður í 10 ár. „Ég fer síðan inn í háskólageirann og var deildarforseti lagadeildarinnar á Bifröst og seinna aðstoðarrektor og svo rektor,“ segir hún. Á þeim tíma hafi hún kynnst því á vissan hátt að vera atvinnurekandi. „Það var góð reynsla og mikilvæg,“ segir hún. Þaðan fór hún til starfa á spítalanum. „Ég held að ég hafi komið víða að málum sem tengjast vinnumarkaðnum, bæði opinbera markaðnum og almenna markaðnum,“ segir hún. Bryndís segist ekki geta sagt hvert þessara fyrrgreindu starfa hafi verið skemmtilegast. „Mér finnst alltaf svo skemmtilegt í vinnunni. Það er allavega mjög sjaldan sem mér hefur leiðst þau störf sem ég hef verið að fást við og ef mér hefur farið að leiðast þá hef ég haft mikla þörf fyrir að hreyfa mig,“ segir hún. Þetta hafi allt verið skemmtileg störf og það sé gaman að takast á við krefjandi verkefni. „Þessi störf hafa öll verið það. Þannig að ég á voðalega erfitt með að gera upp á milli,“ segir hún. Bryndís er í sambúð með Stefáni Kalmanssyni og á átján ára gamla tvíbura af fyrra sambandi. Hún á ýmis áhugamál sem hún sinnir utan vinnutímans. „Ég er nýbyrjuð að spila golf, byrjaði á því fyrir tveimur árum og finnst það mjög gaman,“ segir hún. Hún spilar golfið með vinafólki og segir að það taki sífellt meiri tíma af frístundum. „Mér finnst líka mjög gaman að fara á fjöll. Finnst gaman að fara í gönguferðir á sumrin hér heima og helst á hálendinu,“ segir hún. Þá séu stundirnar með fjölskyldunni mjög kærkomnar.
Alþingi Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira