Jón Arnór Stefánsson er Íþróttamaður ársins 2014 3. janúar 2015 20:49 Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Heimasíða KKÍ Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson var í kvöld kosinn Íþróttamaður ársins 2014 en fékk flest atvæði í árlegu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Jón Arnór Stefánsson fær þessi verðlaun en hann var nú í níunda sinn meðal tíu efstu í kjörinu. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2013, varð í öðru sæti í kjörinu að þessu sinni en þriðji varð síðan handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Jón Arnór fór á árinu fyrir íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tryggði sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. Íslenska landsliðið verður með á Evrópumótinu á næsta ári og þar munaði mikið um frábæra frammistöðu Jóns Arnórs í síðustu tveimur leikjum liðsins. Jón Arnór skoraði 22,0 stig að meðaltali í riðlakeppninni þar af 23 stig á 29 mínútum í 71-69 sigri á Bretland í Koparkassanum í Ólympíuþorpinu í London. Jón Arnór skoraði meðal annars stærstu körfu leiksins í London þegar hann skoraði úr þriggja stiga skoti 44 sekúndum fyrir leikslok og kom íslenska landsliðinu fjórum stigum yfir, 71-67. Jón Arnór skoraði fimm síðustu stig Íslands í leiknum. Jón Arnór spilaði á árinu með tveimur liðum í spænsku úrvalsdeildinni, næststerkustu deild heims á eftir NBA-deildinni í Bandaríkjunum. Jón Arnór hóf árið með CAI Zaragoza sem endaði í 8. sæti á Spáni og komst í undanúrslit spænska bikarsins en Jón Arnór var fyrirliði liðsins. Jón Arnór samdi síðan við stórliðið Unicaja Malaga en lið hans endaði árið í efsta sæti spænsku deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Euroleague, sem er Meistaradeild körfuboltans í Evrópu.Íþróttamaður ársins 2014 - þau fengu stig: 1. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 435 stig 2. Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) 327 3. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 303 4. Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) 147 5. Aron Pálmarsson (handbolti) 100 6. Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) 65 7. Sif Pálsdóttir (fimleikar) 56 8. Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) 46 9. Hafdís Sigurðardóttir (frjálsar) 44 10. Jón Margeir Sverrisson (íþr. fatlaðra) 36 11. Alfreð Finnbogason (knattspyrna) 26 12. Karen Knútsdóttir (handbolti) 25 13. Helgi Sveinsson (íþr. fatlaðra) 24 14. Aníta Hinriksdóttir (frjálsar) 21 15. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 19 16. Hlynur Bæringsson (körfubolti) 15 17. Birgir Leifur Hafþórsson (golf) 11 18. Dagný Brynjarsdóttir (knattspyrna) 10 19. Gísli Sveinbergsson (golf) 9 20. Aron Einar Gunnarsson (knattspyrna) 8 21. Thelma Björg Björnsdóttir (íþr. fatlaðra) 7 22. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 4 23. Helga María Vilhjálmsdóttir (skíði) 3 24. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar) 2 – Viðar Örn Kjartansson (knattspyrna) 2 – Lilja Lind Helgadóttir (lyftingar) 2 – Hörður Axel Vilhjálmsson (körfubolti) 2 28. Fanney Hauksdóttir (kraftlyftingar) 1 – Jón Daði Böðvarsson (knattspyrna) 1 – Þormóður Árni Jónsson (júdó) 1 Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson var í kvöld kosinn Íþróttamaður ársins 2014 en fékk flest atvæði í árlegu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Jón Arnór Stefánsson fær þessi verðlaun en hann var nú í níunda sinn meðal tíu efstu í kjörinu. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2013, varð í öðru sæti í kjörinu að þessu sinni en þriðji varð síðan handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Jón Arnór fór á árinu fyrir íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tryggði sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. Íslenska landsliðið verður með á Evrópumótinu á næsta ári og þar munaði mikið um frábæra frammistöðu Jóns Arnórs í síðustu tveimur leikjum liðsins. Jón Arnór skoraði 22,0 stig að meðaltali í riðlakeppninni þar af 23 stig á 29 mínútum í 71-69 sigri á Bretland í Koparkassanum í Ólympíuþorpinu í London. Jón Arnór skoraði meðal annars stærstu körfu leiksins í London þegar hann skoraði úr þriggja stiga skoti 44 sekúndum fyrir leikslok og kom íslenska landsliðinu fjórum stigum yfir, 71-67. Jón Arnór skoraði fimm síðustu stig Íslands í leiknum. Jón Arnór spilaði á árinu með tveimur liðum í spænsku úrvalsdeildinni, næststerkustu deild heims á eftir NBA-deildinni í Bandaríkjunum. Jón Arnór hóf árið með CAI Zaragoza sem endaði í 8. sæti á Spáni og komst í undanúrslit spænska bikarsins en Jón Arnór var fyrirliði liðsins. Jón Arnór samdi síðan við stórliðið Unicaja Malaga en lið hans endaði árið í efsta sæti spænsku deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Euroleague, sem er Meistaradeild körfuboltans í Evrópu.Íþróttamaður ársins 2014 - þau fengu stig: 1. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 435 stig 2. Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) 327 3. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 303 4. Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) 147 5. Aron Pálmarsson (handbolti) 100 6. Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) 65 7. Sif Pálsdóttir (fimleikar) 56 8. Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) 46 9. Hafdís Sigurðardóttir (frjálsar) 44 10. Jón Margeir Sverrisson (íþr. fatlaðra) 36 11. Alfreð Finnbogason (knattspyrna) 26 12. Karen Knútsdóttir (handbolti) 25 13. Helgi Sveinsson (íþr. fatlaðra) 24 14. Aníta Hinriksdóttir (frjálsar) 21 15. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 19 16. Hlynur Bæringsson (körfubolti) 15 17. Birgir Leifur Hafþórsson (golf) 11 18. Dagný Brynjarsdóttir (knattspyrna) 10 19. Gísli Sveinbergsson (golf) 9 20. Aron Einar Gunnarsson (knattspyrna) 8 21. Thelma Björg Björnsdóttir (íþr. fatlaðra) 7 22. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 4 23. Helga María Vilhjálmsdóttir (skíði) 3 24. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar) 2 – Viðar Örn Kjartansson (knattspyrna) 2 – Lilja Lind Helgadóttir (lyftingar) 2 – Hörður Axel Vilhjálmsson (körfubolti) 2 28. Fanney Hauksdóttir (kraftlyftingar) 1 – Jón Daði Böðvarsson (knattspyrna) 1 – Þormóður Árni Jónsson (júdó) 1
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira