1.000 hestafla Aston Martin RapidE Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 10:41 Aston Martin RapidE. Automobil Magazine Aston Martin vinnur ekki bara að fyrsta jeppa sínum, DBX, því heyrst hefur að fyrirtækið ætli líka að smíða 1.000 hestafla rafmagnsbíl uppúr Rapide bíl sínum. Hann fengi nafnið Aston Martin RapidE og yrði með rafmagnsmótora á öllum hjólum þar sem svona mikið afl væri of mikið fyrir aðeins annan öxul bílsins. Meiningin er að smíða fyrst tilraunabíl sem sæi dagsljósið árið 2017 og hann yrði aðeins með 550 hestafla drifrás knúin rafmagni. Það er sama afl og er í Aston Martin Rapide með 12 strokka bensínmótor. Þessi bíll yrði afturhjóladrifinn og kæmist um 320 kílómetra á hverri hleðslu. Öflugri útgáfa hans kæmist hinsvegar styttri vegalengd á fullri hleðslu. Aston Martin er ekki að fela þá staðreynd að bílnum verði ætlað að keppa við Tesla Model S. Meiningin er að smíða um 400 bíla ári og selja 100 þeirra í Kína. Verðið yrði kringum 200.000 pund, eða 39 milljónir króna. Það er miklu meira en Tesla Model S kostar. Þessi nýi rafmagnsbíll Aston Martin er ekki síst ætlaður til að mæta ströngum kröfum um minna mengandi bíla fyrirtækisins, en allar bílgerðir þess í dag eru með ógnarstórar vélar sem menga mikið. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent
Aston Martin vinnur ekki bara að fyrsta jeppa sínum, DBX, því heyrst hefur að fyrirtækið ætli líka að smíða 1.000 hestafla rafmagnsbíl uppúr Rapide bíl sínum. Hann fengi nafnið Aston Martin RapidE og yrði með rafmagnsmótora á öllum hjólum þar sem svona mikið afl væri of mikið fyrir aðeins annan öxul bílsins. Meiningin er að smíða fyrst tilraunabíl sem sæi dagsljósið árið 2017 og hann yrði aðeins með 550 hestafla drifrás knúin rafmagni. Það er sama afl og er í Aston Martin Rapide með 12 strokka bensínmótor. Þessi bíll yrði afturhjóladrifinn og kæmist um 320 kílómetra á hverri hleðslu. Öflugri útgáfa hans kæmist hinsvegar styttri vegalengd á fullri hleðslu. Aston Martin er ekki að fela þá staðreynd að bílnum verði ætlað að keppa við Tesla Model S. Meiningin er að smíða um 400 bíla ári og selja 100 þeirra í Kína. Verðið yrði kringum 200.000 pund, eða 39 milljónir króna. Það er miklu meira en Tesla Model S kostar. Þessi nýi rafmagnsbíll Aston Martin er ekki síst ætlaður til að mæta ströngum kröfum um minna mengandi bíla fyrirtækisins, en allar bílgerðir þess í dag eru með ógnarstórar vélar sem menga mikið.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent